„Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. maí 2025 20:35 Margrét Kristín Pálsdóttir hefur tekið við embætti Úlfars Lúðvíkssonar. Vísir/Samsett Margrét Kristín Pálsdóttir hefur verið skipuð tímabundið í embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum eftir að Úlfar Lúðvíksson baðst lausnar. Hún segir embættið víðamikið og áskoranirnar margar en er jafnframt þakklát fyrir traustið. „Þetta leggst bara ágætlega vel í mig. Þetta ber svolítið bratt að og ég er auðvitað líka þakklát að hafa fengið þetta traust til að leiða þetta stóra og mikilvæga embætti þó það sé í stuttan tíma,“ segir Margrét Kristín Pálsdóttir í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að Úlfar Lúðvíksson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, baðst lausnar úr embætti eftir að Þorbjörg Sigríðar Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti honum að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins,“ sagði Þorbjörg í samtali við fréttastofu. Margréti Kristínu var boðin staðan í hádeginu í dag. „Strax í fyrramálið mun ég hitta framkvæmdastjórn og síðan mun ég reyna hitta sem flesta starfsmenn.“ Margrét er lögfræðimenntuð og var skipuð í stöðu aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í maí árið 2024. Hún hefur áður starfað á Suðurnesjunum sem aðstoðarlögreglustjóri. „Ég hef alltaf sagt að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er auðvitað mjög umfangsmikið og fjölmargar áskoranir sem eru þar. Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek henni bara vel,“ segir Margrét. „Ég mun taka stöðuna á morgun á fólkinu en þetta er auðvitað tímabundin staða sem ég tek að mér þangað til það verður auglýst eftir nýjum lögreglustjóra. Ég hef töluverða reynslu af bæði störfum lögreglu og málefnum landamæra þannig það var kannski nærtækt að hafa samband við mig á þessu augnabliki.“ Setning Margrétar er til 1. október svo hún gerir ráð fyrir að nýr lögreglustjóri verði skipaður fyrir þann tíma. Að hennar sögn ætlar hún ekki í áherslubreytingar innan embættisins heldur sé einungis um tímabundna stöðu að ræða. „Ég held að hlutverk mitt sé að sinna þessu almenna starfi lögreglustjóra og annast daglega starfsemi embættisins. Svo kemur það í ljós hvort að það verði einhverjar breytingar gerðar en ég sé það ekki fyrir mér á þessu tímabili en það verður að koma í ljós.“ Í viðtali við dómsmálaráðherra sagði hún að töluverðar breytingar séu fyrirhugaðar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Breytingarnar séu í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um aukin þunga í landamærapólitík. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
„Þetta leggst bara ágætlega vel í mig. Þetta ber svolítið bratt að og ég er auðvitað líka þakklát að hafa fengið þetta traust til að leiða þetta stóra og mikilvæga embætti þó það sé í stuttan tíma,“ segir Margrét Kristín Pálsdóttir í samtali við fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að Úlfar Lúðvíksson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, baðst lausnar úr embætti eftir að Þorbjörg Sigríðar Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti honum að samningur hans yrði ekki endurnýjaður. „Það eru breyttar forsendur og það eru auðvitað pólitískar áherslur í auknu vægi í áherslu okkar á stjórn landamæra. Ég get endurtekið við þig það sem ég sagði við Úlfar að þetta hefur ekkert með hans störf að gera heldur breyttar áherslur og aukin stærð og þungi embættisins,“ sagði Þorbjörg í samtali við fréttastofu. Margréti Kristínu var boðin staðan í hádeginu í dag. „Strax í fyrramálið mun ég hitta framkvæmdastjórn og síðan mun ég reyna hitta sem flesta starfsmenn.“ Margrét er lögfræðimenntuð og var skipuð í stöðu aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í maí árið 2024. Hún hefur áður starfað á Suðurnesjunum sem aðstoðarlögreglustjóri. „Ég hef alltaf sagt að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum er auðvitað mjög umfangsmikið og fjölmargar áskoranir sem eru þar. Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek henni bara vel,“ segir Margrét. „Ég mun taka stöðuna á morgun á fólkinu en þetta er auðvitað tímabundin staða sem ég tek að mér þangað til það verður auglýst eftir nýjum lögreglustjóra. Ég hef töluverða reynslu af bæði störfum lögreglu og málefnum landamæra þannig það var kannski nærtækt að hafa samband við mig á þessu augnabliki.“ Setning Margrétar er til 1. október svo hún gerir ráð fyrir að nýr lögreglustjóri verði skipaður fyrir þann tíma. Að hennar sögn ætlar hún ekki í áherslubreytingar innan embættisins heldur sé einungis um tímabundna stöðu að ræða. „Ég held að hlutverk mitt sé að sinna þessu almenna starfi lögreglustjóra og annast daglega starfsemi embættisins. Svo kemur það í ljós hvort að það verði einhverjar breytingar gerðar en ég sé það ekki fyrir mér á þessu tímabili en það verður að koma í ljós.“ Í viðtali við dómsmálaráðherra sagði hún að töluverðar breytingar séu fyrirhugaðar á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Breytingarnar séu í samræmi við áherslur nýrrar ríkisstjórnar um aukin þunga í landamærapólitík.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Reykjanesbær Grindavík Suðurnesjabær Vogar Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira