Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Lovísa Arnardóttir skrifar 14. maí 2025 09:27 Kristrún Frostadóttir var afar hrifin af Færeyjum þegar hún fór þangað í heimsókn í vikunni. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ríkisstjórnin ætli að ljúka málinu fyrir árslok 2027 en það sé ekki búið að ákveða neina dagsetningu. Kristrún var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar nýlega Færeyjarferð og Evrópusambandið. Kristrún skoðaði í Færeyjum jarðgöng, auðlindamál vegagerð og ræddi í tengslum við það stofnun innviðafélags á Íslandi og tengsl þess við veiðigjaldafrumvarpið. Stofnun félagsins treysti á innspýtingu fjármagns frá ríkissjóði sem veiðigjaldafrumvarpið eigi sannarlega að tryggja. Kristrún ræddi einnig gjaldmiðil Færeyinga og þau góðu vaxtakjör sem Færeyingar fengu þegar þeir voru í sinni jarðgangagerð. Hún segir þar hafa skipt lykilmáli að færeyska króna er gefin út af danska seðlabankanum og jafngildir dönsku krónunni sem er bundin við evrunni með vikmörk upp á 2,5 prósent. „En Danir eru líka í Evrópusambandinu,“ segir Kristrún og að þess vegna hafi þeir getað gert þetta með þessum hætti. Færeyska og danska krónan sé evran þó að hún sé kölluð danska og færeyska krónan. Kristrún segir Íslendinga geta bundið íslensku krónuna við evruna en að það verði þá að fylgja inngöngu í Evrópusambandið því þau þurfi stuðning frá evrópska seðlabankanum. Kristrún segir einnig hægt að einhliða binda krónuna við evruna en að það sé ígildi þess að reka fastgengisstefnu. Það hafi verið gert áður en Ísland gekk í EES. Þá hafi lögð áhersla á það hjá Seðlabankanum að halda genginu föstu í stað þess að halda verðbólgu í skefjum. Eftir að Ísland gekk í EES hafi verið opnað á fjármagnsflæði og meiri viðskipti og fjárfestingar. Gjaldeyrir hafi rokið inn i landið og út úr því og krónan hafi flökt í kjölfarið. Ekki endilega best að taka evruna upp einhliða „Í svona litlu hagkerfi þarftu alveg ofboðslega mikinn forða, mikla virkni, og það er dýrt að halda úti forða til að halda einhverju föstu þannig það var fallið frá föstu gengi. Krónan var sett á flot og á staðinn var verið að reyna að halda verðbólgu í skefjum,“ segir Kristrún og að Íslendingar hafi þannig reynslu af því að festa gengið. Kristrún segir það hafa verið rætt við Evrópusambandið hvort að Ísland geti tekið upp evruna, með þeirra samþykki, án þess þó að ganga í sambandið. Svörin hafi verið á þá leið að sambandið vilji ekki að lönd fari þá leið. Kristrún segir lykilatriði í þessum umræðum að vera hreinskilin við þjóðina. Evrópusambandsumræðan sé að komast aftur á skrið og það sé yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að spyrja þjóðina hvort það eigi að opna umræður fyrir lok 2027. Kristrún segir kostnað við það að reka lítið hagkerfi og það sé eitt af því sem verði að ræða í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. „Það skiptir máli hvernig umræðan verður. Það skiptir máli að hún sé opin og það sé rætt um kosti og galla í gjaldmiðlamálum og annað,“ segir Kristrún. Auka fjármagn í ESB umræðu Ríkisstjórnin hafi til dæmis samþykkt í gær viðbótarfjárauka þar sem þrír milljarðar aukalega voru lagðir í vegakerfið en þar hafi líka verið sett inn fjármagn svo verkalýðsfélög, félagasamtök og stéttarfélög geti byggt upp umræðu í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar með málstofum eða fundum. Kristrún segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að flýta atkvæðagreiðslunni um það hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í stjórnarsáttmála sé aðeins kveðið á um að atkvæðagreiðslan eigi að fara fram fyrir lok árs 2027. Kristrún segir að ef Íslendingar gengju í Evrópusambandið yrðu stærstu breytingarnar að til dæmis að við ættum sæti við borðið þegar stefnumarkandi ákvarðanir. Þá væri hægt að taka upp evruna þó það tæki tíma. Það væri tiltölulega hratt hægt að festa krónuna með einhverjum vikmörkum auk þess sem Íslendingar fengju aðgang að stofnunum innan sambandsins með umfangsmeiri hætti. Kristrún segir virka umræðu um skriffinnsku innan sambandsins og til dæmis muninn fyrir sumar atvinnugreinar að starfa í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu. „Það skiptir máli að við tölum hreint út hvað myndi felast í slíkum samningum og að við fáum svo niðurstöðu úr þessum samningum,“ segir Kristrún. Landbúnaður, sjávarútvegur og orkumál séu til dæmis mál sem þurfi að ræða og fá svör við. Kristrún segir mikilvægt að ríkisstjórnin fái umboð til að fara í slíkar viðræður og að þjóðin treysti því að nefnd sem færi í slíkar viðræður væri að gæta að hagsmunum Íslendinga og Íslands. Evrópusambandið Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Færeyjar Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Kristrún var í Bítinu á Bylgjunni í morgun og ræddi þar nýlega Færeyjarferð og Evrópusambandið. Kristrún skoðaði í Færeyjum jarðgöng, auðlindamál vegagerð og ræddi í tengslum við það stofnun innviðafélags á Íslandi og tengsl þess við veiðigjaldafrumvarpið. Stofnun félagsins treysti á innspýtingu fjármagns frá ríkissjóði sem veiðigjaldafrumvarpið eigi sannarlega að tryggja. Kristrún ræddi einnig gjaldmiðil Færeyinga og þau góðu vaxtakjör sem Færeyingar fengu þegar þeir voru í sinni jarðgangagerð. Hún segir þar hafa skipt lykilmáli að færeyska króna er gefin út af danska seðlabankanum og jafngildir dönsku krónunni sem er bundin við evrunni með vikmörk upp á 2,5 prósent. „En Danir eru líka í Evrópusambandinu,“ segir Kristrún og að þess vegna hafi þeir getað gert þetta með þessum hætti. Færeyska og danska krónan sé evran þó að hún sé kölluð danska og færeyska krónan. Kristrún segir Íslendinga geta bundið íslensku krónuna við evruna en að það verði þá að fylgja inngöngu í Evrópusambandið því þau þurfi stuðning frá evrópska seðlabankanum. Kristrún segir einnig hægt að einhliða binda krónuna við evruna en að það sé ígildi þess að reka fastgengisstefnu. Það hafi verið gert áður en Ísland gekk í EES. Þá hafi lögð áhersla á það hjá Seðlabankanum að halda genginu föstu í stað þess að halda verðbólgu í skefjum. Eftir að Ísland gekk í EES hafi verið opnað á fjármagnsflæði og meiri viðskipti og fjárfestingar. Gjaldeyrir hafi rokið inn i landið og út úr því og krónan hafi flökt í kjölfarið. Ekki endilega best að taka evruna upp einhliða „Í svona litlu hagkerfi þarftu alveg ofboðslega mikinn forða, mikla virkni, og það er dýrt að halda úti forða til að halda einhverju föstu þannig það var fallið frá föstu gengi. Krónan var sett á flot og á staðinn var verið að reyna að halda verðbólgu í skefjum,“ segir Kristrún og að Íslendingar hafi þannig reynslu af því að festa gengið. Kristrún segir það hafa verið rætt við Evrópusambandið hvort að Ísland geti tekið upp evruna, með þeirra samþykki, án þess þó að ganga í sambandið. Svörin hafi verið á þá leið að sambandið vilji ekki að lönd fari þá leið. Kristrún segir lykilatriði í þessum umræðum að vera hreinskilin við þjóðina. Evrópusambandsumræðan sé að komast aftur á skrið og það sé yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að spyrja þjóðina hvort það eigi að opna umræður fyrir lok 2027. Kristrún segir kostnað við það að reka lítið hagkerfi og það sé eitt af því sem verði að ræða í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar. „Það skiptir máli hvernig umræðan verður. Það skiptir máli að hún sé opin og það sé rætt um kosti og galla í gjaldmiðlamálum og annað,“ segir Kristrún. Auka fjármagn í ESB umræðu Ríkisstjórnin hafi til dæmis samþykkt í gær viðbótarfjárauka þar sem þrír milljarðar aukalega voru lagðir í vegakerfið en þar hafi líka verið sett inn fjármagn svo verkalýðsfélög, félagasamtök og stéttarfélög geti byggt upp umræðu í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar með málstofum eða fundum. Kristrún segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að flýta atkvæðagreiðslunni um það hvort hefja eigi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Í stjórnarsáttmála sé aðeins kveðið á um að atkvæðagreiðslan eigi að fara fram fyrir lok árs 2027. Kristrún segir að ef Íslendingar gengju í Evrópusambandið yrðu stærstu breytingarnar að til dæmis að við ættum sæti við borðið þegar stefnumarkandi ákvarðanir. Þá væri hægt að taka upp evruna þó það tæki tíma. Það væri tiltölulega hratt hægt að festa krónuna með einhverjum vikmörkum auk þess sem Íslendingar fengju aðgang að stofnunum innan sambandsins með umfangsmeiri hætti. Kristrún segir virka umræðu um skriffinnsku innan sambandsins og til dæmis muninn fyrir sumar atvinnugreinar að starfa í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu. „Það skiptir máli að við tölum hreint út hvað myndi felast í slíkum samningum og að við fáum svo niðurstöðu úr þessum samningum,“ segir Kristrún. Landbúnaður, sjávarútvegur og orkumál séu til dæmis mál sem þurfi að ræða og fá svör við. Kristrún segir mikilvægt að ríkisstjórnin fái umboð til að fara í slíkar viðræður og að þjóðin treysti því að nefnd sem færi í slíkar viðræður væri að gæta að hagsmunum Íslendinga og Íslands.
Evrópusambandið Bítið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Færeyjar Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Íslenska krónan Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira