„Sjálfum okkur verstar” Ólafur Þór Jónsson skrifar 17. maí 2025 17:17 Guðni Eiríksson, þjálfari FH. Vísir/Pawel FH tapaði 4-1 gegn Þrótti í 6. umferð Bestu deildar kvenna og var Guðni Eiríksson, þjálfari FH, ekki sáttur með frammistöðu liðsins. Hann ræddi við Vísi eftir leik og fór yfir það sem fór úrskeiðis. „Það er alveg klárt mál að liðið var ekki klárt þegar leikurinn fór af stað. Þegar þú færð á þig mark eftir mínútu þá ertu ekki „on it“. sagði Guðni en FH lenti undir eftir tveggja mínútna leik. „Fáum svo á okkur annað mark svo stuttu síðar. Þannig við hefjum eigilega leik tveimur mörkum undir. Það er ofsalega erfitt að díla við það en mér fannst við koma okkur inní leikinn þá. Við minnkum muninn og á þeim tímapunkti finnst mér við vera með leikinn algjörlega.“ Guðni viðurkenndi að liðið hefði spilað ágætlega en einbeitingu hefði skort í varnarleiknum. „Öll mörkin eru einhver trúðamörk. Þriðja markið var ofboðslega vont að fá. Það var högg þegar við vorum að sækja jöfnunarmark. Missum síðan fyrirliðan okkar útaf í meiðsli, sem er ömurlegt. Það er einhver bölvun á varnarlínu FH liðsins það sem af er sumri, missum ítrekað leikmenn í meiðsli þar.“ Hann vildi ekki meina að hann þyrfti að hafa áhyggjur af þessu einbeitingarleysi varnarlínunnar. „Fram að þessum leik vorum við búnar að fá á okkur tvö mörk þannig ég hef ekki áhyggjur af því. Ef þetta væri saga liðsins leik eftir leik þá þyrfti ég eitthvað að fara að skoða varnarleikinn. Mér fannst þetta bara algjör trúðamörk sem við vorum að gefa.” sagði Guðni og bætti við: „Erum sjálfum okkur verstar. Vona að þetta hafi bara verið einn af þessum dögum þar sem hlutirnir bara fokkast upp og við gefum þeim alltof ódýr mörk. Það kann ekki góðri lukku að stýra gegn öflugu liði Þróttar.“ Þetta var fyrsti tapleikur FH á tímabilinu sem var fyrir leikinn í öðru sæti í deildinni. „Sleikjum sárin í dag og svo áfram gakk. Maí er rétt hálfnaður og mótið klárast í lok október. Þurfum að fara í gegnum sigra, jafntefli og töp. Verkefnið í dag er að fara í gegnum tap og við þurfum að svara fyrir það í næsta leik.“ sagði Guðni að lokum. Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík FH Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
„Það er alveg klárt mál að liðið var ekki klárt þegar leikurinn fór af stað. Þegar þú færð á þig mark eftir mínútu þá ertu ekki „on it“. sagði Guðni en FH lenti undir eftir tveggja mínútna leik. „Fáum svo á okkur annað mark svo stuttu síðar. Þannig við hefjum eigilega leik tveimur mörkum undir. Það er ofsalega erfitt að díla við það en mér fannst við koma okkur inní leikinn þá. Við minnkum muninn og á þeim tímapunkti finnst mér við vera með leikinn algjörlega.“ Guðni viðurkenndi að liðið hefði spilað ágætlega en einbeitingu hefði skort í varnarleiknum. „Öll mörkin eru einhver trúðamörk. Þriðja markið var ofboðslega vont að fá. Það var högg þegar við vorum að sækja jöfnunarmark. Missum síðan fyrirliðan okkar útaf í meiðsli, sem er ömurlegt. Það er einhver bölvun á varnarlínu FH liðsins það sem af er sumri, missum ítrekað leikmenn í meiðsli þar.“ Hann vildi ekki meina að hann þyrfti að hafa áhyggjur af þessu einbeitingarleysi varnarlínunnar. „Fram að þessum leik vorum við búnar að fá á okkur tvö mörk þannig ég hef ekki áhyggjur af því. Ef þetta væri saga liðsins leik eftir leik þá þyrfti ég eitthvað að fara að skoða varnarleikinn. Mér fannst þetta bara algjör trúðamörk sem við vorum að gefa.” sagði Guðni og bætti við: „Erum sjálfum okkur verstar. Vona að þetta hafi bara verið einn af þessum dögum þar sem hlutirnir bara fokkast upp og við gefum þeim alltof ódýr mörk. Það kann ekki góðri lukku að stýra gegn öflugu liði Þróttar.“ Þetta var fyrsti tapleikur FH á tímabilinu sem var fyrir leikinn í öðru sæti í deildinni. „Sleikjum sárin í dag og svo áfram gakk. Maí er rétt hálfnaður og mótið klárast í lok október. Þurfum að fara í gegnum sigra, jafntefli og töp. Verkefnið í dag er að fara í gegnum tap og við þurfum að svara fyrir það í næsta leik.“ sagði Guðni að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík FH Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira