Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar 10. maí 2025 08:30 Ísland býr yfir ómetanlegum náttúruauðlindum sem eru grunnur að velferð þjóðarinnar. Þó er staðan sú að lagaramminn um eignarhald, nýtingu og ábyrgð er víða óljós, ósamræmdur eða úreltur. Þetta skapar hættu á ranglátu aðgengi, ósjálfbærri nýtingu og óljósri ábyrgð á tjóni sem hlýst af nýtingu eða náttúruvá. Tækninni fleygir hratt fram og nýjar auðlindir sem áður þóttu einskis virði verða verðmætar. Þetta krefst þess að Ísland bregðist við með skýrum og sanngjörnum lögum sem horfa fram á veginn. Sjórinn, fiskurinn og ábyrgðin Sjórinn umhverfis Ísland hefur verið nýttur um aldir og veiðiréttur er nú bundinn í kvótakerfi til að tryggja sjálfbæra nýtingu. Hins vegar eru ójafnvægi og spurningar um nýtingu, eignarhald og ábyrgð: Ólíkar veiðiaðferðir, ólík áhrif: Veiðar með botnvörpu geta skaðað sjávarbotn, búsvæði og fæðukeðju fiskanna. Á meðan valda veiðar með línu eða uppsjávarveiðafærum minni spjöllum. Engin raunveruleg lagaleg aðgreining er á milli þessara aðferða þegar kemur að umhverfisábyrgð. Eignarhald eða réttindi? Hafið innan 200 mílna telst innan lögsögu Íslands, en réttindin eru úthlutuð einkaaðilum með kvóta. Spurt er hvort þjóðin fái réttmætt endurgjald fyrir þessa nýtingu eða hvort réttindin séu of einhliða gefin til fárra aðila án nægrar samfélagslegrar ábyrgðar. Hver ber ábyrgð gagnvart fólki í sjávarþorpum sem kvóti er seldur úr? Um þetta er deilt í dag og læt ég aðra um það. Búvörulög þurfa einnig að vera innan þess lagaramma og í samræmi við önnur lög sem taka á auðlindamálum. Loft, vindur og sjávarföll – Ónýttar og óskilgreindar auðlindir Í íslenskum lögum er eignarhald lands skilgreint niður að miðju jarðar. Það nær yfir jarðhita, málma og annað sem þar finnst. En hvað með það sem er fyrir ofan landið? Loftið og vindurinn: Það er ekki ljóst hver á réttinn til að nýta loftið yfir landi, t.d. með vindmyllum. Með vaxandi nýtingu vindorku þarf að skýra hvort landeigendur eigi rétt til leigu, gjalda eða hagnýtingar á vindinum – eða hvort slíkt eigi að vera sameign þjóðarinnar. Sjávarföll og orka: Landeigendur eiga land út að 100 metrum frá stórstraumsfjöru. Geta þeir einir ráðið nýtingu sjávarfalla til orkuframleiðslu á þessu svæði? Hver verndar almenna hagsmuni gagnvart einkaframtaki á þessum svæðum? Andrúmsloft, vatn og skordýr– auðlindir framtíðarinnar Loft og vatn hafa lengi verið talin sjálfsögð réttindi allra. En þróunin bendir til annars: Loft til öndunar: Með aukinni mengun, tækniþróun og lofthreinsikerfum gæti komið að því að menn greiði fyrir hreint loft. Vatn úr náttúrunni: Sama má segja um aðgengi að hreinu drykkjarvatni úr lækjum eða jörðu. Ef einkaaðilar sækja um leyfi til vatnsöflunar, hver ver þá almannaeign eða tryggir aðgang allra eða á það að verða söluvara? Skordýr hafa verið notuð hér lengi til manneldis svo sem í hunangsræktun. Margs Konar skordýr hafa að geyma efni sem við þurfum. Mörg eru nú þegar notuð til manneldis víða um heim t.d. Engisprettur. Lög þurfa að skilgreina þessi réttindi áður en markaðsvæðing eða einkavæðing þessara grunnþarfa verður staðreynd. Jarðalög og vatnalög ásamt veiði og sjávarútvegs lögum taka ekki á nema hluta af þessum atriðum. Ábyrgð á náttúruvá og eignaábyrgð Í dag ber verslunareigandi ábyrgð ef viðskiptavinur dettur í hálku fyrir framan verslun. Hálka er samt hluti af náttúrunni okkar. En þegar náttúran „sjálf“ veldur tjóni, t.d. með eldgosum, skriðuföllum eða jarðskjálfta, er ábyrgðin óljós: Ábyrgð landeiganda? Er eðlilegt að eigandi jarðar beri ábyrgð á tjóni sem af náttúruvá hlýst frá landi hans? Eða er það samfélagið í heild sem ber áhættuna? Ósamræmi í ábyrgð: Þetta sýnir ósamræmi í núverandi lögum og þörf á að samræma ábyrgð, hvort sem um er að ræða mannleg mistök, veðurfar eða náttúruvá. Framtíðarsýn og áskorun til stjórnvalda Framtíðin mun leiða til nýrra auðlinda og nýrrar tækni sem kallar á skýr lög um eignarhald, nýtingu og samfélagslega ábyrgð. Því þarf að setja: Skýr heildar ákvæði um eignarhald og nýtingu sjávar, lands, lofts, vatns, vinds og orku. Reglur um ábyrgð vegna skemmda og náttúruáhrifa. Tryggingu fyrir að nýting auðlinda verði sanngjörn, sjálfbær og samfélaginu í hag. Grunnþarfir lífs – eins og loft og vatn – verði einkavæddar án samfélagslegrar umræðu og réttlætis. Ísland stendur frammi fyrir stórri löggjafaráskorun. Hvort sem um er að ræða fisk í sjónum, bústofn og landnýtingu, vind í loftinu, sjávarföll eða vatn í ám og lækjum, þá þarf að tryggja að auðlindir Íslands séu nýttar með ábyrgð og í þágu atvinnulífs og allra landsmanna. Það er skylda okkar í dag að móta lög sem standast tímans tönn og þjóna hagsmunum framtíðarinnar. Höfundur er löggiltur fasteignasali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar G. Harðarson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Ísland býr yfir ómetanlegum náttúruauðlindum sem eru grunnur að velferð þjóðarinnar. Þó er staðan sú að lagaramminn um eignarhald, nýtingu og ábyrgð er víða óljós, ósamræmdur eða úreltur. Þetta skapar hættu á ranglátu aðgengi, ósjálfbærri nýtingu og óljósri ábyrgð á tjóni sem hlýst af nýtingu eða náttúruvá. Tækninni fleygir hratt fram og nýjar auðlindir sem áður þóttu einskis virði verða verðmætar. Þetta krefst þess að Ísland bregðist við með skýrum og sanngjörnum lögum sem horfa fram á veginn. Sjórinn, fiskurinn og ábyrgðin Sjórinn umhverfis Ísland hefur verið nýttur um aldir og veiðiréttur er nú bundinn í kvótakerfi til að tryggja sjálfbæra nýtingu. Hins vegar eru ójafnvægi og spurningar um nýtingu, eignarhald og ábyrgð: Ólíkar veiðiaðferðir, ólík áhrif: Veiðar með botnvörpu geta skaðað sjávarbotn, búsvæði og fæðukeðju fiskanna. Á meðan valda veiðar með línu eða uppsjávarveiðafærum minni spjöllum. Engin raunveruleg lagaleg aðgreining er á milli þessara aðferða þegar kemur að umhverfisábyrgð. Eignarhald eða réttindi? Hafið innan 200 mílna telst innan lögsögu Íslands, en réttindin eru úthlutuð einkaaðilum með kvóta. Spurt er hvort þjóðin fái réttmætt endurgjald fyrir þessa nýtingu eða hvort réttindin séu of einhliða gefin til fárra aðila án nægrar samfélagslegrar ábyrgðar. Hver ber ábyrgð gagnvart fólki í sjávarþorpum sem kvóti er seldur úr? Um þetta er deilt í dag og læt ég aðra um það. Búvörulög þurfa einnig að vera innan þess lagaramma og í samræmi við önnur lög sem taka á auðlindamálum. Loft, vindur og sjávarföll – Ónýttar og óskilgreindar auðlindir Í íslenskum lögum er eignarhald lands skilgreint niður að miðju jarðar. Það nær yfir jarðhita, málma og annað sem þar finnst. En hvað með það sem er fyrir ofan landið? Loftið og vindurinn: Það er ekki ljóst hver á réttinn til að nýta loftið yfir landi, t.d. með vindmyllum. Með vaxandi nýtingu vindorku þarf að skýra hvort landeigendur eigi rétt til leigu, gjalda eða hagnýtingar á vindinum – eða hvort slíkt eigi að vera sameign þjóðarinnar. Sjávarföll og orka: Landeigendur eiga land út að 100 metrum frá stórstraumsfjöru. Geta þeir einir ráðið nýtingu sjávarfalla til orkuframleiðslu á þessu svæði? Hver verndar almenna hagsmuni gagnvart einkaframtaki á þessum svæðum? Andrúmsloft, vatn og skordýr– auðlindir framtíðarinnar Loft og vatn hafa lengi verið talin sjálfsögð réttindi allra. En þróunin bendir til annars: Loft til öndunar: Með aukinni mengun, tækniþróun og lofthreinsikerfum gæti komið að því að menn greiði fyrir hreint loft. Vatn úr náttúrunni: Sama má segja um aðgengi að hreinu drykkjarvatni úr lækjum eða jörðu. Ef einkaaðilar sækja um leyfi til vatnsöflunar, hver ver þá almannaeign eða tryggir aðgang allra eða á það að verða söluvara? Skordýr hafa verið notuð hér lengi til manneldis svo sem í hunangsræktun. Margs Konar skordýr hafa að geyma efni sem við þurfum. Mörg eru nú þegar notuð til manneldis víða um heim t.d. Engisprettur. Lög þurfa að skilgreina þessi réttindi áður en markaðsvæðing eða einkavæðing þessara grunnþarfa verður staðreynd. Jarðalög og vatnalög ásamt veiði og sjávarútvegs lögum taka ekki á nema hluta af þessum atriðum. Ábyrgð á náttúruvá og eignaábyrgð Í dag ber verslunareigandi ábyrgð ef viðskiptavinur dettur í hálku fyrir framan verslun. Hálka er samt hluti af náttúrunni okkar. En þegar náttúran „sjálf“ veldur tjóni, t.d. með eldgosum, skriðuföllum eða jarðskjálfta, er ábyrgðin óljós: Ábyrgð landeiganda? Er eðlilegt að eigandi jarðar beri ábyrgð á tjóni sem af náttúruvá hlýst frá landi hans? Eða er það samfélagið í heild sem ber áhættuna? Ósamræmi í ábyrgð: Þetta sýnir ósamræmi í núverandi lögum og þörf á að samræma ábyrgð, hvort sem um er að ræða mannleg mistök, veðurfar eða náttúruvá. Framtíðarsýn og áskorun til stjórnvalda Framtíðin mun leiða til nýrra auðlinda og nýrrar tækni sem kallar á skýr lög um eignarhald, nýtingu og samfélagslega ábyrgð. Því þarf að setja: Skýr heildar ákvæði um eignarhald og nýtingu sjávar, lands, lofts, vatns, vinds og orku. Reglur um ábyrgð vegna skemmda og náttúruáhrifa. Tryggingu fyrir að nýting auðlinda verði sanngjörn, sjálfbær og samfélaginu í hag. Grunnþarfir lífs – eins og loft og vatn – verði einkavæddar án samfélagslegrar umræðu og réttlætis. Ísland stendur frammi fyrir stórri löggjafaráskorun. Hvort sem um er að ræða fisk í sjónum, bústofn og landnýtingu, vind í loftinu, sjávarföll eða vatn í ám og lækjum, þá þarf að tryggja að auðlindir Íslands séu nýttar með ábyrgð og í þágu atvinnulífs og allra landsmanna. Það er skylda okkar í dag að móta lög sem standast tímans tönn og þjóna hagsmunum framtíðarinnar. Höfundur er löggiltur fasteignasali.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun