Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2025 20:36 Pétur, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu og Einar Ágúst, formaður björgunarfélagsins á staðnum tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddum gestum, sem boðið var til athafnarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú að hefjast við byggingu björgunarmiðstöðvar á Flúðum þar sem slökkviliðið á staðnum og björgunarfélagið verða undir sama þaki. Húsið verður um 1200 fermetrar á stærð og á að verða tilbúið í desember næstkomandi. Það rigndi og rigndi þegar fyrsta skóflustungan að nýju björgunarmiðstöðinni við Iðjulóð á Flúðum var tekin nýlega af slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu og formanni Björgunarfélagsins Eyvindar á Flúðum. Eftir skóflustunguna stytti strax upp, fólk fór að spjalla saman og svo var haldið í húsnæði slökkviliðsins á staðnum. „Þetta verður svona björgunarmiðstöð þar sem við erum saman í húsi og getum þá deilt ákveðnum hlutum, sem við vinnum með saman,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður Björgunarfélagsins Eyvindar. „Við erum í sitthvoru húsnæðinu hér á Flúðum eins og staðan hefur verið undanfarin ár og þarna erum við að gera ráð fyrir vaxtarmöguleikum enda er þetta vaxandi samfélag hér í uppsveitum Árnessýslu allt saman. Og við völdum dag í þetta þar sem engin hætta er á gróður eldum. Það rigndi eldi og brennisteini á meðan við stungum þessar holur okkar og drifum okkur svo hingað í skjól eins hratt og við gátum,” segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Samfélagið á Flúðum og þar með í Hrunamannahreppi er mjög vaxandi enda fjölgar og fjölgar nýjum íbúum í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Báðir eru þeir sammála um nauðsyn þess að hafa öflugt slökkvilið og björgunarsveit á Flúðum í góðu húsnæði með góðum tækjakosti, enda samfélagið allt mjög vaxandi í Hrunamannahreppi og í sveitarfélögunum þar í kring. Fjórtán starfa í slökkviliðinu á Flúðum. „Við erum auðvitað að hugsa um íbúa sýslunnar og vegfarendur því við sinnum auðvitað almennum björgunarstörfum varðandi klippur og annað og síðan auðvitað með vaxandi gróðri þá eykst gróðureldahætta og mjög mikilvægt að hér sé öflugt starf bæði björgunarsveita og slökkviliðs,” bætir Pétur við. Björgunarmiðstöðin verður límtréshús með steinullareiningum, sem Harri Kjartansson, húsasmíðameistari á Flúðum mun sjá um að reisa með sínu fólki. „Við ætlum að flytja inn í desember, það er allavega planið. Stærð hússins verður um 1200 fermetrar og það kostar helling af peningum”, segir Einar Ágúst. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og Pétur slökkviliðsstjóri spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Það rigndi og rigndi þegar fyrsta skóflustungan að nýju björgunarmiðstöðinni við Iðjulóð á Flúðum var tekin nýlega af slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu og formanni Björgunarfélagsins Eyvindar á Flúðum. Eftir skóflustunguna stytti strax upp, fólk fór að spjalla saman og svo var haldið í húsnæði slökkviliðsins á staðnum. „Þetta verður svona björgunarmiðstöð þar sem við erum saman í húsi og getum þá deilt ákveðnum hlutum, sem við vinnum með saman,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður Björgunarfélagsins Eyvindar. „Við erum í sitthvoru húsnæðinu hér á Flúðum eins og staðan hefur verið undanfarin ár og þarna erum við að gera ráð fyrir vaxtarmöguleikum enda er þetta vaxandi samfélag hér í uppsveitum Árnessýslu allt saman. Og við völdum dag í þetta þar sem engin hætta er á gróður eldum. Það rigndi eldi og brennisteini á meðan við stungum þessar holur okkar og drifum okkur svo hingað í skjól eins hratt og við gátum,” segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Samfélagið á Flúðum og þar með í Hrunamannahreppi er mjög vaxandi enda fjölgar og fjölgar nýjum íbúum í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Báðir eru þeir sammála um nauðsyn þess að hafa öflugt slökkvilið og björgunarsveit á Flúðum í góðu húsnæði með góðum tækjakosti, enda samfélagið allt mjög vaxandi í Hrunamannahreppi og í sveitarfélögunum þar í kring. Fjórtán starfa í slökkviliðinu á Flúðum. „Við erum auðvitað að hugsa um íbúa sýslunnar og vegfarendur því við sinnum auðvitað almennum björgunarstörfum varðandi klippur og annað og síðan auðvitað með vaxandi gróðri þá eykst gróðureldahætta og mjög mikilvægt að hér sé öflugt starf bæði björgunarsveita og slökkviliðs,” bætir Pétur við. Björgunarmiðstöðin verður límtréshús með steinullareiningum, sem Harri Kjartansson, húsasmíðameistari á Flúðum mun sjá um að reisa með sínu fólki. „Við ætlum að flytja inn í desember, það er allavega planið. Stærð hússins verður um 1200 fermetrar og það kostar helling af peningum”, segir Einar Ágúst. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og Pétur slökkviliðsstjóri spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira