Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2025 07:32 Mari Järsk er á meðal keppenda í bakgarðshlaupinu Bakgarður 101 sem hefst í Öskjuhlíð núna klukkan níu Vísir/Sigurjón Hlaupadrottningin Mari Järsk ætlar að kanna þolmörk líkama síns enn og aftur í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð sem hefst núna klukkan níu. Hún verður þó einnig með annan hatt á meðan á hlaupinu stendur. Mari er líklegast þekktasta andlit bakgarðshlaupa senunnar hér á landi, þessi orkubolti leggur ávallt allt í sölurnar og hún verður á meðal þeirra um tvö hundruð hlaupara sem hefja Bakgarð 101 í Öskjuhlíðinni klukkan níu. „Ég er búin að vera ógeðslega góð. Ég tek þessa ákvörðun með mjög stuttum fyrirvara og hef því ekkert fengið að stilla mig inn á stressið og undirbúningurinn hefur verið lítill. Það er rosa þægilegt,“ segir Mari í samtali við íþróttadeild. Mari hljóp 50 hringi í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal í október í fyrra og þá með rifinn liðþófa en hver er staðan á henni núna? „Staðan er örugglega verri en hún var þar sem ég hef ekki gert neitt í mínum málum. Ég og maðurinn minn erum búin að vera reyna eignast barn síðasta hálfa árið og það átti bara að vera planið þangað til það myndi gerast. Undirbúningurinn hjá mér fyrir þetta hlaup er lítill sem enginn þannig séð. Ég keyrði aðeins á þetta núna síðasta mánuðinn fyrir hlaup og það hjálpar meiðslunum ekkert en andlega er ég fáránlega vel stödd og ætla bara að níðast á þessum líkama og sjá einu sinni enn hvað hann getur.“ Mari hefur ekki sett sér markmið fyrir komandi hlaup en hún á ekki von á því að núverandi Íslandsmet, sem stendur í 62 hringum og var sett af Þorleifi Þorleifssyni í fyrra, verði slegið. Algjör draumur að gera þetta Hlaupið er sérstakt fyrir Mari því hún er ekki aðeins einn af keppendum þess, heldur líka þjálfari. Því í þjálfun hefur hún fundið ástríðu sinni farveg. „Ég hef alltaf verið hrædd við höfnun og efast um að einhver myndi mæta á æfingar en svo hefur þetta gengið svo ógeðslega vel. Ekkert út frá einhverri brjálæðislegri mætingu heldur er bara einhver ótrúlega fallegur kjarni sem vill bara ná árangri og það er held ég svo ógeðslega fallegt. Ég er frekar harðkjarna þjálfari, ekki svona mússímús þjálfari, og þetta er bara svo sturlað. Það eru örugglega svona fimmtán stelpur sem voru að redda sér miða í bakgarðshlaupið á síðustu stundu og ætla að vera með. Það sýnir mér allt sem segja þarf. Þær eru bara komnar til að vera og það er svo fallegt. Ég bjóst ekki við að mér myndi einu sinni finnast þetta gaman en ég er á þeim stað núna að vilja bráðum bara vinna að fullu við þetta því það er algjör draumur að gera þetta.“ Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. 9. maí 2025 14:15 Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
Mari er líklegast þekktasta andlit bakgarðshlaupa senunnar hér á landi, þessi orkubolti leggur ávallt allt í sölurnar og hún verður á meðal þeirra um tvö hundruð hlaupara sem hefja Bakgarð 101 í Öskjuhlíðinni klukkan níu. „Ég er búin að vera ógeðslega góð. Ég tek þessa ákvörðun með mjög stuttum fyrirvara og hef því ekkert fengið að stilla mig inn á stressið og undirbúningurinn hefur verið lítill. Það er rosa þægilegt,“ segir Mari í samtali við íþróttadeild. Mari hljóp 50 hringi í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal í október í fyrra og þá með rifinn liðþófa en hver er staðan á henni núna? „Staðan er örugglega verri en hún var þar sem ég hef ekki gert neitt í mínum málum. Ég og maðurinn minn erum búin að vera reyna eignast barn síðasta hálfa árið og það átti bara að vera planið þangað til það myndi gerast. Undirbúningurinn hjá mér fyrir þetta hlaup er lítill sem enginn þannig séð. Ég keyrði aðeins á þetta núna síðasta mánuðinn fyrir hlaup og það hjálpar meiðslunum ekkert en andlega er ég fáránlega vel stödd og ætla bara að níðast á þessum líkama og sjá einu sinni enn hvað hann getur.“ Mari hefur ekki sett sér markmið fyrir komandi hlaup en hún á ekki von á því að núverandi Íslandsmet, sem stendur í 62 hringum og var sett af Þorleifi Þorleifssyni í fyrra, verði slegið. Algjör draumur að gera þetta Hlaupið er sérstakt fyrir Mari því hún er ekki aðeins einn af keppendum þess, heldur líka þjálfari. Því í þjálfun hefur hún fundið ástríðu sinni farveg. „Ég hef alltaf verið hrædd við höfnun og efast um að einhver myndi mæta á æfingar en svo hefur þetta gengið svo ógeðslega vel. Ekkert út frá einhverri brjálæðislegri mætingu heldur er bara einhver ótrúlega fallegur kjarni sem vill bara ná árangri og það er held ég svo ógeðslega fallegt. Ég er frekar harðkjarna þjálfari, ekki svona mússímús þjálfari, og þetta er bara svo sturlað. Það eru örugglega svona fimmtán stelpur sem voru að redda sér miða í bakgarðshlaupið á síðustu stundu og ætla að vera með. Það sýnir mér allt sem segja þarf. Þær eru bara komnar til að vera og það er svo fallegt. Ég bjóst ekki við að mér myndi einu sinni finnast þetta gaman en ég er á þeim stað núna að vilja bráðum bara vinna að fullu við þetta því það er algjör draumur að gera þetta.“
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. 9. maí 2025 14:15 Mest lesið Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fannst látinn inn á leikvanginum Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
„Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. 9. maí 2025 14:15