ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2025 11:51 Framkvæmdastjórn ESB vildi ekki afhenda textaskilaboð sem eru sögð hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta hennar, og Albert Bourla, forstjóra Pfizer, á hátindi Covid-faraldursins. Ríki heims kepptust þá um að tryggja sér aðgang að nýþróuðum bóluefnum. Samningurinn sem ESB gerði við Pfizer er sá stærsti sem um getur. Vísir Talsmenn gegnsæis í stjórnsýslu fagna eftir að evrópskur dómstóll felldi áfellisdóm yfir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í gær vegna þess hvernig hún hafnaði að afhenda skilaboð forseta hennar og forstjóra lyfjarisa í kórónuveirufaraldrinum. Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki verið í samræmi við góða stjórnsýslu þegar hún hafnaði blaðmanni bandaríska blaðsins New York Times um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og Albert Bourla, forstjóra lyfjarisans Pfizer. Samskipti þeirra eru sögð hafa átt sér stað þegar Evrópusambandið reyndi af kappi að tryggja sér nýtilbúið bóluefni gegn Covid-19 sem öll heimsbyggðin sóttist eftir. Þetta gerðist eftir að lyfjafyrirtækið AstraZeneca gat ekki uppfyllt pantanir ESB á sínu bóluefni. Samningurinn sem sambandið gerði við Pfizer í kjölfarið er sá stærsti sem framkvæmdastjórnin hefur nokkru sinni gert. Framkvæmdastjórnin sagði skilaboðin, ef þau væru á annað borð til, teldust ekki á meðal gagna sem almenningur ætti rétt á á grundvelli upplýsingalaga. Skilaboðin væru ekki til hjá framkvæmdastjórninni. Dómstóllinn sagði að framkvæmdastjórnin hefði þurft að gefa trúverðugar skýringar á því hvers vegna gögnin umbeðnu fyndust ekki, ekki aðeins fullyrða að þau væru ekki til. Þá hefði hún ekki gert grein fyrir því á trúverðugan hátt hvers vegna engar mikilvægar upplýsingar væri að finna í skilaboðunum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Framkvæmdastjórnin hefði heldur ekki skýrt nægilega hvort að skilaboðunum hefði verið eytt og þá hvort það hefði verið gert viljandi, sjálfkrafa eða vegna þess að von der Leyen hefði fengið nýtt símtæki í millitíðinni. Reyna að finna nýjan rökstuðning Talsmaður New York Times lýsti niðurstöðunni sem sigri fyrir gegnsæi og ábyrgð innan Evrópusambandsins. Hún sendi sterk skilaboð um að rafræn samskipti af þessu tagi væru ekki undanþegin upplýsingarétti. Dómurinn í gær ógilti ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að hafna beiðni bandaríska blaðsins. Ekki er þó kveðið á um að öll textaskilaboð falli undir upplýsingarétt almennings, aðeins þau sem kunna að varða opinberan erindrekstur. Evrópska blaðið Politico segir að fyrstu viðbrögð framkvæmdastjórnarinnar bendi til þess að hún ætli að finna nýjan rökstuðning fyrir því að hafna beiðninni aftur. Fyrir dómi vísaði framkvæmdastjórnin til þess að gengið væri út frá því að von der Leyen væri búin að skipta um síma frá því að samskiptin við Bourla áttu sér stað þar sem öryggisreglur sambandsins knýi á um það. Framkvæmdastjórnin hefur tvo mánuði til þess að áfrýja niðurstöðunni. Samningaviðræður ESB við Pfizer hafa sætt gagnrýni vegna ógegnsæis. Sambandið greiddi fyrirtækinu 2,7 milljarða evra fyrir meira en milljarð skammta af bóluefninu. Ísland átti í samstarfi við ESB um bóluefni og naut því góðs af samningnum. Rannsókn sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði frá í fyrra benti til þess að bóluefnin hefðu bjargað um 1,4 milljón mannslífa í Evrópu. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Almenni dómstóll Evrópusambandsins komst að þeirri niðurstöðu að vinnubrögð framkvæmdastjórnarinnar hefðu ekki verið í samræmi við góða stjórnsýslu þegar hún hafnaði blaðmanni bandaríska blaðsins New York Times um textaskilaboð sem áttu að hafa farið á milli Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, og Albert Bourla, forstjóra lyfjarisans Pfizer. Samskipti þeirra eru sögð hafa átt sér stað þegar Evrópusambandið reyndi af kappi að tryggja sér nýtilbúið bóluefni gegn Covid-19 sem öll heimsbyggðin sóttist eftir. Þetta gerðist eftir að lyfjafyrirtækið AstraZeneca gat ekki uppfyllt pantanir ESB á sínu bóluefni. Samningurinn sem sambandið gerði við Pfizer í kjölfarið er sá stærsti sem framkvæmdastjórnin hefur nokkru sinni gert. Framkvæmdastjórnin sagði skilaboðin, ef þau væru á annað borð til, teldust ekki á meðal gagna sem almenningur ætti rétt á á grundvelli upplýsingalaga. Skilaboðin væru ekki til hjá framkvæmdastjórninni. Dómstóllinn sagði að framkvæmdastjórnin hefði þurft að gefa trúverðugar skýringar á því hvers vegna gögnin umbeðnu fyndust ekki, ekki aðeins fullyrða að þau væru ekki til. Þá hefði hún ekki gert grein fyrir því á trúverðugan hátt hvers vegna engar mikilvægar upplýsingar væri að finna í skilaboðunum, að því er segir í frétt AP-fréttastofunnar. Framkvæmdastjórnin hefði heldur ekki skýrt nægilega hvort að skilaboðunum hefði verið eytt og þá hvort það hefði verið gert viljandi, sjálfkrafa eða vegna þess að von der Leyen hefði fengið nýtt símtæki í millitíðinni. Reyna að finna nýjan rökstuðning Talsmaður New York Times lýsti niðurstöðunni sem sigri fyrir gegnsæi og ábyrgð innan Evrópusambandsins. Hún sendi sterk skilaboð um að rafræn samskipti af þessu tagi væru ekki undanþegin upplýsingarétti. Dómurinn í gær ógilti ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að hafna beiðni bandaríska blaðsins. Ekki er þó kveðið á um að öll textaskilaboð falli undir upplýsingarétt almennings, aðeins þau sem kunna að varða opinberan erindrekstur. Evrópska blaðið Politico segir að fyrstu viðbrögð framkvæmdastjórnarinnar bendi til þess að hún ætli að finna nýjan rökstuðning fyrir því að hafna beiðninni aftur. Fyrir dómi vísaði framkvæmdastjórnin til þess að gengið væri út frá því að von der Leyen væri búin að skipta um síma frá því að samskiptin við Bourla áttu sér stað þar sem öryggisreglur sambandsins knýi á um það. Framkvæmdastjórnin hefur tvo mánuði til þess að áfrýja niðurstöðunni. Samningaviðræður ESB við Pfizer hafa sætt gagnrýni vegna ógegnsæis. Sambandið greiddi fyrirtækinu 2,7 milljarða evra fyrir meira en milljarð skammta af bóluefninu. Ísland átti í samstarfi við ESB um bóluefni og naut því góðs af samningnum. Rannsókn sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði frá í fyrra benti til þess að bóluefnin hefðu bjargað um 1,4 milljón mannslífa í Evrópu.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Bólusetningar Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Sekur um tilraun til valdaráns Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira