Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar 17. maí 2025 11:00 Það er hreint hjákátlegt að fylgjast með stjórnarandstöðunni ólmast í málþófi til að hindra framgang mála á Alþingi - jafnvel mál sem þau eru í raun hjartanlega sammála. Allt vegna þess að þau eru ekki sjálf í ríkisstjórn. Málþófinu er ætlað að tefja eins og mögulegt er þau mál sem þau vildu í raun koma sjálf í gegn þegar þau voru í ríkisstjórn, en skorti verksvit og vilja til að hrinda í framkvæmd. Við sátum uppi með kyrrstöðustjórn síðustu sjö ár. Nú hafa þau ekkert annað til málanna að leggja nema lýsingar á hversu óhöndlega þeim gengur með tappa á plastflöskum. Verkefni sem sérhvert leikskólabarn hefur náð góðum tökum á. Það er sorglegt að á þessum alvarlegu tímum sem við lifum nú dettur engum í stjórnarandstöðunni í hug að vekja athygli á alvöru málum samtímans. Nei, tappar á plastflöskum og slíkur hégómi á hug þeirra allan til að stíga í ræðustól Alþingis og belgja sig út af hneykslan vegna þess fyrirbæris. Stóru málin hvað? Meðan þau ræða vandræði sín við tappana til að tefja mál sem þau eru sammála um er verið að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þeim dettur ekki í hug að ræða það í ræðustól Alþingis að zíonistar í Ísrael eru að þverbrjóta alþjóðalög. Meira en 50.000 manns hefur verið drepinn og 120.000 særðir og limlestir. Skipulagðar árásir á sjúkrastofnanir, lækna og hjálparstarfsmenn. Hungrað fólk í leit að mat skotið á færi. Hungri beitt sem hernaðaraðgerð og öllum neyðarvistum haldið í herkví til að svelta heila þjóð til bana. Um þetta þegir stjórnarandstaðan skerandi þunnu hljóði þó hún sé að verða uppiskroppa um mál til að ræða í málþófinu. Það vekur athygli að á sama tíma hafa iðulega kvatt sér hljóðs á Alþingi síðustu vikur stjórnarþingmenn til að fordæma þjóðarmorðið: Dagbjört Hákonardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir úr Samfylkingunni og Sigmar Guðmundsson úr Viðreisn. Stjórnarandstöðuþingmenn: Nú er lag. Talið um það sem skiptir máli. Talið um Gaza! Hvet alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í samstöðugöngunni með Palestínu sem leggur af stað frá Bandaríska sendiráðinu í dag og endar með útifundi á Austurvelli – líka stjórnarandstöðuþingmenn! Höfundur er leikstjóri og öldungur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er hreint hjákátlegt að fylgjast með stjórnarandstöðunni ólmast í málþófi til að hindra framgang mála á Alþingi - jafnvel mál sem þau eru í raun hjartanlega sammála. Allt vegna þess að þau eru ekki sjálf í ríkisstjórn. Málþófinu er ætlað að tefja eins og mögulegt er þau mál sem þau vildu í raun koma sjálf í gegn þegar þau voru í ríkisstjórn, en skorti verksvit og vilja til að hrinda í framkvæmd. Við sátum uppi með kyrrstöðustjórn síðustu sjö ár. Nú hafa þau ekkert annað til málanna að leggja nema lýsingar á hversu óhöndlega þeim gengur með tappa á plastflöskum. Verkefni sem sérhvert leikskólabarn hefur náð góðum tökum á. Það er sorglegt að á þessum alvarlegu tímum sem við lifum nú dettur engum í stjórnarandstöðunni í hug að vekja athygli á alvöru málum samtímans. Nei, tappar á plastflöskum og slíkur hégómi á hug þeirra allan til að stíga í ræðustól Alþingis og belgja sig út af hneykslan vegna þess fyrirbæris. Stóru málin hvað? Meðan þau ræða vandræði sín við tappana til að tefja mál sem þau eru sammála um er verið að fremja þjóðarmorð á Gaza. Þeim dettur ekki í hug að ræða það í ræðustól Alþingis að zíonistar í Ísrael eru að þverbrjóta alþjóðalög. Meira en 50.000 manns hefur verið drepinn og 120.000 særðir og limlestir. Skipulagðar árásir á sjúkrastofnanir, lækna og hjálparstarfsmenn. Hungrað fólk í leit að mat skotið á færi. Hungri beitt sem hernaðaraðgerð og öllum neyðarvistum haldið í herkví til að svelta heila þjóð til bana. Um þetta þegir stjórnarandstaðan skerandi þunnu hljóði þó hún sé að verða uppiskroppa um mál til að ræða í málþófinu. Það vekur athygli að á sama tíma hafa iðulega kvatt sér hljóðs á Alþingi síðustu vikur stjórnarþingmenn til að fordæma þjóðarmorðið: Dagbjört Hákonardóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Ása Berglind Hjálmarsdóttir úr Samfylkingunni og Sigmar Guðmundsson úr Viðreisn. Stjórnarandstöðuþingmenn: Nú er lag. Talið um það sem skiptir máli. Talið um Gaza! Hvet alla sem vettlingi geta valdið til að taka þátt í samstöðugöngunni með Palestínu sem leggur af stað frá Bandaríska sendiráðinu í dag og endar með útifundi á Austurvelli – líka stjórnarandstöðuþingmenn! Höfundur er leikstjóri og öldungur
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar