Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius og Ingibjörg Áskelsdóttir skrifa 12. maí 2025 11:30 Félag fornleifafræðinga og Félag norrænna forvarða á Íslandi eru uggandi yfir nýlegum uppsögnum starfsmanna Þjóðminjasafns Íslands. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið var sagt upp á einu bretti. Þetta eru sérfræðingar sem sumir hverjir hafa starfað fyrir safnið í meira en áratug. Þau hafa sinnt mikilvægu starfi innan veggja safnsins í þágu allrar þjóðarinnar, enda fornminjar þjóðareign. Þetta er áfall fyrir það góða starf sem fornleifafræðingar og forverðir hafa unnið innan safnsins allt frá stofnun þess og finnst okkur hart vegið að stéttunum með þessum uppsögnum. Gefnar ástæður fyrir uppsögnunum eru hagræðingar og áherslubreytingar innan safnsins. Félögin gera sér grein fyrir að hagræðingar þurfi að eiga sér stað en að fórna þurfi störfum fornleifafræðinga og forvarða innan Þjóðminjasafnsins til þess að skapa nýjar stöður í staðinn er ósanngjarnt, og þá sérstaklega innan höfuðvígis okkar, Þjóðminjasafnsins. Þetta er mikil blóðtaka fyrir fögin, enda ekki margar fastar stöður innan þeirra í boði á Íslandi. Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, “sérfræðingur fornminja”, og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum. Bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands, töluvert fámennari þjóðir, hafa fleiri fornleifafræðinga innanhúss en Þjóðminjasafn Íslands. Enn fremur er einungis einn “forvörður í munasafni” eftir á safninu sem á að sinna forvörslu á öllum fornmunum, bæði þeim sem koma inn úr fornleifarannsóknum og Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga þarfnast í mörgum tilfellum björgunar samstundis, en ekki síður að viðhalda ástandi þeirra gripa sem nú þegar eru í vörslu safnsins og koma í veg fyrir að þeir skemmist. Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs. Þjóðminjasafnið þarf að sinna skyldum sínum eins og kveður á í lögum um menningarminjar (80/2012) um móttöku og varðveislu fornminja, og telja félögin að óraunhæft sé að leggja þá ábyrgð á einungis tvo starfsmenn. Þar að auki er Þjóðminjasafnið eitt af höfuðsöfnum Íslands og á að heita háskólastofnun en því fylgja ákveðnar skyldur. Safnið á að vera miðstöð varðveislu og rannsókna menningarminja og hafa forystu í málefnum á sínu sviði. Þessar uppsagnir eru til marks um algjört áhugaleysi á fræðilegri uppbyggingu og draga þær úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings. Ljóst er að atburðir undanfarinna daga hafa dregið úr trausti okkar gagnvart Þjóðminjasafni Íslands og þeim skyldum sem það á að gegna. Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni. Snædís Sunna Thorlacius fyrir hönd Félags fornleifafræðinga.Ingibjörg Áskelsdóttir fyrir hönd NKF-Ísland, Félag norrænna forvarða á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Söfn Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Félag fornleifafræðinga og Félag norrænna forvarða á Íslandi eru uggandi yfir nýlegum uppsögnum starfsmanna Þjóðminjasafns Íslands. Helmingi þess fólks sem er menntað í fornleifafræði og starfar við Þjóðminjasafnið var sagt upp á einu bretti. Þetta eru sérfræðingar sem sumir hverjir hafa starfað fyrir safnið í meira en áratug. Þau hafa sinnt mikilvægu starfi innan veggja safnsins í þágu allrar þjóðarinnar, enda fornminjar þjóðareign. Þetta er áfall fyrir það góða starf sem fornleifafræðingar og forverðir hafa unnið innan safnsins allt frá stofnun þess og finnst okkur hart vegið að stéttunum með þessum uppsögnum. Gefnar ástæður fyrir uppsögnunum eru hagræðingar og áherslubreytingar innan safnsins. Félögin gera sér grein fyrir að hagræðingar þurfi að eiga sér stað en að fórna þurfi störfum fornleifafræðinga og forvarða innan Þjóðminjasafnsins til þess að skapa nýjar stöður í staðinn er ósanngjarnt, og þá sérstaklega innan höfuðvígis okkar, Þjóðminjasafnsins. Þetta er mikil blóðtaka fyrir fögin, enda ekki margar fastar stöður innan þeirra í boði á Íslandi. Eftir uppsagnirnar er ein staða fornleifafræðings eftir við Þjóðminjasafnið, “sérfræðingur fornminja”, og á sá aðili einn að sjá um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu úr fornleifarannsóknum og hafa yfirsýn yfir þá. Engin eiginleg staða fornleifafræðings, í hinum hefðbundna skilningi, hefur verið við safnið í áratugi, þó að þar hafi margir sérfræðingar með menntun í fornleifafræði sinnt ýmsum mikilvægum störfum. Bæði þjóðminjasafn Færeyja og Grænlands, töluvert fámennari þjóðir, hafa fleiri fornleifafræðinga innanhúss en Þjóðminjasafn Íslands. Enn fremur er einungis einn “forvörður í munasafni” eftir á safninu sem á að sinna forvörslu á öllum fornmunum, bæði þeim sem koma inn úr fornleifarannsóknum og Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga þarfnast í mörgum tilfellum björgunar samstundis, en ekki síður að viðhalda ástandi þeirra gripa sem nú þegar eru í vörslu safnsins og koma í veg fyrir að þeir skemmist. Til samanburðar störfuðu árið 1985 þrír forverðir hjá safninu en þá fóru miklu færri fornleifarannsóknir fram árlega en í dag. Ráðamenn verða að gera sér grein fyrir því hversu lítið má út af bregða til þess að fornminjar sitji undir skemmdum vegna manneklu og óttumst við að það verði þekkingartap á Þjóðminjasafninu á sviði fornminja með svo fáa fornleifafræðinga og forverði innanborðs. Þjóðminjasafnið þarf að sinna skyldum sínum eins og kveður á í lögum um menningarminjar (80/2012) um móttöku og varðveislu fornminja, og telja félögin að óraunhæft sé að leggja þá ábyrgð á einungis tvo starfsmenn. Þar að auki er Þjóðminjasafnið eitt af höfuðsöfnum Íslands og á að heita háskólastofnun en því fylgja ákveðnar skyldur. Safnið á að vera miðstöð varðveislu og rannsókna menningarminja og hafa forystu í málefnum á sínu sviði. Þessar uppsagnir eru til marks um algjört áhugaleysi á fræðilegri uppbyggingu og draga þær úr trúverðugleika safnsins sem vísindastofnunar. Einnig vekur það furðu félaganna að þjóðminjavörður skuli láta hafa eftir sér að enn starfi fimm fornleifafræðingar við safnið og það sé áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu, þegar staðreyndin er sú að enginn þessara fornleifafræðinga situr í raunverulegri stöðu fornleifafræðings. Ljóst er að atburðir undanfarinna daga hafa dregið úr trausti okkar gagnvart Þjóðminjasafni Íslands og þeim skyldum sem það á að gegna. Þar af leiðandi hvetja félögin til þess að uppsagnirnar verði endurskoðaðar tafarlaust og viljum við minna stjórnendur safnsins á að bera hag menningararfs íslensku þjóðarinnar fyrir brjósti við stefnumótun þess í framtíðinni. Snædís Sunna Thorlacius fyrir hönd Félags fornleifafræðinga.Ingibjörg Áskelsdóttir fyrir hönd NKF-Ísland, Félag norrænna forvarða á Íslandi.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar