Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2025 11:11 Þessi mynd var tekin af rannsóknarlögreglumönnum árið 1977 og sýnir inn í bíl Jeanette Ralston, eftir að hún fannst látin í bílnum. Þarna má sjá karton af Eve sígarettum en fingrafar á því leiddi til þess að maður var fyrr í þessum mánuði handtekinn fyrir morðið. AP/Saksóknarar í Santa Clara-sýslu Nærri því hálfri öld eftir að Jeanette Ralston fannst látin í bíl sínum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur 69 ára maður verið handtekinn og ákærður fyrir að myrða hana. Það var eftir fingrafar sem tekið var árið 1977, af sígarettukartoni, var greint á nýjan leik. Í kjölfarið var Willie Eugene Sims handtekinn í Ohio, fyrr í þessum mánuði. Þar var hann ákærður og fluttur til Kaliforníu. Ralston fannst, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, í aftursæti Volkswagen bjöllu sem hún átti þann 1. febrúar 1977, á bílastæði nærri bar sem hún vann á í San Jose í Kaliforníu. Samkvæmt saksóknurum hafði henni verið nauðgað og hún kyrkt og virtist sem morðinginn hafi einnig reynt að kveikja í bílnum en án árangurs. Ralston var 24 ára gömul þegar hún var myrt. Vinir hennar sögðust hafa séð hana yfirgefa barinn með óþekktum manni og sagðist hún ætla að koma eftir tíu mínútur. Hún sneri þó aldrei aftur. Vitni gátu lýst manninum sem hún fór með en rannsóknin skilaði þó engum árangri. Síðasta haust báðu lögregluþjónar starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna um að keyra fingrafar sem fannst í bílnum í gegnum gagnagrunn stofnunarinnar. Fingrafarið fannst á skrá og vísaði á Sims, sem var á þessum tíma í bandaríska hernum á herstöð í Kaliforníu, skammt frá San Jose. Í kjölfarið fóru lögregluþjónar frá Kaliforníu til Ohio og fengu lífsýni frá Sims. Það var svo borið saman við sýni sem fundust undir nöglum Ralston og á skyrtunni sem notuð var til að kyrkja hana. Sú greining skilaði einnig árangri og var Sims handtekinn. Hann stendur samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Ohio frammi fyrir að minnsta kosti 25 ára fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá NBC News um málið. Héraðssaksóknarinn Jeff Rosen, segir í yfirlýsingu sem AP vitnar í, að rannsóknargeta aukist á hverjum degi. Ekki megi gleyma gömlum málum sem þessum og gefast upp í að reyna að leysa þau. Ralston átti sex ára son þegar hún var myrt. Hann heitir Allen Ralston en í samtali við héraðsmiðilinn WOIO-TV þakkaði hann lögregluþjónum fyrir að hafa ekki gefist upp á málinu. „Ég er bara glaður yfir því að einhverjum hafi ekki staðið á sama.“ Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Loks hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem fannst í vegarkanti í Oregon fyrir tæpum 45 árum. Talið er að maðurinn hafi verið fórnarlamb alræmds raðmorðingja frá Kaliforníu, sem gekk undir nafninu „skorkorts morðinginn“. 10. maí 2025 13:54 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Í kjölfarið var Willie Eugene Sims handtekinn í Ohio, fyrr í þessum mánuði. Þar var hann ákærður og fluttur til Kaliforníu. Ralston fannst, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, í aftursæti Volkswagen bjöllu sem hún átti þann 1. febrúar 1977, á bílastæði nærri bar sem hún vann á í San Jose í Kaliforníu. Samkvæmt saksóknurum hafði henni verið nauðgað og hún kyrkt og virtist sem morðinginn hafi einnig reynt að kveikja í bílnum en án árangurs. Ralston var 24 ára gömul þegar hún var myrt. Vinir hennar sögðust hafa séð hana yfirgefa barinn með óþekktum manni og sagðist hún ætla að koma eftir tíu mínútur. Hún sneri þó aldrei aftur. Vitni gátu lýst manninum sem hún fór með en rannsóknin skilaði þó engum árangri. Síðasta haust báðu lögregluþjónar starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna um að keyra fingrafar sem fannst í bílnum í gegnum gagnagrunn stofnunarinnar. Fingrafarið fannst á skrá og vísaði á Sims, sem var á þessum tíma í bandaríska hernum á herstöð í Kaliforníu, skammt frá San Jose. Í kjölfarið fóru lögregluþjónar frá Kaliforníu til Ohio og fengu lífsýni frá Sims. Það var svo borið saman við sýni sem fundust undir nöglum Ralston og á skyrtunni sem notuð var til að kyrkja hana. Sú greining skilaði einnig árangri og var Sims handtekinn. Hann stendur samkvæmt yfirlýsingu frá saksóknurum í Ohio frammi fyrir að minnsta kosti 25 ára fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá NBC News um málið. Héraðssaksóknarinn Jeff Rosen, segir í yfirlýsingu sem AP vitnar í, að rannsóknargeta aukist á hverjum degi. Ekki megi gleyma gömlum málum sem þessum og gefast upp í að reyna að leysa þau. Ralston átti sex ára son þegar hún var myrt. Hann heitir Allen Ralston en í samtali við héraðsmiðilinn WOIO-TV þakkaði hann lögregluþjónum fyrir að hafa ekki gefist upp á málinu. „Ég er bara glaður yfir því að einhverjum hafi ekki staðið á sama.“
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Loks hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem fannst í vegarkanti í Oregon fyrir tæpum 45 árum. Talið er að maðurinn hafi verið fórnarlamb alræmds raðmorðingja frá Kaliforníu, sem gekk undir nafninu „skorkorts morðinginn“. 10. maí 2025 13:54 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Loks hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem fannst í vegarkanti í Oregon fyrir tæpum 45 árum. Talið er að maðurinn hafi verið fórnarlamb alræmds raðmorðingja frá Kaliforníu, sem gekk undir nafninu „skorkorts morðinginn“. 10. maí 2025 13:54