Um 100 skemmtiferðaskip í Vestmannaeyjum í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júní 2025 20:04 Í vor og það sem af er sumri hafa nokkur skemmtiferðaskip komið til Vestmannaeyjar, meðal annars þetta skip. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um hundrað skemmtiferðaskip koma til Vestmannaeyja í sumar og eru þau fyrstu nú þegar komin. Koma skipanna er mikil vítamínsprauta fyrir bæjarfélagið fyrir allskonar þjónustu. Það þykir öllum gaman að koma til Vestmannaeyja og þar eru innlendir og erlendir ferðamenn engin undantekning en mjög mikið er um ferðamenn í bæjarfélaginu á vorin og sumrin. Farþegar skemmtiferðaskipa eru líka stór hluti ferðamanna þó þau stoppi yfirleitt ekki lengi í höfninni. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskólans er duglegur að fara með hópa um eyjuna enda mjög fróður og skemmtilegur leiðsögumaður. „Veðrið er komið og það stefnir bara í gott sumar. Ég er sannfærður um að sumarið verði mjög gott ferðasumar og að þetta verði sumarið okkar“, segir Jarl kátur í bragði. Jarl er ánægður með öll skemmtiferðaskipin, sem verða í Vestmannaeyjum í sumar og hafa verið nú í vor. „Já, það er gríðarleg lyftistöng og að fá þá ferðamenn hingað. Þeir skilja eftir gjaldeyrir, sem við nýtum. Þetta er reyndar bara dagstopp, skipin koma hérna og taka kannski fjórhjólaferð eða bátsferð eða rútuferð með ferðamennina og kynna sér eyjuna,“ segir Jarl. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, sem tekur af og til á móti ferðahópum, sem koma til eyja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver eru viðbrögð erlendra ferðamanna, sem koma til Vestmannaeyja, hvað segir fólk? „Þau segja bara vá, það er bara svoleiðis, þau elska þetta,“ segir Jarl. Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Vali Gíslasyni hafnsögumanni komu 103 skemmtiferðaskip á síðasta ári til Vestmannaeyja en í ár eru 97 komur bókaðar þannig að það er smávægileg fækkun á milli ára. Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra líst vel á ferðasumarið 2025 í Vestmannaeyjum. „Þetta er frábær tími í Eyjum, sumarið og við höfum mikið að hlakka til, við erum hátíðarglöð og svona, þannig að þetta er góður tími. Við fáum mjög mikið af ferðamönnum yfir sumartímann og líka mikið af Íslendingum, sem vilja koma og njóta þess, sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Íris. Íris er líka ánægð með öll skemmtiferðaskipin. „Já, já, af því að þeim finnst algjörlega einstakt að sigla hingað inn til okkar og fjallasalurinn, sem tekur á móti skipunum er eitthvað, sem þau upplifa hvergi,“ segir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er að vonum kampakát með alla ferðamennina, sem heimsækja Vestmannaeyjar yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Ferðaþjónusta Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Það þykir öllum gaman að koma til Vestmannaeyja og þar eru innlendir og erlendir ferðamenn engin undantekning en mjög mikið er um ferðamenn í bæjarfélaginu á vorin og sumrin. Farþegar skemmtiferðaskipa eru líka stór hluti ferðamanna þó þau stoppi yfirleitt ekki lengi í höfninni. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskólans er duglegur að fara með hópa um eyjuna enda mjög fróður og skemmtilegur leiðsögumaður. „Veðrið er komið og það stefnir bara í gott sumar. Ég er sannfærður um að sumarið verði mjög gott ferðasumar og að þetta verði sumarið okkar“, segir Jarl kátur í bragði. Jarl er ánægður með öll skemmtiferðaskipin, sem verða í Vestmannaeyjum í sumar og hafa verið nú í vor. „Já, það er gríðarleg lyftistöng og að fá þá ferðamenn hingað. Þeir skilja eftir gjaldeyrir, sem við nýtum. Þetta er reyndar bara dagstopp, skipin koma hérna og taka kannski fjórhjólaferð eða bátsferð eða rútuferð með ferðamennina og kynna sér eyjuna,“ segir Jarl. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, sem tekur af og til á móti ferðahópum, sem koma til eyja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver eru viðbrögð erlendra ferðamanna, sem koma til Vestmannaeyja, hvað segir fólk? „Þau segja bara vá, það er bara svoleiðis, þau elska þetta,“ segir Jarl. Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Vali Gíslasyni hafnsögumanni komu 103 skemmtiferðaskip á síðasta ári til Vestmannaeyja en í ár eru 97 komur bókaðar þannig að það er smávægileg fækkun á milli ára. Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra líst vel á ferðasumarið 2025 í Vestmannaeyjum. „Þetta er frábær tími í Eyjum, sumarið og við höfum mikið að hlakka til, við erum hátíðarglöð og svona, þannig að þetta er góður tími. Við fáum mjög mikið af ferðamönnum yfir sumartímann og líka mikið af Íslendingum, sem vilja koma og njóta þess, sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Íris. Íris er líka ánægð með öll skemmtiferðaskipin. „Já, já, af því að þeim finnst algjörlega einstakt að sigla hingað inn til okkar og fjallasalurinn, sem tekur á móti skipunum er eitthvað, sem þau upplifa hvergi,“ segir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er að vonum kampakát með alla ferðamennina, sem heimsækja Vestmannaeyjar yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Ferðaþjónusta Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira