Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­ein­vígið og Benóný Breki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ægir Þór Steinarsson var magnaður í síðasta leik.
Ægir Þór Steinarsson var magnaður í síðasta leik. Vísir/Hulda Margrét

Úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta er í aðalhlutverki á rásum Stöðvar 2 Sport í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.30 er þriðji leikur Tindatóls og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta á dagskrá. Staðan í einvíginu er 1-1 og spennan óbærileg.

Að leik loknum – klukkan 21.00 – er Körfuboltakvöld á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 18.50 hefst útsending frá leik Stockport County og Leyton Orient í umspilinu um sæti í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Framherjinn Benóný Breki Andrésson leikur með Stockport. Um er að ræða síðari leik liðanna, þeim fyrri lauk með 2-2 jafntefli.

Klukkan 23.05 er leikur Maple Leafs og Panthers í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×