„Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 22:00 Tvíburarnir Daníel Þór og Patrick Örn Hansen, og Sólveig Heiða Foss eiginkona Patricks voru glaðbeitt í viðtali fyrir keppni. Vísir Tvíburarnir Daníel Þór og Patrick Örn Hansen, og Sólveig Heiða Foss eiginkona Patricks, hafa öðlast ákveðna reynslu af bakgarðshlaupi og ætla að taka keppnina fastari tökum í ár. Þau keppa í Bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í Öskjuhlíð um helgina. „Ég vona bara að við segjum á sunnudagskvöldið: Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann. Við erum enn hlaupandi,“ segir Patrick hlæjandi í viðtali við Garp Elísabetarson fyrir keppnina sem hefst nú í morgunsárið, klukkan 9 í Öskjuhlíð. Viðtalið má sjá hér að neðan en að vanda er fylgst með keppninni frá upphafi til enda hér á Vísi. Klippa: Tvíburarnir og Sólveig betur undirbúin í ár Bakgarðshlaup snýst um að hlaupa 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma, eins lengi og fólk getur, og hefur Daníel mest náð að hlaupa 15 hringi en hjónin Patrick og Sólveig fóru 17 hringi þegar þau kepptu í blíðviðri í Heiðmörk síðasta haust. „Þetta er ekki bara það að hlaupa í hringi. Þetta snýst um félagsskapinn í kringum þetta. Þetta er geggjað. Maður getur eiginlega ekkert útskýrt þetta fyrr en maður hefur prófað þetta sjálfur,“ segir Patrick og Sólveig tekur undir: „Þú ert að kynnast svo mikið af fólki, ná að spjalla mikið, og það er svo skemmtilegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég get „actually“ verið með honum í keppnishlaupi, því annars er hann alltaf lengst á undan mér.“ Með fólk til að hjálpa sér í sokkana Það gagnast nefnilega ekkert að geta hlaupið mikið hraðar en aðrir í bakgarðshlaupi. Íþróttin snýst um að endast lengur en aðrir. Daníel var fyrstur þeirra þriggja til að prófa bakgarðshlaup en nú vita þau öll út í hvað þau eru að fara: „Núna erum við loksins komin með þetta. Þetta verður svolítið skipulagt í ár,“ sagði Patrick. „Við verðum með fólk til að hjálpa okkur. Við vorum ekki með neitt þannig í fyrra,“ sagði Sólveig og Patrick bætti við: „Maður verður svo steiktur eftir sautján hringi. Það er fínt að fá einhvern til að klæða mann í sokkana.“ Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
„Ég vona bara að við segjum á sunnudagskvöldið: Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann. Við erum enn hlaupandi,“ segir Patrick hlæjandi í viðtali við Garp Elísabetarson fyrir keppnina sem hefst nú í morgunsárið, klukkan 9 í Öskjuhlíð. Viðtalið má sjá hér að neðan en að vanda er fylgst með keppninni frá upphafi til enda hér á Vísi. Klippa: Tvíburarnir og Sólveig betur undirbúin í ár Bakgarðshlaup snýst um að hlaupa 6,7 kílómetra hring á hverjum klukkutíma, eins lengi og fólk getur, og hefur Daníel mest náð að hlaupa 15 hringi en hjónin Patrick og Sólveig fóru 17 hringi þegar þau kepptu í blíðviðri í Heiðmörk síðasta haust. „Þetta er ekki bara það að hlaupa í hringi. Þetta snýst um félagsskapinn í kringum þetta. Þetta er geggjað. Maður getur eiginlega ekkert útskýrt þetta fyrr en maður hefur prófað þetta sjálfur,“ segir Patrick og Sólveig tekur undir: „Þú ert að kynnast svo mikið af fólki, ná að spjalla mikið, og það er svo skemmtilegt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég get „actually“ verið með honum í keppnishlaupi, því annars er hann alltaf lengst á undan mér.“ Með fólk til að hjálpa sér í sokkana Það gagnast nefnilega ekkert að geta hlaupið mikið hraðar en aðrir í bakgarðshlaupi. Íþróttin snýst um að endast lengur en aðrir. Daníel var fyrstur þeirra þriggja til að prófa bakgarðshlaup en nú vita þau öll út í hvað þau eru að fara: „Núna erum við loksins komin með þetta. Þetta verður svolítið skipulagt í ár,“ sagði Patrick. „Við verðum með fólk til að hjálpa okkur. Við vorum ekki með neitt þannig í fyrra,“ sagði Sólveig og Patrick bætti við: „Maður verður svo steiktur eftir sautján hringi. Það er fínt að fá einhvern til að klæða mann í sokkana.“ Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira