Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Stefán Árni Pálsson skrifar 14. maí 2025 07:30 Viktor Gísli leikur með Barcelona frá og með næsta tímabili. vísir/vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson hefur samið við eitt besta handboltalið heims. Hann gerir tveggja ára samning við Barcelona. Viktor yfirgefur Wisla Plock í Póllandi eftir tímabilið og gengur í raðir Evrópu- og Spánarmeistaranna. Viktor hefur verið orðaður við Barcelona í töluverðan tíma og nú hefur eitt versta geymda leyndarmál handboltans verið staðfest. „Ég viðurkenndi aldrei neitt þegar fólk var að spyrja mig en ég gat auðvitað ekkert stoppað þetta þegar fólk byrjaði að gruna hluti. Barcelona bíður alltaf mjög lengi með að tilkynna nýja leikmenn en þetta var orðið nokkuð augljóst undir lokin. Þetta kannski því ekki alveg jafn súrealískt fyrir mig núna og þegar þetta gerðist fyrst,“ segir Viktor sem var í raun búinn að semja við liðið fyrir nokkrum mánuðum. Spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas fer til Kiel eftir tímabilið og Viktor mun fylla hans skarð hjá Barcelona og mynda markvarðateymi liðsins með Dananum Emil Nielsen. Besti markvörður heims „Þetta er líklega besti markvörður heims í dag og er búinn að vera frábær með Barcelona og danska landsliðinu. Ég hlakka til að fylgjast með honum og læra vonandi hluti frá honum og setja inn í minn leik. Ég þekki hann aðeins og hef verið í samskiptum við hann.“ Viktor verður fjórði Íslendingurinn til að spila fyrir Barcelona á eftir Viggó Sigurðssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni og Aroni Pálmarssyni. „Þegar þetta kom fyrst upp á borðið heyrði ég í Aroni og Guðjóni Val líka og þeir mældu hiklaust með þessu og sögðu að þetta væri frábær staður til að búa á og frábær klúbbur líka.“ Barcelona hefur unnið spænsku deildina öll tímabil síðan 2010-11 og vann Meistaradeild Evrópu í fyrra, í tólfta sinn. Barcelona er komið í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar á þessu tímabili og mætir Íslendingaliði Magdeburg í undanúrslitunum. „Það er skilyrði að vinna hvern einasta leik og það hefur alltaf verið draumurinn að spila fyrir þennan klúbb. Maður ætlaði nú fyrst að gera það með fótboltaliðinu en handboltinn verður bara að duga,“ segir Viktor léttur. Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Viktor yfirgefur Wisla Plock í Póllandi eftir tímabilið og gengur í raðir Evrópu- og Spánarmeistaranna. Viktor hefur verið orðaður við Barcelona í töluverðan tíma og nú hefur eitt versta geymda leyndarmál handboltans verið staðfest. „Ég viðurkenndi aldrei neitt þegar fólk var að spyrja mig en ég gat auðvitað ekkert stoppað þetta þegar fólk byrjaði að gruna hluti. Barcelona bíður alltaf mjög lengi með að tilkynna nýja leikmenn en þetta var orðið nokkuð augljóst undir lokin. Þetta kannski því ekki alveg jafn súrealískt fyrir mig núna og þegar þetta gerðist fyrst,“ segir Viktor sem var í raun búinn að semja við liðið fyrir nokkrum mánuðum. Spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Pérez de Vargas fer til Kiel eftir tímabilið og Viktor mun fylla hans skarð hjá Barcelona og mynda markvarðateymi liðsins með Dananum Emil Nielsen. Besti markvörður heims „Þetta er líklega besti markvörður heims í dag og er búinn að vera frábær með Barcelona og danska landsliðinu. Ég hlakka til að fylgjast með honum og læra vonandi hluti frá honum og setja inn í minn leik. Ég þekki hann aðeins og hef verið í samskiptum við hann.“ Viktor verður fjórði Íslendingurinn til að spila fyrir Barcelona á eftir Viggó Sigurðssyni, Guðjóni Val Sigurðssyni og Aroni Pálmarssyni. „Þegar þetta kom fyrst upp á borðið heyrði ég í Aroni og Guðjóni Val líka og þeir mældu hiklaust með þessu og sögðu að þetta væri frábær staður til að búa á og frábær klúbbur líka.“ Barcelona hefur unnið spænsku deildina öll tímabil síðan 2010-11 og vann Meistaradeild Evrópu í fyrra, í tólfta sinn. Barcelona er komið í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar á þessu tímabili og mætir Íslendingaliði Magdeburg í undanúrslitunum. „Það er skilyrði að vinna hvern einasta leik og það hefur alltaf verið draumurinn að spila fyrir þennan klúbb. Maður ætlaði nú fyrst að gera það með fótboltaliðinu en handboltinn verður bara að duga,“ segir Viktor léttur.
Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira