Enski boltinn

Mac Allister besti leik­maðurinn í fyrsta sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexis Mac Allister var frábær með Liverpool í apríl.
Alexis Mac Allister var frábær með Liverpool í apríl. Getty/Carl Recine

Liverpool maðurinn Alexis Mac Allister var kjörinn besti leikmaður aprílmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en argentínski miðjumaðurinn er að fá þessi verðlaun í fyrsta skiptið.

Mac Allister skoraði tvisvar í mánuðinum þar á meðal í sigrinum á Tottenham þegar Liverpool tryggði sér endanlega Englandsmeistaratitilinn. Mac Allister átti líka eina stoðsendingu og spilaði frábærlega á miðju Liverpool.

Vitor Pereira, knattspyrnustjóri Wolves, var valinn besti stjóri mánaðarins og var einnig að fá þau í fyrsta sinn. Úlfarnir unnu alla leiki sína í apríl.

Sex aðrir leikmenn voru einnig tilnefndir eða þeir Rayan Ait-Nouri (Wolves) Harvey Barnes (Newcastle), Jacob Murphy (Newcastle), Morgan Rogers (Aston Villa), Ryan Sessegnon (Fulham) og Jorgen Strand Larsen (Wolves).

Þetta er í fyrsta sinn síðan í janúar 2020 sem Argentínumaður vinnur þessi verðlaun í ensku úrvalsdeildinni en þá fékk Sergio Aguero þau. Mac Allister er annars fjórði argentínski knattspyrnumaðurinn sem fær þessa útnefningu en Carlos Tevez og Juan Sebastian Veron hafa einnig fengið þau.

Mac Allister er annar Liverpool maðurinn á þessari leiktíð til að vera kosinn leikmaður mánaðarins en Mohamed Salah fékk þessi verðlaun bæði fyrir nóvember 2024 og aftur fyrir febrúar.

  • Leikmenn mánaðrins á leiktíðinni:
  • Águst: Erling Haaland (Man City)
  • September: Cole Palmer (Chelsea)
  • Októbber: Chris Wood (Nott'm Forest)
  • Nóvember: Mohamed Salah (Liverpool)
  • Desember: Alexander Isak (Newcastle)
  • Janúar: Justin Kluivert (AFC Bournemouth)
  • Febrúar: Mohamed Salah (Liverpool)
  • Mars: Bruno Fernandes (Man Utd)
  • Apríl: Alexis Mac Allister (Liverpool)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×