„Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2025 07:01 Dominykas Milka, til vinstri, hefur spilað á Íslandi í langan tíma en erlendum leikmönnum hefur fjölgað mikið síðan að hann kom fyrst. Vísir/Anton Brink Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum. Grímur er ekki hrifinn af þeirri ákvörðun sem stjórn KKÍ tók um helgina sem var að gera þá breytingu að lið megi vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu og allir megi vera inn á vellinum. Um er að ræða eitt Kana ígildi en opið fyrir bæði Bosman A og B-leikmenn. Ákvörðunin var tekin út frá ályktunartillögu sem kom á síðasta þingi KKÍ. „Þar var stjórn KKÍ hvött til þess að skoða málið og reyna að fækka erlendum leikmönnum,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, við Vísi en Grímur er ekki ánægður með niðurstöðuna. Grímur skrifað pistil á Fésbókinni þar sem hann fór yfir sína sýn á útlendingamálin í íslenskum körfubolta. „Á síðasta þingi Körfuknattleikshreyfingarinnar var ályktun um að tveir íslenskir leikmenn þyrftu alltaf að vera inni á vellinum í hvoru liði. Tillaga um einn íslenskan leikmann var hins vegar felld með þorra atkvæða. Stjórn KKÍ ákvað hins vegar að hlusta á minnihlutann og heimila fjóra erlenda leikmenn,“ byrjaði Grímur pistil sinn og hann telur þessa ákvörðun stjórnar KKÍ vera stórundarlega og skaðlega. Hann birti tölur yfir fjölda útlendinga og breytingu á þeim á síðustu sjö árum. „Íslenskum leikmönnum hefur því fækkað í deildunum tveimur um 77 á þessu tímabili. Erlendum leikmönnum hefur fjölgað um 60 frá 2018,“ skrifar Grímur. „Það er vandséð hvernig körfuknattleikshreyfingin getur réttlætt það fyrir yngri iðkendum og foreldrum þeirra að þetta sé íslenskum körfubolta fyrir bestu. Opinber stuðningur við hreyfingu, sem borgar meira en milljarð árlega í kostnað vegna erlendra leikmanna, hlýtur að verða endurskoðaður á næstunni,“ skrifar Grímur. Hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta sínum afskiptum af körfunni eftir áratugalangt sjálfboðastarf. „Það verður líka ansi holur hljómur í rökum íþróttahreyfingunni í yfirstandandi skatta viðræðunum við hið opinbera þegar allt rassvasabixið sem þessi rekstur er verður skoðaður. Sjálfboðaliðar hafa um langt árabil komið úr röðum leikmanna, foreldra og annarra aðstandenda leikmanna. Ég er einn þessara sjálfboðaliða og sl. 15 ár hef ég sett ansi marga klukkutíma í starf fyrir félög barnanna minna og mitt eigið. Það stoppar núna hjá mér og það kæmi mér ekki á óvart ef fleiri sem staðið hafa í þessu sl. ár og áratugi geri slíkt hið sama. Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile, Dinkins, Medina, Okeke, Devos og hinna 130 erlendu leikmannanna sem spiluðu á Íslandi í vetur hljóta að koma sterk inn í hausti,“ skrifar Grímur en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Grímur er ekki hrifinn af þeirri ákvörðun sem stjórn KKÍ tók um helgina sem var að gera þá breytingu að lið megi vera með fjóra erlenda leikmenn á skýrslu og allir megi vera inn á vellinum. Um er að ræða eitt Kana ígildi en opið fyrir bæði Bosman A og B-leikmenn. Ákvörðunin var tekin út frá ályktunartillögu sem kom á síðasta þingi KKÍ. „Þar var stjórn KKÍ hvött til þess að skoða málið og reyna að fækka erlendum leikmönnum,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, við Vísi en Grímur er ekki ánægður með niðurstöðuna. Grímur skrifað pistil á Fésbókinni þar sem hann fór yfir sína sýn á útlendingamálin í íslenskum körfubolta. „Á síðasta þingi Körfuknattleikshreyfingarinnar var ályktun um að tveir íslenskir leikmenn þyrftu alltaf að vera inni á vellinum í hvoru liði. Tillaga um einn íslenskan leikmann var hins vegar felld með þorra atkvæða. Stjórn KKÍ ákvað hins vegar að hlusta á minnihlutann og heimila fjóra erlenda leikmenn,“ byrjaði Grímur pistil sinn og hann telur þessa ákvörðun stjórnar KKÍ vera stórundarlega og skaðlega. Hann birti tölur yfir fjölda útlendinga og breytingu á þeim á síðustu sjö árum. „Íslenskum leikmönnum hefur því fækkað í deildunum tveimur um 77 á þessu tímabili. Erlendum leikmönnum hefur fjölgað um 60 frá 2018,“ skrifar Grímur. „Það er vandséð hvernig körfuknattleikshreyfingin getur réttlætt það fyrir yngri iðkendum og foreldrum þeirra að þetta sé íslenskum körfubolta fyrir bestu. Opinber stuðningur við hreyfingu, sem borgar meira en milljarð árlega í kostnað vegna erlendra leikmanna, hlýtur að verða endurskoðaður á næstunni,“ skrifar Grímur. Hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta sínum afskiptum af körfunni eftir áratugalangt sjálfboðastarf. „Það verður líka ansi holur hljómur í rökum íþróttahreyfingunni í yfirstandandi skatta viðræðunum við hið opinbera þegar allt rassvasabixið sem þessi rekstur er verður skoðaður. Sjálfboðaliðar hafa um langt árabil komið úr röðum leikmanna, foreldra og annarra aðstandenda leikmanna. Ég er einn þessara sjálfboðaliða og sl. 15 ár hef ég sett ansi marga klukkutíma í starf fyrir félög barnanna minna og mitt eigið. Það stoppar núna hjá mér og það kæmi mér ekki á óvart ef fleiri sem staðið hafa í þessu sl. ár og áratugi geri slíkt hið sama. Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile, Dinkins, Medina, Okeke, Devos og hinna 130 erlendu leikmannanna sem spiluðu á Íslandi í vetur hljóta að koma sterk inn í hausti,“ skrifar Grímur en það má sjá allan pistil hans hér fyrir neðan.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira