„Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. maí 2025 18:55 Ágúst var ánægður í leikslok. Vísir/Anton Brink „Mér líður bara gríðarlega vel, fyrst og fremst stoltur af liðinu, leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði sigurreifur Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals eftir að Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn í handknattleik í dag. Valur varð í dag fyrst íslenskra kvennaliða til að vinna sigur í Evrópukeppni. Valur vann 25-24 sigur á spænska liðinu Porrino að Hlíðarenda og einvígið samtals með einu marki. Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals var eðlilega afar ánægður þegar Valur Páll Eiríksson talaði við hann eftir leik. „Ég er auðvitað með frábæra menn með mér. Svo stjórn og allt í kringum félagið er til fyrirmyndar. Ég er mjög stoltur og þakklátur og ánægður með leikinn í dag. Mér fannst við vera miklu betri þegar fór á líða á leikinn og í raun klaufar að koma þessu í þessa stöðu sem þetta endaði í.“ „Stóð ekki alveg á sama undir lokin“ Valskonur voru með fimm marka forystu þegar skammt var eftir en lið Porrino tókst að minnka muninn niður í eitt mark undir lokin. „Ég skal viðurkenna það að mér stóð ekki alveg á sama undir lokin. Við vorum klaufar og fórum illa með færi, víti og fleira á lokakaflanum. En við kláruðum þetta, umgjörðin er frábær og mæting. Ég er bara virkilega þakklátur.“ Ágúst sagði vikuna hafa verið erfiða og biðin eftir leiknum löng en liðin mættust ytra um síðustu helgi. „Að bíða eftir þessu og undirbúa, við gerðum þetta vel. Stelpurnar eiga mikið hrós skilið. Þetta er bara magnaður hópur, við erum með gríðarlega reynda og góða leikmenn í bland við unga og efnilega.“ „Starfið hér í Val er magnað, það er að koma upp 3. og 4. flokkur í úrslitum og haugur af leikmönnum að koma upp. Starfið er mjög gott, góðir þjálfarar og við erum með Elínu Rósu [Magnúsdóttir] sem er frábær, Þóreyju Önnu [Ásgeirsdóttur] sem er að mínu mati besti íslenski handboltaleikmaðurinn og ég gæti haldið áfram.“ Framundan hjá Valskonum er úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar þar sem liðið mætir Haukum. Ágúst sagði að hann ætlaði ekki að stoppa sitt lið í fagnaðarlátum eftir Evrópusigurinn. „Nei, það verður ekki lágur prófíll. Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld og fara á fullri ferð inn í þetta. Svo bara tökum við á næsta verkefni og förum að undirbúa okkur á mánudag. Að vera Evrópumeistari, það er ekki eins og það sé á hverjum degi. Ég ætla að leyfa þeim að njóta þess.“ „Ég get ekki komið orði á það. Ég er gríðarlega stoltur af starfinu hjá okkur öllum. Fyrir íslenskan kvennabolta, ég er búinn að berjast fyrir íslenskan kvennabolta í mörg ár og þetta undirstrikar það sem ég hef oft verið að segja, við erum að koma upp með góða leikmenn og leikmenn sem eru að bæta sig mikið. Ég er ótrúlega stoltur af íslenskum kvennabolta,“ sagði Ágúst að lokum. Allt viðtalið við Ágúst má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EHF-bikarinn Valur Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Valur varð í dag fyrst íslenskra kvennaliða til að vinna sigur í Evrópukeppni. Valur vann 25-24 sigur á spænska liðinu Porrino að Hlíðarenda og einvígið samtals með einu marki. Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals var eðlilega afar ánægður þegar Valur Páll Eiríksson talaði við hann eftir leik. „Ég er auðvitað með frábæra menn með mér. Svo stjórn og allt í kringum félagið er til fyrirmyndar. Ég er mjög stoltur og þakklátur og ánægður með leikinn í dag. Mér fannst við vera miklu betri þegar fór á líða á leikinn og í raun klaufar að koma þessu í þessa stöðu sem þetta endaði í.“ „Stóð ekki alveg á sama undir lokin“ Valskonur voru með fimm marka forystu þegar skammt var eftir en lið Porrino tókst að minnka muninn niður í eitt mark undir lokin. „Ég skal viðurkenna það að mér stóð ekki alveg á sama undir lokin. Við vorum klaufar og fórum illa með færi, víti og fleira á lokakaflanum. En við kláruðum þetta, umgjörðin er frábær og mæting. Ég er bara virkilega þakklátur.“ Ágúst sagði vikuna hafa verið erfiða og biðin eftir leiknum löng en liðin mættust ytra um síðustu helgi. „Að bíða eftir þessu og undirbúa, við gerðum þetta vel. Stelpurnar eiga mikið hrós skilið. Þetta er bara magnaður hópur, við erum með gríðarlega reynda og góða leikmenn í bland við unga og efnilega.“ „Starfið hér í Val er magnað, það er að koma upp 3. og 4. flokkur í úrslitum og haugur af leikmönnum að koma upp. Starfið er mjög gott, góðir þjálfarar og við erum með Elínu Rósu [Magnúsdóttir] sem er frábær, Þóreyju Önnu [Ásgeirsdóttur] sem er að mínu mati besti íslenski handboltaleikmaðurinn og ég gæti haldið áfram.“ Framundan hjá Valskonum er úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar þar sem liðið mætir Haukum. Ágúst sagði að hann ætlaði ekki að stoppa sitt lið í fagnaðarlátum eftir Evrópusigurinn. „Nei, það verður ekki lágur prófíll. Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld og fara á fullri ferð inn í þetta. Svo bara tökum við á næsta verkefni og förum að undirbúa okkur á mánudag. Að vera Evrópumeistari, það er ekki eins og það sé á hverjum degi. Ég ætla að leyfa þeim að njóta þess.“ „Ég get ekki komið orði á það. Ég er gríðarlega stoltur af starfinu hjá okkur öllum. Fyrir íslenskan kvennabolta, ég er búinn að berjast fyrir íslenskan kvennabolta í mörg ár og þetta undirstrikar það sem ég hef oft verið að segja, við erum að koma upp með góða leikmenn og leikmenn sem eru að bæta sig mikið. Ég er ótrúlega stoltur af íslenskum kvennabolta,“ sagði Ágúst að lokum. Allt viðtalið við Ágúst má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni