Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2025 14:06 Utanríkisráðherrar NATO-ríkja og Mark Rutte, framkvæmdastjóri bandalagsins. NATO Ráðherra Atlantshafsbandalagsins komu saman á óformlegum fundi í Tyrklandi. Þar ræddu þeir meðal annars væntanlega mikla aukningu í framlögum til varnarmála, sem Bandaríkjamenn hafa farið fram á, og undirbúning fyrir leiðtogafund NATO sem haldinn verður í Haag í sumar. Þar er búist við því að samþykkt verði ný viðmið um mikla aukningu á fjárveitingum til varnarmála. Viðmiðið gæti orðið allt að fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Auk þess töluðu ráðherrarnir um áframhaldandi stuðning við Úkraínumenn í stríði þeirra gegn Rússum, sem gerðu innrás í Úkraínu í febrúar 2022, og málefni Mið-Austurlanda og skelfilega stöðu á Gasaströndinni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir góða samstöðu og samheldni hafa einkennt umræðurnar í Tyrklandi. „Það er alveg skýrt hvaðan helsta ógnin steðjar, frá Rússlandi, og aukin framlög og viðbúnaður Atlantshafsbandalagsins tekur mið af því. Í þeim efnum mun Ísland axla ábyrgð. Við erum að auka verulega framlög til varnarmála og stuðning við Úkraínu, og í mótun er ný öryggis- og varnarstefna,“ er haft eftir Þorgerði í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. „Áframhaldandi stuðningur við varnarbaráttu Úkraínu var sömuleiðis afgerandi á fundinum og öll vonum við, ekki síst Úkraína, að friðarviðræður skili árangri. Þar er ólíkum saman að jafna og lítill vilji til friðar hjá Kremlarvaldinu. Þá blasti við að málefni Miðausturlanda, ekki síst hörmungarnar á Gaza, kæmu til umræðu og þar hefur Ísland talað mjög skýrri röddu:“ David Lammy og Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherrar Bretlands og Svíþjóðar. Þorgerður Katrín er þarna í bakgrunni.NATO Stefna á 3,5 prósent, plús eitt og hálft til viðbótar Bandaríkjamenn hafa farið fram á að fjárútlát til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu á næstu sjö árum. Núverandi viðmið er tvö prósent af landsframleiðslu en samkvæmt fjölmiðlum ytra er talið að á fundinum í Haag í sumar verði stefnan sett á 3,5 prósent fyrir árið 2032. Við það eigi svo að bætast 1,5 prósent þar sem hægt væri að telja innviðafjárfestingar með. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Þegar fundurinn í Tyrklandi hófst sagði Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, að aðildarríki þyrftu að verja meiri peningum til varnarmála. Gera þyrfti „mun, mun meira“ á því sviði og vísaði til þess að ef og þegar stríðinu í Úkraínu lýkur er áætlað að Rússar muni þurfa þrjú til fimm ár til að byggja herafla sinn upp að nýju. Rutte neitaði að staðfesta fregnir um þau fjárútlátaviðmið sem stefnt er að fyrir fundinn í sumar en viðurkenndi að mikilvæg væri að taka innviðafjárfestingar inn í reikninginn. Vilja að vopn séu keypt af þeim AP fréttaveitan hefur eftir Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að NATO séu eingöngu eins sterkt bandalag og veikasti hlekkur þess. Þá ítrekaði hann að krafa Bandaríkjamanna um aukin fjárútlát til varnarmála snerist í grunninn um að fjármunum yrði varið í hernaðargetu fyrir ógnir 21. aldarinnar. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. Markmiðið er að hluta til að gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert, eins og Donald Trump og aðrir ráðamenn í Bandaríkjunum hafa ítrekað farið fram á að undanförnu. Trump hefur einnig lýst því yfir að hann muni ekki endilega koma öðrum NATO-ríkjum til varnar, verði ráðist á þau. Hann hefur ítrekað verið harðorður í garð Evrópu um að ríki heimsálfunnar hafi leikið Bandaríkin grátt í gegnum árin. Þrátt fyrir það hafa bandarískir embættismenn og erindrekar kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mikil aukning á heimsvísu Fjárútlát til varnarmála hafa aukist gífurlega í heiminum öllum á undanförnum árum. Stockholm International Peace Research Institute, eða SIPRI, gaf á dögunum út skýrslu um að árið 2024 hafi ríki heims varið um 2.718 milljörðum dala til varnarmála. Gróflega reiknað samsvarar það um 348 billjón krónum. Þessi upphæð hefur aldrei verið hærri og var aukningin frá 2023 til 2024 heil 9,4 prósent. Sem hlutfall af vergri heimsframleiðslu mælast útgjöldin 2,5 prósent. Mest eyddu Bandaríkin (997 milljarðar dala), Kína (314), Rússland (149), Þýskaland (88,5) og Indland (86,1) til varnarmála árið 2024. Samanlagt samsvarar það um sextíu prósentum allra fjárútláta til varnarmála í heiminum í fyrra. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Sjá meira
Þar er búist við því að samþykkt verði ný viðmið um mikla aukningu á fjárveitingum til varnarmála. Viðmiðið gæti orðið allt að fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Auk þess töluðu ráðherrarnir um áframhaldandi stuðning við Úkraínumenn í stríði þeirra gegn Rússum, sem gerðu innrás í Úkraínu í febrúar 2022, og málefni Mið-Austurlanda og skelfilega stöðu á Gasaströndinni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir góða samstöðu og samheldni hafa einkennt umræðurnar í Tyrklandi. „Það er alveg skýrt hvaðan helsta ógnin steðjar, frá Rússlandi, og aukin framlög og viðbúnaður Atlantshafsbandalagsins tekur mið af því. Í þeim efnum mun Ísland axla ábyrgð. Við erum að auka verulega framlög til varnarmála og stuðning við Úkraínu, og í mótun er ný öryggis- og varnarstefna,“ er haft eftir Þorgerði í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. „Áframhaldandi stuðningur við varnarbaráttu Úkraínu var sömuleiðis afgerandi á fundinum og öll vonum við, ekki síst Úkraína, að friðarviðræður skili árangri. Þar er ólíkum saman að jafna og lítill vilji til friðar hjá Kremlarvaldinu. Þá blasti við að málefni Miðausturlanda, ekki síst hörmungarnar á Gaza, kæmu til umræðu og þar hefur Ísland talað mjög skýrri röddu:“ David Lammy og Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherrar Bretlands og Svíþjóðar. Þorgerður Katrín er þarna í bakgrunni.NATO Stefna á 3,5 prósent, plús eitt og hálft til viðbótar Bandaríkjamenn hafa farið fram á að fjárútlát til varnarmála verði hækkuð í fimm prósent af vergri landsframleiðslu á næstu sjö árum. Núverandi viðmið er tvö prósent af landsframleiðslu en samkvæmt fjölmiðlum ytra er talið að á fundinum í Haag í sumar verði stefnan sett á 3,5 prósent fyrir árið 2032. Við það eigi svo að bætast 1,5 prósent þar sem hægt væri að telja innviðafjárfestingar með. Það er að segja, að fjárveitingar í vegi, brýr, flugvelli, hafnir og slíkt geti verið talið með, upp að einu og hálfu prósenti. Þegar fundurinn í Tyrklandi hófst sagði Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, að aðildarríki þyrftu að verja meiri peningum til varnarmála. Gera þyrfti „mun, mun meira“ á því sviði og vísaði til þess að ef og þegar stríðinu í Úkraínu lýkur er áætlað að Rússar muni þurfa þrjú til fimm ár til að byggja herafla sinn upp að nýju. Rutte neitaði að staðfesta fregnir um þau fjárútlátaviðmið sem stefnt er að fyrir fundinn í sumar en viðurkenndi að mikilvæg væri að taka innviðafjárfestingar inn í reikninginn. Vilja að vopn séu keypt af þeim AP fréttaveitan hefur eftir Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að NATO séu eingöngu eins sterkt bandalag og veikasti hlekkur þess. Þá ítrekaði hann að krafa Bandaríkjamanna um aukin fjárútlát til varnarmála snerist í grunninn um að fjármunum yrði varið í hernaðargetu fyrir ógnir 21. aldarinnar. Mörg ríki Evrópu stefna nú á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem má að hluta til rekja til ótta við að Evrópa geti ekki lengur reitt sig á Bandaríkin. Markmiðið er að hluta til að gerbreyta öryggiskerfi Evrópu og reiða minna á Bandaríkin en áður hefur verið gert, eins og Donald Trump og aðrir ráðamenn í Bandaríkjunum hafa ítrekað farið fram á að undanförnu. Trump hefur einnig lýst því yfir að hann muni ekki endilega koma öðrum NATO-ríkjum til varnar, verði ráðist á þau. Hann hefur ítrekað verið harðorður í garð Evrópu um að ríki heimsálfunnar hafi leikið Bandaríkin grátt í gegnum árin. Þrátt fyrir það hafa bandarískir embættismenn og erindrekar kvartað við kollega sína í Evrópu yfir ætlunum ráðamanna þar um að draga úr hergagnakaupum frá Bandaríkjunum. Mikil aukning á heimsvísu Fjárútlát til varnarmála hafa aukist gífurlega í heiminum öllum á undanförnum árum. Stockholm International Peace Research Institute, eða SIPRI, gaf á dögunum út skýrslu um að árið 2024 hafi ríki heims varið um 2.718 milljörðum dala til varnarmála. Gróflega reiknað samsvarar það um 348 billjón krónum. Þessi upphæð hefur aldrei verið hærri og var aukningin frá 2023 til 2024 heil 9,4 prósent. Sem hlutfall af vergri heimsframleiðslu mælast útgjöldin 2,5 prósent. Mest eyddu Bandaríkin (997 milljarðar dala), Kína (314), Rússland (149), Þýskaland (88,5) og Indland (86,1) til varnarmála árið 2024. Samanlagt samsvarar það um sextíu prósentum allra fjárútláta til varnarmála í heiminum í fyrra.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Sjá meira