Körfubolti

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hannes er framkvæmdastóri KKÍ í dag.
Hannes er framkvæmdastóri KKÍ í dag. vísir/lýður

Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma.

Um helgina ákvað stjórn KKÍ að gera breytingu á reglum varðandi erlenda leikmenn. Fjórir leikmenn mega vera á leikskýrslu. Þar má áfram aðeins vera einn Bandaríkjamaður í hverju liði og síðan þrír Evrópubúar. Í fyrri reglu máttu aðeins Bosman A leikmenn vera í hóp sem eru leikmenn með vegabréf innan EES. Nú hefur þeirri reglu einnig verið breytt og því allir leikmenn innan Evrópu nú leyfilegir, Bosman A og Bosman B.

„Það er ekki bara á Íslandi þar sem er verið að ræða þessi málefni erlendra leikmanna. Þetta er til umræðu alltaf í Evrópu, kannski aðeins oftar hér og kannski svona á hverju einasta ári,“ segir Hannes S Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ í Sportpakkanum í gærkvöldi en með nýrri reglu vonast Hannes að það komi meiri stöðuleiki á málið innan hreyfingarinnar.

Á síðasta ársþingi KKÍ var þingsártillaga frá félögunum samþykkt með töluverðum meirihluta og þá átti að vinna nýja reglu með því að leiðarljósi að alltaf yrðu tveir Íslendingar í hverju liði á vellinum.

„Við erum þarna að taka einnig tillit til þriggja ára reglunnar sem tæki mig ansi langan tíma að útskýra í þessu viðtali. En það hefði verið margir leikmenn á þeirri reglu. Við horfðum þá á það þannig að í rauninni yrði ekki fækkun á erlendum leikmönnum ef þessi þriggja ára regla yrði enn þá inni og við erum bara að hætta með hana, hún er ekki til lengur,“ segir Hannes en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

Þegar átt er við þriggja ára regluna þá er verið að tala um evrópska leikmenn sem höfðu verið í íslenskri deildarkeppni í þrjú ár eða lengur töldust í raun sem Íslendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×