„Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 11:30 Oliver Glasner hefur gert frábæra hluti sem knattspyrnustjóri Crystal Palace. Getty/Rob Newell Þó að Oliver Glasner, knattspyrnustjóri Crystal Palace, vilji ekki tala of mikið um það þá hefur liðið aldrei verið nær því en í dag að vinna sinn fyrsta stóra titil. Mótherjinn er hins vegar Manchester City. Úrslitaleikurinn er á Wembley klukkan 15:30 í dag en bein útsending á Vodafone Sport hefst korteri fyrr. Á meðan City hefur rakað inn titlum á síðustu þrettán árum og spilað urmul risaleikja þá eru Palace-menn í nýjum aðstæðum og það er ekki síst hinum fimmtuga Austurríkismann Glasner að þakka. Hann er hins vegar vel meðvitaður um það að með tapi í dag gleymist frammistaða Palace í vetur fljótt: „Þú talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa,“ sagði Glasner háfleygur í viðtali við BBC. Here we go 😍#CPFC pic.twitter.com/MjXaW5VU9C— Crystal Palace F.C. (@CPFC) May 17, 2025 Sama hvernig fer í dag þá hefur hann hins vegar gert frábæra hluti með Palace síðan hann tók við liðinu af Roy Hodgson í febrúar í fyrra. Enginn fyrrverandi stjóri Palace getur státað af betri stigasöfnun eða að meðaltali 1,49 stig í leik. Samt byrjaði Palace þessa leiktíð afar illa og vann ekki deildarleik fyrr en 27. október. Það tók tíma að jafna sig á brotthvarfi Michael Olise til Bayern München síðasta sumar auk þess sem sjö leikmenn liðsins fóru í úrslit á stórmótum landsliða og þurftu tíma til að jafna sig. Frá því að Palace hrökk í gang, með sigri gegn Tottenham 27. október, er liðið hins vegar í sjötta sæti yfir þau lið sem hafa safnað flestum stigum í úrvalsdeildinni, á eftir Liverpool, Newcastle, Arsenal, Chelsea og Nottingham Forest. Gengið hefur því í raun verið betra en hjá City, þó að veðbankar séu sammála um að City sé mun líklegra til að lyfta bikarnum í dag. „Ég er mjög ánægður. Ekki bara með framfarir okkar heldur umhverfið sem við höfum skapað hérna á æfingasvæðinu og í félaginu. Við erum með mikinn metnað, það leggja allir hart að sér til að ná framförum, og það er aðalástæðan fyrir því hvar við erum stödd núna í lok leiktíðarinnar,“ sagði Glasner en Palace er í 12. sæti úrvalsdeildarinnar og þarf bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að toppa sinn allra besta árangur í sögunni. „Við höfum virkilega fest okkur í sessi á miðri töflunni og erum meira í því að horfa á liðin fyrir ofan okkur en fyrir neðan okkur. Við erum líka komnir í úrslitaleik bikarsins og ég er mjög ánægður með það sem hefur gerst á síðustu 15-16 mánuðum,“ sagði Glasner. Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Úrslitaleikurinn er á Wembley klukkan 15:30 í dag en bein útsending á Vodafone Sport hefst korteri fyrr. Á meðan City hefur rakað inn titlum á síðustu þrettán árum og spilað urmul risaleikja þá eru Palace-menn í nýjum aðstæðum og það er ekki síst hinum fimmtuga Austurríkismann Glasner að þakka. Hann er hins vegar vel meðvitaður um það að með tapi í dag gleymist frammistaða Palace í vetur fljótt: „Þú talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa,“ sagði Glasner háfleygur í viðtali við BBC. Here we go 😍#CPFC pic.twitter.com/MjXaW5VU9C— Crystal Palace F.C. (@CPFC) May 17, 2025 Sama hvernig fer í dag þá hefur hann hins vegar gert frábæra hluti með Palace síðan hann tók við liðinu af Roy Hodgson í febrúar í fyrra. Enginn fyrrverandi stjóri Palace getur státað af betri stigasöfnun eða að meðaltali 1,49 stig í leik. Samt byrjaði Palace þessa leiktíð afar illa og vann ekki deildarleik fyrr en 27. október. Það tók tíma að jafna sig á brotthvarfi Michael Olise til Bayern München síðasta sumar auk þess sem sjö leikmenn liðsins fóru í úrslit á stórmótum landsliða og þurftu tíma til að jafna sig. Frá því að Palace hrökk í gang, með sigri gegn Tottenham 27. október, er liðið hins vegar í sjötta sæti yfir þau lið sem hafa safnað flestum stigum í úrvalsdeildinni, á eftir Liverpool, Newcastle, Arsenal, Chelsea og Nottingham Forest. Gengið hefur því í raun verið betra en hjá City, þó að veðbankar séu sammála um að City sé mun líklegra til að lyfta bikarnum í dag. „Ég er mjög ánægður. Ekki bara með framfarir okkar heldur umhverfið sem við höfum skapað hérna á æfingasvæðinu og í félaginu. Við erum með mikinn metnað, það leggja allir hart að sér til að ná framförum, og það er aðalástæðan fyrir því hvar við erum stödd núna í lok leiktíðarinnar,“ sagði Glasner en Palace er í 12. sæti úrvalsdeildarinnar og þarf bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að toppa sinn allra besta árangur í sögunni. „Við höfum virkilega fest okkur í sessi á miðri töflunni og erum meira í því að horfa á liðin fyrir ofan okkur en fyrir neðan okkur. Við erum líka komnir í úrslitaleik bikarsins og ég er mjög ánægður með það sem hefur gerst á síðustu 15-16 mánuðum,“ sagði Glasner.
Enski boltinn Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira