Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 09:30 Marko Arnautovic dapur á svip eftir að mark hans gegn Lazio var dæmt af. Getty/Severin Aichbauer Svo gæti farið að Inter og Napoli þurfi að spila hreinan úrslitaleik um ítalska meistaratitilinn í fótbolta, samkvæmt reglum sem samþykktar voru fyrir þremur árum, eftir dramatíska næstsíðustu umferð í gær. Hvorki Napoli né Inter tókst að vinna í gær en dramatíkin var mikil í uppbótartímanum. Napoli gerði aðeins markalaust jafntefli við Parma og á sama tíma var Inter 2-1 yfir á móti Lazio, og því á góðri leið með að komast í kjörstöðu fyrir lokaumferðina. En á 90. mínútu jafnaði spænski reynsluboltinn Pedro úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Simone Inzaghi, stjóri Inter, fékk þá að líta rauða spjaldið rétt eins og Antonio Conte hjá Napoli gerði í leiknum við Parma, sem og reyndar Christian Chivu, stjóri Parma. Marko Arnautovic virtist þó ætla að tryggja Inter sigur þegar hann skallaði í netið í uppbótartíma en eftir skoðun á myndbandi kom í ljós að hann var rangstæður. Á sama tíma var Napoli að fá vítaspyrnu dæmda í leiknum við Parma en hún var svo tekin af liðinu eftir skoðun í varsjánni, á níundu mínútu uppbótartíma. 🤩 WHAT A NIGHT IN SERIE A 🤩✅ Manager red cards 🔴✅ Numerous VAR checks 📺✅ Late goals 🤯✅ Overturned penalties 🙅♂️✅ Misses ❌And it's now advantage Napoli going into GW38! 🏆 pic.twitter.com/KXJ7sJ59lB— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 18, 2025 Þetta þýðir að Napoli er einu stigi fyrir ofan Inter fyrir lokaumferðina og dugar því sigur á heimavelli gegn Cagliari, liðinu í 14. sæti, til að verða meistari. Ef Napoli tapar hins vegar leiknum og Inter gerir jafntefli við Como á útivelli þá enda liðin jöfn að stigum. Samkvæmt reglunum á Ítalíu verður þá ekki horft til markatölu liðanna heldur verður sérstakur aukaúrslitaleikur á milli þeirra um meistaratitilinn. Samkvæmt ítölskum miðlum hefur þetta áhrif á það að ekki sé búið að ákveða hvenær leikirnir í lokaumferð deildarinnar fara fram. Í ljósi þess að Inter spilar úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 31. maí, við PSG, þarf að vera svigrúm fyrir hreinan úrslitaleik í ítölsku deildinni ef til hans kæmi. Lokaumferðin átti að fara öll fram næsta sunnudag en það verður tekin ákvörðun í dag um dagsetningu. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vilja Inter-menn að lokaumferðin verði á fimmtudagskvöld, svo að þeir fái sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Napoli-menn eru hins vegar sagðir vilja lokaumferð á föstudagskvöld, til að hægt sé að fagna titlinum sem lengst, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN. Ítalski boltinn Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Hvorki Napoli né Inter tókst að vinna í gær en dramatíkin var mikil í uppbótartímanum. Napoli gerði aðeins markalaust jafntefli við Parma og á sama tíma var Inter 2-1 yfir á móti Lazio, og því á góðri leið með að komast í kjörstöðu fyrir lokaumferðina. En á 90. mínútu jafnaði spænski reynsluboltinn Pedro úr vítaspyrnu fyrir Lazio. Simone Inzaghi, stjóri Inter, fékk þá að líta rauða spjaldið rétt eins og Antonio Conte hjá Napoli gerði í leiknum við Parma, sem og reyndar Christian Chivu, stjóri Parma. Marko Arnautovic virtist þó ætla að tryggja Inter sigur þegar hann skallaði í netið í uppbótartíma en eftir skoðun á myndbandi kom í ljós að hann var rangstæður. Á sama tíma var Napoli að fá vítaspyrnu dæmda í leiknum við Parma en hún var svo tekin af liðinu eftir skoðun í varsjánni, á níundu mínútu uppbótartíma. 🤩 WHAT A NIGHT IN SERIE A 🤩✅ Manager red cards 🔴✅ Numerous VAR checks 📺✅ Late goals 🤯✅ Overturned penalties 🙅♂️✅ Misses ❌And it's now advantage Napoli going into GW38! 🏆 pic.twitter.com/KXJ7sJ59lB— Football on TNT Sports (@footballontnt) May 18, 2025 Þetta þýðir að Napoli er einu stigi fyrir ofan Inter fyrir lokaumferðina og dugar því sigur á heimavelli gegn Cagliari, liðinu í 14. sæti, til að verða meistari. Ef Napoli tapar hins vegar leiknum og Inter gerir jafntefli við Como á útivelli þá enda liðin jöfn að stigum. Samkvæmt reglunum á Ítalíu verður þá ekki horft til markatölu liðanna heldur verður sérstakur aukaúrslitaleikur á milli þeirra um meistaratitilinn. Samkvæmt ítölskum miðlum hefur þetta áhrif á það að ekki sé búið að ákveða hvenær leikirnir í lokaumferð deildarinnar fara fram. Í ljósi þess að Inter spilar úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 31. maí, við PSG, þarf að vera svigrúm fyrir hreinan úrslitaleik í ítölsku deildinni ef til hans kæmi. Lokaumferðin átti að fara öll fram næsta sunnudag en það verður tekin ákvörðun í dag um dagsetningu. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vilja Inter-menn að lokaumferðin verði á fimmtudagskvöld, svo að þeir fái sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Napoli-menn eru hins vegar sagðir vilja lokaumferð á föstudagskvöld, til að hægt sé að fagna titlinum sem lengst, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN.
Ítalski boltinn Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira