Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. maí 2025 22:32 Xabi hefur feril sinn sem þjálfari Real Madríd í Bandaríkjunum. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Xabi Alonso fær ekki langt sumarfrí eftir að tímabilinu í Þýskalandi lýkur um næstu helgi. Kappinn er nefnilega að taka við Real Madríd og þarf að gera það áður en HM félagsliða hefst þann 15. júní næstkomandi. Fyrr í dag var staðfest að Carlo Ancelotti, núverandi þjálfari Real Madríd, muni taka við landsliði Brasilíu. Sky í Þýskalandi er svo meðal þeirra miðla sem hafa greint frá því að hinn 43 ára gamli Alonso taki við af Ancelotti en sá orðrómur hefur verið hávær undanfarna mánuði. Alonso hefur gert frábæra hluti með Bayer Leverkusen. Undir hans stjórn varð liðið til að mynda Þýskalandsmeistari á síðustu leiktíð, bikarmeistari og fór alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem það mátti þola sitt eina tap á leiktíðinni. Það hefur gengið illa að fylgja þessu draumatímabili eftir en Alonso er enn talinn einn mest spennandi þjálfari heims. Hann lék með Real Madríd frá 2009 til 2014 og er nú á leið aftur til Madrídar. Það er talið að Alonso hefði viljað fá örlítið lengra sumarfrí sem og lengri tíma til að undirbúa sig fyrir næsta tímabil en það er einfaldlega ekki í boði. Real vill fá Alonso nær strax eftir að deildarkeppninni lýkur þar sem það þarf að undirbúa liðið fyrir HM félagsliða sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar. Hefur keppnin verið á milli tannanna á fólki þar sem leikmenn á hæsta getustigi hafa kvartað yfir skorti á frídögum og miklu álagi. Þeir hafa ef til vill eitthvað til síns máls en ef við teljum leikina á HM félagsliða með tímabilinu 2024-25 þá hefur Real Madríd til að mynda spilað 66 leiki í öllum keppnum áður en leikar hefjast í Bandaríkjunum. Fyrsti leikur Real Madríd undir stjórn Xabi Alonso fer fram í Miami þann 18. júní þegar spænski risinn mætir Al Hilal frá Sádi-Arabíu. Fótbolti Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira
Fyrr í dag var staðfest að Carlo Ancelotti, núverandi þjálfari Real Madríd, muni taka við landsliði Brasilíu. Sky í Þýskalandi er svo meðal þeirra miðla sem hafa greint frá því að hinn 43 ára gamli Alonso taki við af Ancelotti en sá orðrómur hefur verið hávær undanfarna mánuði. Alonso hefur gert frábæra hluti með Bayer Leverkusen. Undir hans stjórn varð liðið til að mynda Þýskalandsmeistari á síðustu leiktíð, bikarmeistari og fór alla leið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem það mátti þola sitt eina tap á leiktíðinni. Það hefur gengið illa að fylgja þessu draumatímabili eftir en Alonso er enn talinn einn mest spennandi þjálfari heims. Hann lék með Real Madríd frá 2009 til 2014 og er nú á leið aftur til Madrídar. Það er talið að Alonso hefði viljað fá örlítið lengra sumarfrí sem og lengri tíma til að undirbúa sig fyrir næsta tímabil en það er einfaldlega ekki í boði. Real vill fá Alonso nær strax eftir að deildarkeppninni lýkur þar sem það þarf að undirbúa liðið fyrir HM félagsliða sem fram fer í Bandaríkjunum í sumar. Hefur keppnin verið á milli tannanna á fólki þar sem leikmenn á hæsta getustigi hafa kvartað yfir skorti á frídögum og miklu álagi. Þeir hafa ef til vill eitthvað til síns máls en ef við teljum leikina á HM félagsliða með tímabilinu 2024-25 þá hefur Real Madríd til að mynda spilað 66 leiki í öllum keppnum áður en leikar hefjast í Bandaríkjunum. Fyrsti leikur Real Madríd undir stjórn Xabi Alonso fer fram í Miami þann 18. júní þegar spænski risinn mætir Al Hilal frá Sádi-Arabíu.
Fótbolti Spænski boltinn HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Sjá meira