Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Eiður Þór Árnason skrifar 16. maí 2025 00:13 Palestínumenn skoða rústirnar af heimili Al-Lahham fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag. AP Photo/Abdel Kareem Hana Minnst 114 féllu í loftárásum Ísraelshers á Gasa á fimmtudag. Ísraelsher hefur fjölgað loftárásum sínum og segir þær beinast að innviðum og Hamas-liðum. Aðgerðirnar eru sagðar undanfari aukins landhernaðar á Gasa en yfirvöld í Ísrael hafa boðað að svæðið verði hernumið. Þetta hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir heilbrigðisyfirvöldum og viðbragðsaðilum á Gasa. Árásirnar eiga sér stað á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir Mið-Austurlönd en hann hyggst ekki koma við í Ísrael. Höfðu margir bundið vonir við að heimsókn hans gæti leitt til viðræðna um vopnahlé eða liðkað fyrir endurreisn mannúðaraðstoðar á svæðinu. Ísrael hefur nú stöðvað matar- og lyfjasendingar til Gasa í á þriðja mánuð. AP-fréttaveitan greinir frá því að kvikmyndatökumaður þeirra í Khan Younis hafi talið 10 loftárásir á borgina Khan Younis síðustu nótt og fram á fimmtudag og séð fjölmörg lík flutt á líkhúsið á Nasser-sjúkrahúsinu. Sum þeirra voru illa leikin og tók því tíma að bera kennsl á þau. Palestínskt barn gengur um rústirnar af heimili Al-Zainati fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Meðal hinna látnu var blaðamaður sem starfaði fyrir katarska sjónvarpsstöðina Al Araby TV. Stöðin greindi frá því á samfélagsmiðlum að Hasan Samour hafi verið drepinn ásamt 11 fjölskyldumeðlimum sínum í einni af árásunum á Khan Younis. Þetta var önnur nóttin í röð sem íbúar þurftu að þola miklar sprengjuárásar á borgina. Minnst 70 manns, þar af um tuttugu börn, féllu í loftárásum á norður- og suðurhluta Gasa á miðvikudag, að sögn AP-fréttaveitunnar. Þá féllu 13 manns í annarri árás á mosku og litla heilbrigðisstofnun í Jabaliya í norðurhluta Gasa, að sögn yfirvalda þar. Palestínumenn skoða rústirnar af heimili Al-Lahham fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Vilja hernema Gasa og flytja fólk á brott Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að bæta enn frekar í hernaðaraðgerðir Ísraela á Gasa með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum sem fara með yfirráð á svæðinu. Alþjóðasamtök Mannréttindavaktarinnar hafa harðlega gagnrýnt fyrirætlanir Ísraels um að hernema Gasaströndina og flytja hundruð þúsund íbúa af svæðinu. Hafa samtökin hvatt alþjóðasamfélagið til að mótmæla þeim. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem starfa undir stjórn Hamas, sögðu á fimmtudagsmorgun að alls 53.010 Palestínumenn hafi látist og 119.998 særst í árásum Ísraela frá því að stríðið hófst í október 2023. Sömu yfirvöld segja að nærri 3.000 hafi verið drepnir frá því að Ísraelsher batt enda á vopnahlé þann 18. mars síðastliðinn. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Sjá meira
Þetta hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir heilbrigðisyfirvöldum og viðbragðsaðilum á Gasa. Árásirnar eiga sér stað á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir Mið-Austurlönd en hann hyggst ekki koma við í Ísrael. Höfðu margir bundið vonir við að heimsókn hans gæti leitt til viðræðna um vopnahlé eða liðkað fyrir endurreisn mannúðaraðstoðar á svæðinu. Ísrael hefur nú stöðvað matar- og lyfjasendingar til Gasa í á þriðja mánuð. AP-fréttaveitan greinir frá því að kvikmyndatökumaður þeirra í Khan Younis hafi talið 10 loftárásir á borgina Khan Younis síðustu nótt og fram á fimmtudag og séð fjölmörg lík flutt á líkhúsið á Nasser-sjúkrahúsinu. Sum þeirra voru illa leikin og tók því tíma að bera kennsl á þau. Palestínskt barn gengur um rústirnar af heimili Al-Zainati fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Meðal hinna látnu var blaðamaður sem starfaði fyrir katarska sjónvarpsstöðina Al Araby TV. Stöðin greindi frá því á samfélagsmiðlum að Hasan Samour hafi verið drepinn ásamt 11 fjölskyldumeðlimum sínum í einni af árásunum á Khan Younis. Þetta var önnur nóttin í röð sem íbúar þurftu að þola miklar sprengjuárásar á borgina. Minnst 70 manns, þar af um tuttugu börn, féllu í loftárásum á norður- og suðurhluta Gasa á miðvikudag, að sögn AP-fréttaveitunnar. Þá féllu 13 manns í annarri árás á mosku og litla heilbrigðisstofnun í Jabaliya í norðurhluta Gasa, að sögn yfirvalda þar. Palestínumenn skoða rústirnar af heimili Al-Lahham fjölskyldunnar, sem eyðilagðist í loftárásum Ísraelshers í Khan Younis á Gazaströndinni á fimmtudag.AP Photo/Abdel Kareem Hana Vilja hernema Gasa og flytja fólk á brott Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur heitið því að bæta enn frekar í hernaðaraðgerðir Ísraela á Gasa með það að markmiði að útrýma Hamas-samtökunum sem fara með yfirráð á svæðinu. Alþjóðasamtök Mannréttindavaktarinnar hafa harðlega gagnrýnt fyrirætlanir Ísraels um að hernema Gasaströndina og flytja hundruð þúsund íbúa af svæðinu. Hafa samtökin hvatt alþjóðasamfélagið til að mótmæla þeim. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem starfa undir stjórn Hamas, sögðu á fimmtudagsmorgun að alls 53.010 Palestínumenn hafi látist og 119.998 særst í árásum Ísraela frá því að stríðið hófst í október 2023. Sömu yfirvöld segja að nærri 3.000 hafi verið drepnir frá því að Ísraelsher batt enda á vopnahlé þann 18. mars síðastliðinn.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Sjá meira