Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 12:02 Elísa Kristinsdóttir og Mari Jaersk hlupu lengst í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð fyrir ári síðan. Núna er glæsilegur bíll í verðlaun ef sigurvegarinn fer að minnsta kosti 91 hring. Samsett/KIA/Vilhelm Ef sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíðinni, sem hefst á morgun, nær að slá Íslandsmetið með stæl og fara að minnsta kosti 91 hring þá fær hann glænýjan Kia EV3 rafbíl í verðlaun. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu Náttúruhlaupa í dag, sólarhring áður en keppni hefst en keppendur fara af stað í fyrsta hring klukkan 9 í fyrramálið, við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð. Bakgarðshlaupið virkar þannig að keppendur hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og eru svo ræstir af stað að nýju þegar nýr klukkutími hefst. Þeir hlaupa svo eins marga hringi og þeir geta þar til aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari og má þá ekki hlaupa lengra. Íslandsmetið í bakgarðshlaupi er 62 hringir (415 kílómetrar) og því vissulega ólíklegt að einhver eignist bifreiðina. Eftir því sem næst verður komist hafa aðeins 17 einstaklingar í heiminum náð að fara 91 hring eða fleiri frá upphafi bakgarðshlaupa en glænýtt heimsmet er 116 hringir (777 kílómetrar). Frá Reykjavík til Vopnafjarðar á fjórum dögum Að fara 91 hring jafngildir því að fara 609,7 kílómetra. Það myndi taka hátt í fjóra sólarhringa fyrir viðkomandi að fara slíka vegalengd í bakgarðshlaupi, enda um að ræða um það bil jafnmarga kílómetra og frá Reykjavík til Vopnafjarðar. Vegalengdin sem þarf að fara til að vinna rafbílinn er engin tilviljun heldur tekur hún mið af því að drægni Kia EV3 er 605 kílómetrar. Hin magnaða Mari Järsk vann Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð fyrir ári síðan og var það Elísa Kristinsdóttir sem fylgdi henni lengst. Mari kláraði 57 hringi en Elísa varð að játa sig sigraða á 57. hringnum. Mari hljóp því tæplega 382 kílómetra, eða í tvo sólarhringa og níu klukkutíma. Bakgarðshlaup Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Sjá meira
Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu Náttúruhlaupa í dag, sólarhring áður en keppni hefst en keppendur fara af stað í fyrsta hring klukkan 9 í fyrramálið, við Mjölnisheimilið í Öskjuhlíð. Bakgarðshlaupið virkar þannig að keppendur hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma og eru svo ræstir af stað að nýju þegar nýr klukkutími hefst. Þeir hlaupa svo eins marga hringi og þeir geta þar til aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari og má þá ekki hlaupa lengra. Íslandsmetið í bakgarðshlaupi er 62 hringir (415 kílómetrar) og því vissulega ólíklegt að einhver eignist bifreiðina. Eftir því sem næst verður komist hafa aðeins 17 einstaklingar í heiminum náð að fara 91 hring eða fleiri frá upphafi bakgarðshlaupa en glænýtt heimsmet er 116 hringir (777 kílómetrar). Frá Reykjavík til Vopnafjarðar á fjórum dögum Að fara 91 hring jafngildir því að fara 609,7 kílómetra. Það myndi taka hátt í fjóra sólarhringa fyrir viðkomandi að fara slíka vegalengd í bakgarðshlaupi, enda um að ræða um það bil jafnmarga kílómetra og frá Reykjavík til Vopnafjarðar. Vegalengdin sem þarf að fara til að vinna rafbílinn er engin tilviljun heldur tekur hún mið af því að drægni Kia EV3 er 605 kílómetrar. Hin magnaða Mari Järsk vann Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð fyrir ári síðan og var það Elísa Kristinsdóttir sem fylgdi henni lengst. Mari kláraði 57 hringi en Elísa varð að játa sig sigraða á 57. hringnum. Mari hljóp því tæplega 382 kílómetra, eða í tvo sólarhringa og níu klukkutíma.
Bakgarðshlaup Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Fleiri fréttir „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Sjá meira