Fótbolti

Hilmir hetja Viking í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hilmir Rafn Mikaelsson þurfti ekki margar mínútur til að redda málunum í kvöld.
Hilmir Rafn Mikaelsson þurfti ekki margar mínútur til að redda málunum í kvöld. @viking_fk

Íslenski knattspyrnumaðurinnHilmir Rafn Mikaelsson tryggði Viking í kvöld sæti í sextán liða úrslitum norsku bikarkeppninnar.

Hilmir Rafn skoraði eina markið í 1-0 útisigri á Moss. Sigurmark íslenska framherjans kom á fyrstu mínútu í uppbótatíma.

Hilmir hafði komið inn á sem varamaður aðeins sex mínútum fyrr. Hann skoraði markið með skalla á fjærstönginni eftir hornspyrnu.

Hilmir er þar með kominn með fjögur mörk á tímabilinu en þrjú þeirra hafa komið í bikarnum. Hann skoraði tvö mörk í 6-0 sigri á Hana IL í fyrstu umferðinni.

Hilmir hefur aðeins byrjað einn leik í norsku deildinni en hetjudáðir hans í kvöld þýða vonandi stærri tækifæri með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×