„Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Árni Gísli Magnússon skrifar 11. maí 2025 20:38 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, sér liðið ekki vera lengi i botnsætinu með svona spilamennsku. vísir/Hulda Margrét KA-menn sitja áfram í botnsæti Bestu deildar karla eftir tap á móti Blikum en þjálfarinn var ánægður með spilamennsku liðsins. Breiðablik sigraði KA 1-0 í fimmtu umferð Bestu deildar karla á Akureyri í dag. Aron Bjarnason skoraði eina mark leiksins snemma í fyrri hálfleik. KA menn fengu nokkur tækifæri til að koma boltanum í netið en árangurs. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var mjög ánægður þrátt fyrir tap og segir sitt lið hafa verið frábært. „Bara svekktur. Mjög flott frammistaða í dag, við erum sterkir heima og vorum það líka í dag og erum mjög svekktir að hafa ekki farið með eitthvað úr þessum leik því að það var ekki sanngjarnt.”Blikar voru mikið meira með boltann án þess þó að skapa sér mikið. Var Hallgrímur ósáttur með lið hans hafi ekki herjað meira á Breiðablik og gert meira úr leiknum? Herjuðum vel á þá „Nei alls ekki, bara herjuðum vel á þá. Okkar taktík var að vera aðeins aftarlega og það gekk bara fullkomlega upp. Þeir skora hérna eftir horn, við erum ellefu í okkar teig, vel gert hjá þeim, heppni eitthvað. Rúllar undir okkur og inn. Við sköpum hérna dauðafæri, Viðar, sem Anton ver glæsilega. Þeir bjarga á línu eftir horn. Við vildum fá víti þannig virkilega virkilega flottir og þetta er sú frammistaða og sá vilji sem ég var að kalla eftir og ég fékk það í dag og er bara gríðarlega ánægður með strákana. Þetta er ekki flókið, ef við mætum svona í leiki þá gerast góðir hlutir og við munum fá fullt af stigum því við mættum virkilega góðu liði í dag og mér finnst þeir fara mjög ósanngjarnt heim með þrjú stig.” Það voru nokkur hávær köll frá KA mönnum þar sem þeir vildu fá m.a. víti og rautt spjald í sitt hvoru atvikinu. Fannst Hallgrími halla á sitt lið í dag? Svo fengu þeir að tefja rosalega mikið „Ég veit það ekki. Bara sagði það sem mér fannst á línunni. Mér fannst þetta vera brot og svo fengu þeir að tefja rosalega mikið og skipting alls konar bull og bætt við fjórum mínútum sem mér fannst óskiljanlegt en ég ætla ekki að kvarta mikið yfir því. Bara ánægður með strákana, virkilega flott frammistaða og við áttum skilið að fá meira úr þessum leik og ég held að það sjái allir sem horfðu á liðið í dag að þetta er KA liðið sem við viljum sjá.” Fyrir leik gaf Hallgrímur í skyn að Hallgrímur Mar, Hrannar Björn og Jóan Símun hafi ekki verið í byrjunarliðinu í dag vegna vinnuframlags í síðsta leik og var því spurður hvernig honum hafi fundist innkoma Hallgríms Mars og Jóan Símun sem komu inn á í síðari hálfleik. Ljónheppnir að við skorum ekki „Bara flottir, komu inn á, unnu vel fyrir liðið og sköpuðu. Eins og ég segi við lágum við á þeim í lokin og þeir eru ljónheppnir að við skorum ekki, það var ekkert annað en það, þannig bara virkilega ánægður með þá. Ef maður leggur sig mikið fram þá eru miklar líkur á að þú fáir að spila.” „Jú. Eða svara fyrir þetta? Við eigum bara frábæra frammistöðu”, sagði Hallgrímur aðspurður hvort það væri ekki gott að fá heimaleik strax á fimmtudaginn þegar KA og Fram mætast í 16-liða úrslitum mjólkurbikarsins og hélt áfram: „Ég hlakka bara til að eiga aðra eins góða frammistöðu gegn Fram og þá eigum við virkilega flott möguleika á að fara áfram og þetta er keppni sem okkur þykir vænt um og unnum bikarinn í fyrra og okkur langar rosalega að fara langt og það mun sjást á fimmtudaginn.” Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Breiðablik sigraði KA 1-0 í fimmtu umferð Bestu deildar karla á Akureyri í dag. Aron Bjarnason skoraði eina mark leiksins snemma í fyrri hálfleik. KA menn fengu nokkur tækifæri til að koma boltanum í netið en árangurs. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var mjög ánægður þrátt fyrir tap og segir sitt lið hafa verið frábært. „Bara svekktur. Mjög flott frammistaða í dag, við erum sterkir heima og vorum það líka í dag og erum mjög svekktir að hafa ekki farið með eitthvað úr þessum leik því að það var ekki sanngjarnt.”Blikar voru mikið meira með boltann án þess þó að skapa sér mikið. Var Hallgrímur ósáttur með lið hans hafi ekki herjað meira á Breiðablik og gert meira úr leiknum? Herjuðum vel á þá „Nei alls ekki, bara herjuðum vel á þá. Okkar taktík var að vera aðeins aftarlega og það gekk bara fullkomlega upp. Þeir skora hérna eftir horn, við erum ellefu í okkar teig, vel gert hjá þeim, heppni eitthvað. Rúllar undir okkur og inn. Við sköpum hérna dauðafæri, Viðar, sem Anton ver glæsilega. Þeir bjarga á línu eftir horn. Við vildum fá víti þannig virkilega virkilega flottir og þetta er sú frammistaða og sá vilji sem ég var að kalla eftir og ég fékk það í dag og er bara gríðarlega ánægður með strákana. Þetta er ekki flókið, ef við mætum svona í leiki þá gerast góðir hlutir og við munum fá fullt af stigum því við mættum virkilega góðu liði í dag og mér finnst þeir fara mjög ósanngjarnt heim með þrjú stig.” Það voru nokkur hávær köll frá KA mönnum þar sem þeir vildu fá m.a. víti og rautt spjald í sitt hvoru atvikinu. Fannst Hallgrími halla á sitt lið í dag? Svo fengu þeir að tefja rosalega mikið „Ég veit það ekki. Bara sagði það sem mér fannst á línunni. Mér fannst þetta vera brot og svo fengu þeir að tefja rosalega mikið og skipting alls konar bull og bætt við fjórum mínútum sem mér fannst óskiljanlegt en ég ætla ekki að kvarta mikið yfir því. Bara ánægður með strákana, virkilega flott frammistaða og við áttum skilið að fá meira úr þessum leik og ég held að það sjái allir sem horfðu á liðið í dag að þetta er KA liðið sem við viljum sjá.” Fyrir leik gaf Hallgrímur í skyn að Hallgrímur Mar, Hrannar Björn og Jóan Símun hafi ekki verið í byrjunarliðinu í dag vegna vinnuframlags í síðsta leik og var því spurður hvernig honum hafi fundist innkoma Hallgríms Mars og Jóan Símun sem komu inn á í síðari hálfleik. Ljónheppnir að við skorum ekki „Bara flottir, komu inn á, unnu vel fyrir liðið og sköpuðu. Eins og ég segi við lágum við á þeim í lokin og þeir eru ljónheppnir að við skorum ekki, það var ekkert annað en það, þannig bara virkilega ánægður með þá. Ef maður leggur sig mikið fram þá eru miklar líkur á að þú fáir að spila.” „Jú. Eða svara fyrir þetta? Við eigum bara frábæra frammistöðu”, sagði Hallgrímur aðspurður hvort það væri ekki gott að fá heimaleik strax á fimmtudaginn þegar KA og Fram mætast í 16-liða úrslitum mjólkurbikarsins og hélt áfram: „Ég hlakka bara til að eiga aðra eins góða frammistöðu gegn Fram og þá eigum við virkilega flott möguleika á að fara áfram og þetta er keppni sem okkur þykir vænt um og unnum bikarinn í fyrra og okkur langar rosalega að fara langt og það mun sjást á fimmtudaginn.”
Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira