Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. maí 2025 20:05 Jóhanna Viborg, sem var stjórnandi bútasaumsdaganna í Hveragerði en hún er líka með verslunina Bóthildi í Reykjavík þar sem allt fæst til bútasaums. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um fimmtíu konur víðs vegar af landinu hafa setið við saumavélarnar sínar síðustu daga við bútasaum þar sem þær hafa töfrað fram allskonar teppi, púða og fleira með bútasaumi. Það er búin að vera mikil stemning á Hótel Örk í Hveragerði frá því á fimmtudaginn til síðdegis í dag þegar bútasaumur er annars vegar. Ástæðan er sú að um fimmtíu konur hafa setið við saumavélarnar þessa daga þar, sem þær hafa unnið fjölbreytt verkefni, auk þess að spjalla og hafa gaman saman. Jóhanna Viborg er sú sem stjórnaði bútasaumshittingnum en hún er með verslunina Bóthildi í Reykjavík þar sem hún selur allt til bútasaums. „Já, hér er búið að sauma og sauma, bútasaumskonur hist og hér af landinu, sem komu og flestar þeirra ef ekki allar eru kúnnar mínir úr Bóthildi,” segir Jóhanna. En einhver sagði mér að þú værir að fara að hætta með þetta, er það rétt eða rangt? „Ég ætla að hætta um áramótin með búðina og ætlaði að hafa þetta síðustu helgina en konurnar eru búnar að snúa illilega upp á hendina á mér þannig að ég ætla að reyna aftur næsta ár,” segir Jóhanna. Og konurnar segja bútasaum dásamlegan. „Þetta er svo gott fyrir sálina og svo er maður náttúrulega alltaf að skapa. En þetta er bara hugarró algjör og góður félagsskapur, búa til falleg efni og læra, maður lærir mikið,” segir Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, bútasaumskona frá Ísafirði. Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, sem býr á Ísafirði er mjög öflug og dugleg bútasaumskona.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er rosalega gaman, þetta er það skemmtilegasta, sem maður gerir. Mjög skemmtilegt áhugamál og gefandi,” segir Sigrún Sólmundardóttir, bútasaumskona frá Bergsholti í Melasveit. Sigrún Sólmundardóttir, bútasaumskona frá Bergsholti í Melasveit var mjög ánægð með dagana í Hveragerði í bútasaumnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brynja Kerjúlf, sem á eitt ár í að verða 90 ára lét sig ekki vanta á bútasaumsdagana í Hveragerði. „Það er hlegið og talað og saumað allan daginn, alveg dásamlegt. Já, mér er sagt að ég sé aldursforsetinn”, segir Brynja hlægjandi. Þrátt fyrir að það styttist í að Brynja Kjerúlf bútasaumskona frá Akranesi verði 90 ára þá er hún á fullum krafti í bútasaumi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristín Björg Erlendsdóttir, bútasaumskona búsett í Garðabæ var með ótrúlega falleg bútasaumsteppi, sem hún gerði. „Bútasaumur er rosalega skemmtilegur og það er alltaf gaman að sjá hvað hinar konurnar eru að gera. Ég gef yfirleitt allt, sem ég er að sauma, á minnst af þessu sjálf,“ segir Kristín. Kristín Björk Erlendsdóttir, bútasaumakona úr Garðabæ með eitt af teppunum, sem hún hefur gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er íslenska karlmaðurinn, ég sé engan karl hérna? „Nei, þeir eru einhvers staðar í felum, þeir koma ekki til okkar,” segir Kristín hlæjandi. Hveragerði Handverk Hannyrðir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Það er búin að vera mikil stemning á Hótel Örk í Hveragerði frá því á fimmtudaginn til síðdegis í dag þegar bútasaumur er annars vegar. Ástæðan er sú að um fimmtíu konur hafa setið við saumavélarnar þessa daga þar, sem þær hafa unnið fjölbreytt verkefni, auk þess að spjalla og hafa gaman saman. Jóhanna Viborg er sú sem stjórnaði bútasaumshittingnum en hún er með verslunina Bóthildi í Reykjavík þar sem hún selur allt til bútasaums. „Já, hér er búið að sauma og sauma, bútasaumskonur hist og hér af landinu, sem komu og flestar þeirra ef ekki allar eru kúnnar mínir úr Bóthildi,” segir Jóhanna. En einhver sagði mér að þú værir að fara að hætta með þetta, er það rétt eða rangt? „Ég ætla að hætta um áramótin með búðina og ætlaði að hafa þetta síðustu helgina en konurnar eru búnar að snúa illilega upp á hendina á mér þannig að ég ætla að reyna aftur næsta ár,” segir Jóhanna. Og konurnar segja bútasaum dásamlegan. „Þetta er svo gott fyrir sálina og svo er maður náttúrulega alltaf að skapa. En þetta er bara hugarró algjör og góður félagsskapur, búa til falleg efni og læra, maður lærir mikið,” segir Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, bútasaumskona frá Ísafirði. Jóhanna Björg Aðalsteinsdóttir, sem býr á Ísafirði er mjög öflug og dugleg bútasaumskona.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er rosalega gaman, þetta er það skemmtilegasta, sem maður gerir. Mjög skemmtilegt áhugamál og gefandi,” segir Sigrún Sólmundardóttir, bútasaumskona frá Bergsholti í Melasveit. Sigrún Sólmundardóttir, bútasaumskona frá Bergsholti í Melasveit var mjög ánægð með dagana í Hveragerði í bútasaumnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brynja Kerjúlf, sem á eitt ár í að verða 90 ára lét sig ekki vanta á bútasaumsdagana í Hveragerði. „Það er hlegið og talað og saumað allan daginn, alveg dásamlegt. Já, mér er sagt að ég sé aldursforsetinn”, segir Brynja hlægjandi. Þrátt fyrir að það styttist í að Brynja Kjerúlf bútasaumskona frá Akranesi verði 90 ára þá er hún á fullum krafti í bútasaumi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Kristín Björg Erlendsdóttir, bútasaumskona búsett í Garðabæ var með ótrúlega falleg bútasaumsteppi, sem hún gerði. „Bútasaumur er rosalega skemmtilegur og það er alltaf gaman að sjá hvað hinar konurnar eru að gera. Ég gef yfirleitt allt, sem ég er að sauma, á minnst af þessu sjálf,“ segir Kristín. Kristín Björk Erlendsdóttir, bútasaumakona úr Garðabæ með eitt af teppunum, sem hún hefur gert.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar er íslenska karlmaðurinn, ég sé engan karl hérna? „Nei, þeir eru einhvers staðar í felum, þeir koma ekki til okkar,” segir Kristín hlæjandi.
Hveragerði Handverk Hannyrðir Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira