Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar 20. maí 2025 09:33 Það er ótrúlegt að sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur stíga í pontu með miklum þunga og lýsa yfir tortryggni á ákæruvaldi og réttarvörslukerfinu í kjölfar lekamáls sem dregur dám af bæði pólitískum spillingarsagnaflækjum og illa leikstýrðu njósnamyndbandi. Sjálfstæðisflokkurinn – flokkurinn sem í tíð hrunsins var við völd og studdi áframhaldandi valdakerfi þar sem gagnsæi var fjarlæg hugsjón hjá þeim – vill nú allt í einu rannsaka hvort ákæruvaldið hafi farið að lögum? Þetta er eins og að horfa á eldspúandi dreka leggja fram tillögu um brunaeftirlit. Rannsóknarnefnd – til að rannsaka þá sem rannsökuðu? Við megum ekki gleyma því að þegar embætti sérstaks saksóknara var stofnað eftir hrunið, þá voru það einmitt „þeir háttvirtu“ sem tóku í taumana. Nú á sem sagt að stofna rannsóknarnefnd til að rannsaka þá sem rannsökuðu þá sem komu okkur í þessa stöðu í fyrsta lagi – og vonandi ekki gleyma því að skoða hvort einhverjir í sjálfum Sjálfstæðisflokknum hafi sloppið með hégóma og ofbeldi í fötum valdsins. Ef þetta er ekki pólitískt gaslýsing.. þá veit ég ekki hvað er. Vald kallar á ábyrgð – ekki leikrit Þegar Guðrún, sem nú stendur fremst í flokki sem stundað hefur pólitíska afneitun svo lengi að það hefur nær orðið listform, talar um að „rannsaka traust ríkisins“ og „hvort réttindi borgaranna hafi verið virt“, þá er það í sjálfu sér þversögn sem ætti að fá Alþingi allt til að frjósa í hljóðlátum spyrnum. Hver var það sem hafði í hendi sér allt réttarkerfið þegar þetta átti sér stað? Hverjir voru það sem hlupu í felur með skýrslur, skipuðu vini og frændur í stöður og komu í veg fyrir að alvöru uppgjör ætti sér stað? Svar: Þeir sömu og nú vilja virðast sem hvítþveginn málsvari siðferðis. Hver ræður rannsókninni? Ef ríkisstjórnin ætlar að samþykkja rannsóknarnefnd, þá verður hún að vera skipuð af óháðum útlenskum, aðilum utan hins pólitíska leiks – ekki „þremur vel völdum“ einstaklingum sem fá kjötbein úr bakherbergjum. Annars er þetta bara dýr og innihaldslaus sýning – enn ein eyðslan með almannafé í nafni „lýðræðis“ sem enginn trúir á lengur. Að lokum... Kannski þurfum við ekki enn eina rannsóknarnefnd. Kannski þurfum við að hætta að láta þá sem sitja við valdaborðið stjórna því hvernig sagan er sögð – og hverjum er gefin rödd. En Guðrún fær prik fyrir leikræna tjáningu. Hún hefði verið frábær í Shakespeare – „Et tu, Brute?“ (og þú, Guðrún ? ) hefði hljómað vel úr hennar munni. Spurning bara hver stingur næst – og hvern Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Hrunið Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt að sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur stíga í pontu með miklum þunga og lýsa yfir tortryggni á ákæruvaldi og réttarvörslukerfinu í kjölfar lekamáls sem dregur dám af bæði pólitískum spillingarsagnaflækjum og illa leikstýrðu njósnamyndbandi. Sjálfstæðisflokkurinn – flokkurinn sem í tíð hrunsins var við völd og studdi áframhaldandi valdakerfi þar sem gagnsæi var fjarlæg hugsjón hjá þeim – vill nú allt í einu rannsaka hvort ákæruvaldið hafi farið að lögum? Þetta er eins og að horfa á eldspúandi dreka leggja fram tillögu um brunaeftirlit. Rannsóknarnefnd – til að rannsaka þá sem rannsökuðu? Við megum ekki gleyma því að þegar embætti sérstaks saksóknara var stofnað eftir hrunið, þá voru það einmitt „þeir háttvirtu“ sem tóku í taumana. Nú á sem sagt að stofna rannsóknarnefnd til að rannsaka þá sem rannsökuðu þá sem komu okkur í þessa stöðu í fyrsta lagi – og vonandi ekki gleyma því að skoða hvort einhverjir í sjálfum Sjálfstæðisflokknum hafi sloppið með hégóma og ofbeldi í fötum valdsins. Ef þetta er ekki pólitískt gaslýsing.. þá veit ég ekki hvað er. Vald kallar á ábyrgð – ekki leikrit Þegar Guðrún, sem nú stendur fremst í flokki sem stundað hefur pólitíska afneitun svo lengi að það hefur nær orðið listform, talar um að „rannsaka traust ríkisins“ og „hvort réttindi borgaranna hafi verið virt“, þá er það í sjálfu sér þversögn sem ætti að fá Alþingi allt til að frjósa í hljóðlátum spyrnum. Hver var það sem hafði í hendi sér allt réttarkerfið þegar þetta átti sér stað? Hverjir voru það sem hlupu í felur með skýrslur, skipuðu vini og frændur í stöður og komu í veg fyrir að alvöru uppgjör ætti sér stað? Svar: Þeir sömu og nú vilja virðast sem hvítþveginn málsvari siðferðis. Hver ræður rannsókninni? Ef ríkisstjórnin ætlar að samþykkja rannsóknarnefnd, þá verður hún að vera skipuð af óháðum útlenskum, aðilum utan hins pólitíska leiks – ekki „þremur vel völdum“ einstaklingum sem fá kjötbein úr bakherbergjum. Annars er þetta bara dýr og innihaldslaus sýning – enn ein eyðslan með almannafé í nafni „lýðræðis“ sem enginn trúir á lengur. Að lokum... Kannski þurfum við ekki enn eina rannsóknarnefnd. Kannski þurfum við að hætta að láta þá sem sitja við valdaborðið stjórna því hvernig sagan er sögð – og hverjum er gefin rödd. En Guðrún fær prik fyrir leikræna tjáningu. Hún hefði verið frábær í Shakespeare – „Et tu, Brute?“ (og þú, Guðrún ? ) hefði hljómað vel úr hennar munni. Spurning bara hver stingur næst – og hvern Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagmálum.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun