Fótbolti

Ís­lendingaliðið sló ó­vænt stór­lið Bodø/Glimt úr bikarnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Davíð Snær lék vel í kvöld.
Davíð Snær lék vel í kvöld. Álasund

Íslendingalið Álasund gerði sér lítið fyrir og sló Noregsmeistara Bodø/Glimt út þegar liðin mættust í 32-liða úrslitum norsku bikarkeppni karla.

Íslendingaliðið leikur í B-deildinni í Noregi og því um magnað afrek að ræða. Bodø/Glimt fór alla leið í undanúrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið beið lægri hlut gegn Tottenham Hotspur. Gengi liðsins í upphafi leiktíðar í Noregi hefur hins vegar ekki verið frábært enda liðið í raun ekki fengið frí síðan síðasta leiktíð hófst.

Davíð Snær Jóhannesson var í byrjunarliði Álasunds og lagði upp sigurmark Marius Andersen á 52. mínútu. Ólafur Guðmundsson var einnig í byrjunarliðinu en hann var tekinn af velli þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Álasund mætir öðru Íslendingaliði, HamKam, í 16-liða úrslitum. Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Ari Jónsson leika með liðinu sem er í efstu deild.

Þá kom Hinrik Harðarson inn af varamannabekknum hjá Odd og skoraði í 3-1 sigri á Konsvinger í norsku B-deildinni. Odd er með 10 stig í 5. sæti eftir sex leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×