„Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2025 14:15 Kristinn Gunnar Kristinsson er klár í slaginn fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð. vísir Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. „Maður er aldrei beint peppaður en ég er mjög stressaður fyrir þessu. Maður veit hvað er að fara að gerast og þú ert að fara að þjösnast á líkamanum á þér,“ sagði Kristinn sem er reynslumikill þegar kemur að Bakgarðshlaupum. „Ég hef farið í flest allar keppnir hér heima og einu sinni í Svíþjóð,“ sagði Kristinn. Hann hljóp 38 hringi í síðasta Bakgarðshlaupi sem er met hjá honum. Hann vill gera betur um helgina. „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu. Ég tók ákvörðun þegar ég byrjaði að hlaupa - ég er búinn að vera í mörgum íþróttum og það er alltaf verið að þrýsta þér að keppa - að gera þetta alltaf fyrir mig. Ef ég hleyp ekki fyrir sjálfan mig og mér finnst leiðinlegt að hlaupa og það er verið að þrýsta á mig að keppa, þá hætti ég,“ sagði Kristinn. „Það er það sem ég ákvað því mér finnst þetta gaman. Mér finnst gaman að vera úti og hlaup eru þannig að þú getur verið úti allan ársins hring, sama hvernig veðrið er. Ég sækist eftir útivist og að hafa gaman.“ Öfugt við fyrri Bakgarðshlaup er Kristinn nú kominn með þjálfara. Hann breytti undirbúningi hans fyrir hlaupið um helgina. „Ég er með nýsjálenskan þjálfara. Hann einbeitti sér mikið að því að ég ætti að klifra, meira en að hlaupa á sléttu. Í þrjá mánuði tók ég allar interval æfingar og allt þetta í halla,“ sagði Kristinn. Klippa: Viðtal við Kristin Gunnar Bakgarðshlaupara „Allt var í halla og í um miðjan eða lok mars var ég bara: Hvað er ég að gera? Ég er ekkert að bæta mig og fannst ekkert vera að gerast því ég var bara í hæð. Þetta var allt í hæð. Síðan kom ein slétt æfing vikuna eftir þar sem ég fann að ég var orðinn mun sterkari og þetta er að skila mér miklu.“ Viðtalið við Kristinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sýnt verður beint frá Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð á Stöð 2 Vísi og á Vísi um helgina. Hlaupið hefst klukkan 09:00 í fyrramálið. Bakgarðshlaup Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Sjá meira
„Maður er aldrei beint peppaður en ég er mjög stressaður fyrir þessu. Maður veit hvað er að fara að gerast og þú ert að fara að þjösnast á líkamanum á þér,“ sagði Kristinn sem er reynslumikill þegar kemur að Bakgarðshlaupum. „Ég hef farið í flest allar keppnir hér heima og einu sinni í Svíþjóð,“ sagði Kristinn. Hann hljóp 38 hringi í síðasta Bakgarðshlaupi sem er met hjá honum. Hann vill gera betur um helgina. „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu. Ég tók ákvörðun þegar ég byrjaði að hlaupa - ég er búinn að vera í mörgum íþróttum og það er alltaf verið að þrýsta þér að keppa - að gera þetta alltaf fyrir mig. Ef ég hleyp ekki fyrir sjálfan mig og mér finnst leiðinlegt að hlaupa og það er verið að þrýsta á mig að keppa, þá hætti ég,“ sagði Kristinn. „Það er það sem ég ákvað því mér finnst þetta gaman. Mér finnst gaman að vera úti og hlaup eru þannig að þú getur verið úti allan ársins hring, sama hvernig veðrið er. Ég sækist eftir útivist og að hafa gaman.“ Öfugt við fyrri Bakgarðshlaup er Kristinn nú kominn með þjálfara. Hann breytti undirbúningi hans fyrir hlaupið um helgina. „Ég er með nýsjálenskan þjálfara. Hann einbeitti sér mikið að því að ég ætti að klifra, meira en að hlaupa á sléttu. Í þrjá mánuði tók ég allar interval æfingar og allt þetta í halla,“ sagði Kristinn. Klippa: Viðtal við Kristin Gunnar Bakgarðshlaupara „Allt var í halla og í um miðjan eða lok mars var ég bara: Hvað er ég að gera? Ég er ekkert að bæta mig og fannst ekkert vera að gerast því ég var bara í hæð. Þetta var allt í hæð. Síðan kom ein slétt æfing vikuna eftir þar sem ég fann að ég var orðinn mun sterkari og þetta er að skila mér miklu.“ Viðtalið við Kristinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sýnt verður beint frá Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð á Stöð 2 Vísi og á Vísi um helgina. Hlaupið hefst klukkan 09:00 í fyrramálið.
Bakgarðshlaup Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Leik lokið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Griffin tryggði Val sigur eftir tvær framlengingar Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Sjá meira