Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Lovísa Arnardóttir skrifar 20. maí 2025 14:03 Valgerður er talskona Hvalavina. Hún hvetur fólk til að skila inn umsögn um tillögur starfshópsins. Vísir/Arnar Í dag rennur út frestur í samráðsgátt til að skila inn athugasemd um skýrslu og tillögur starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða á Íslandi. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir áríðandi að fólk nýti þennan lýðræðislega rétt til að skila inn umsögn. Skýrslan var sett í samráðsgátt þann 6. maí og gefnar tvær vikur til að skila inn athugasemd. Að loknu samráði mun Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra taka ákvörðun um framtíð og lagaumgjörð hvalveiða á Íslandi Í skýrslunni er til dæmis lagt til að verði hvalveiðum haldið áfram að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin verði auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa verði settur með lögum. Starfshópurinn tók mið af þremur kostum, að veiðar verði bannaðar til frambúðar, að veiðar verði takmarkaðar og að veiðum verði haldið áfram. Hlutverk starfshópsins var ekki að gera tillögu um hvern kostinn bæri að velja, heldur að greina þau lögfræðilegu álitaefni sem á kann að reyna við hvern og einn kost. Hvalavinir skiluðu umsögn í dag með Landvernd, Samtökum um dýravelferð, SOA á Íslandi og Ungum umhverfissinnum. Valgerður segir skýr áhersluatriði í umsögninni. „Okkur finnst skýrslan ítarleg og fara vel yfir hins ýmsu lög en okkur finnst hún mjög fókuseruð á rétt manns til atvinnu. Þessi atvinnufrelsisklausa í stjórnarskrá virðist ráða mjög miklu og okkur finnst fókusinn heldur mikill á það,“ segir Valgerður. Dýravelferð eigi að trompa atvinnurétt Það sé minnst á það í skýrslunni að ráðherra geti bannað hvalveiðar og Ísland sé aðili að ýmsum alþjóðlegum skuldbindingum sem styðji það og því væri auðvelt fyrir ráðherra að vísa í það tæki hún þá ákvörðun að banna veiðarnar. Auk þess sem það komi reglulega fram í könnunum að meirihluti þjóðar sé á móti veiðunum. „Það eru þannig svo mörg önnur rök fyrir utan sem okkur finnst aðalmálið, að dýravelferðarlög eigi að vega þyngra. Ef atvinna brýtur í bága við dýravelferðarlög þá eigi dýravelferðarlögin að trompa það. Við eigum ekki að stunda atvinnu sem veldur dýrum þjáningu.“ Valgerður segir samtökin sammála um að í skýrslunni skorti þó framtíðarsýn. „Þrátt fyrir að skýrslan sé ítarleg skortir hana skýra stefnu um varanlegt bann við hvalveiðum. Í henni er ekki tekið nægilegt mið af breyttum samfélagslegum og siðferðilegum viðhorfum um náttúruvernd og dýravelferð,“ segir Valgerður. Engar hvalveiðar fara fram hjá Hval hf. í sumar. Vísir/Egill Þá gagnrýna samtökin einnig í umsögn sinni að siðferðileg og vistfræðileg rök vegi þyngra en atvinnufrelsi. „Núverandi lagaumgjörð gerir ráð fyrir hvalveiðum þrátt fyrir að þær séu andstæðar lögum um velferð dýra og hafi skaðleg áhrif á vistkerfi hafsins. Hvalir eru greindar og félagsverur sem þjást mikið við veiðar,“ segir Valgerður. Ýmsar alþjóðlegar skuldbindingar Þá er í umsögninni bent á fjölda laga og alþjóðlegra skuldbindinga sem íslensk stjórnvöld hafi undirgengist. Valgerður segir að til dæmis sé það þannig samkvæmt lögum um vernd villtra dýra (nr. 64/1994) og dýravelferð (nr. 55/2013) að hvalveiðar ættu ekki að eiga sér stað. „Ísland hefur einnig skuldbundið sig alþjóðlega, meðal annars í gegnum Alþjóðahvalveiðiráðið (IWC), og núverandi stefna grefur undan trúverðugleika Íslands í umhverfisvernd.“ Þá segir Valgerður að í umsögninni sé einnig fjallað um áhrif hvalveiða á bæði orðspor og útflutning á Íslandi. Hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ímynd Íslands sem náttúruvæns ferðamannalands og geti haft skaðleg áhrif á ferðaþjónustu og viðskiptahagsmuni. Þá sýni rannsóknir að meirihluti Íslendinga vill banna hvalveiðar. „Samt sem áður er haldið áfram veiðum í trássi við almenna afstöðu þjóðarinnar.“ Í umsögninni er svo einnig bent á að hvalir spili mikilvægt hlutverk í kolefnishringrás sjávar og loftslagskerfi jarðar. Þeir stuðli að bindingu kolefnis og auki framleiðni hafsins og þannig gangi veiðar á þeim gegn loftslagsmarkmiðum Íslands. „Við leggjum til að sérstök lög um hval- og selveiðar verði felld úr gildi og þessi dýr færð undir almenn lög um vernd villtra dýra og búsvæða. Það myndi tryggja samræmda stjórnsýslu og dýravelferð. Ísland hefur tækifæri til að vera leiðandi afl í náttúruvernd og dýravelferð. Bann við hvalveiðum væri mikilvægt skref í þá átt og myndi styðja við sjálfbæra framtíð og uppbyggingu á grænni ímynd landsins,“ segir Valgerður. Hún hvetur fólk til að nýta daginn og senda inn umsögn um málið. „Það er frekar einfalt að senda inn umsögn þó fáir séu kannski komnir upp á lagið með það. Við gerðum nokkrar umsagnir tilbúnar og buðum fólkið að senda þær inn,“ segir Valgerður og að þær hafi verið notaðar mikið. Um helgina hafi samtökin svo uppfært textann svo það yrði einhver fjölbreytileiki í umsögnunum. „Þetta er mjög þægilegt fyrir fólk ef það vill láta rödd sína heyrast. Samráðsgáttin er fyrir alla á Íslandi til að láta rödd sína heyrast. Þó það sé lítið eða stutt þá er gott að setja inn umsögn,“ segir Valgerður og minnir á að fresturinn sé til miðnættis í kvöld. Mikill fjöldi innlendra og erlendra umsagna Þegar fréttin er skrifuð er búið að skila inn hátt í 300 umsögnum en að sögn Valgerðar má búast við því að þær verði enn fleiri. Mikill fjöldi þeirra er frá einstaklingum sem eru á móti hvalveiðum en þar er einnig að finna umsögn frá Félagi skipstjórnarmanna þar sem bent er á að laga þurfi regluverk í kringum hvalveiðar. Til dæmis þurfi að leyfa notkun rafmagns við aflífun. Þar segir að nauðsynlegt sé að stundaðar verði sjálfbærar hvalveiðar í hafsvæðinu umhverfis Ísland og að hvalastofninum hafi fjölgað verulega síðustu tuttugu ár og það hafi til dæmis haft mikil áhrif á loðnubrestinn. Hvalur hf. hefur einnig skilað inn umsögn þar sem kemur fram að fyrirtækið telji skýrsluna vel unna. Þá segir að fyrirtækið myndi fagna því ef lagður yrði grunnur að því að „efla faglegan grundvöll ákvarðanatöku og stuðla að bættri stjórnsýslu til frambúðar“ þegar kemur að hvalveiðum. Gott væri að samræma lög um hvalveiðar við lög sem gildi almennt um nytjastofna. Þá er bent á að fyrirtækið hafi ráðist í umfangsmikla þróun og fjárfestingu á veiðibúnaði til að bæta veiðiaðferðir og það hafi skilað góðum árangri og breytingum til batnaðar. Valgerður segir að auk þess sé von á hundruð umsagna frá erlendum félagasamtökum sem skila verði í gegnum netfang. Samtök sem hafa skilað inn umsögnum eru til dæmis Ocean preservation Society, Whale and Dolphin Conservation, Seaspiracy, Gallifrey Foundation, Incredible Oceans og Hard to Port. Valgerður segir slíkan alþjóðlegan stuðning skipta miklu máli. „Alþjóðasamfélagið er að fylgjast með. Það eru öll ríki í heiminum nema Ísland, Noregur og Japan búin að banna hvalveiðar og þetta er alþjóðasamfélaginu mikið hjartans mál bara vegna ástand sjávar og heilbrigði hafsins, að við hlúum að dýrategundum í hafinu og heilbrigði þess. Við eigum ekki hvalina. Þeir ferðast hingað og þá nýtum við tækifærið og skjótum þá. Þeir ferðast um heimshöfin og heilbrigði þeirra og hafsins kemur öllum við. Það er ekki okkar einkamál.“ Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Skýrslan var sett í samráðsgátt þann 6. maí og gefnar tvær vikur til að skila inn athugasemd. Að loknu samráði mun Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra taka ákvörðun um framtíð og lagaumgjörð hvalveiða á Íslandi Í skýrslunni er til dæmis lagt til að verði hvalveiðum haldið áfram að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin verði auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa verði settur með lögum. Starfshópurinn tók mið af þremur kostum, að veiðar verði bannaðar til frambúðar, að veiðar verði takmarkaðar og að veiðum verði haldið áfram. Hlutverk starfshópsins var ekki að gera tillögu um hvern kostinn bæri að velja, heldur að greina þau lögfræðilegu álitaefni sem á kann að reyna við hvern og einn kost. Hvalavinir skiluðu umsögn í dag með Landvernd, Samtökum um dýravelferð, SOA á Íslandi og Ungum umhverfissinnum. Valgerður segir skýr áhersluatriði í umsögninni. „Okkur finnst skýrslan ítarleg og fara vel yfir hins ýmsu lög en okkur finnst hún mjög fókuseruð á rétt manns til atvinnu. Þessi atvinnufrelsisklausa í stjórnarskrá virðist ráða mjög miklu og okkur finnst fókusinn heldur mikill á það,“ segir Valgerður. Dýravelferð eigi að trompa atvinnurétt Það sé minnst á það í skýrslunni að ráðherra geti bannað hvalveiðar og Ísland sé aðili að ýmsum alþjóðlegum skuldbindingum sem styðji það og því væri auðvelt fyrir ráðherra að vísa í það tæki hún þá ákvörðun að banna veiðarnar. Auk þess sem það komi reglulega fram í könnunum að meirihluti þjóðar sé á móti veiðunum. „Það eru þannig svo mörg önnur rök fyrir utan sem okkur finnst aðalmálið, að dýravelferðarlög eigi að vega þyngra. Ef atvinna brýtur í bága við dýravelferðarlög þá eigi dýravelferðarlögin að trompa það. Við eigum ekki að stunda atvinnu sem veldur dýrum þjáningu.“ Valgerður segir samtökin sammála um að í skýrslunni skorti þó framtíðarsýn. „Þrátt fyrir að skýrslan sé ítarleg skortir hana skýra stefnu um varanlegt bann við hvalveiðum. Í henni er ekki tekið nægilegt mið af breyttum samfélagslegum og siðferðilegum viðhorfum um náttúruvernd og dýravelferð,“ segir Valgerður. Engar hvalveiðar fara fram hjá Hval hf. í sumar. Vísir/Egill Þá gagnrýna samtökin einnig í umsögn sinni að siðferðileg og vistfræðileg rök vegi þyngra en atvinnufrelsi. „Núverandi lagaumgjörð gerir ráð fyrir hvalveiðum þrátt fyrir að þær séu andstæðar lögum um velferð dýra og hafi skaðleg áhrif á vistkerfi hafsins. Hvalir eru greindar og félagsverur sem þjást mikið við veiðar,“ segir Valgerður. Ýmsar alþjóðlegar skuldbindingar Þá er í umsögninni bent á fjölda laga og alþjóðlegra skuldbindinga sem íslensk stjórnvöld hafi undirgengist. Valgerður segir að til dæmis sé það þannig samkvæmt lögum um vernd villtra dýra (nr. 64/1994) og dýravelferð (nr. 55/2013) að hvalveiðar ættu ekki að eiga sér stað. „Ísland hefur einnig skuldbundið sig alþjóðlega, meðal annars í gegnum Alþjóðahvalveiðiráðið (IWC), og núverandi stefna grefur undan trúverðugleika Íslands í umhverfisvernd.“ Þá segir Valgerður að í umsögninni sé einnig fjallað um áhrif hvalveiða á bæði orðspor og útflutning á Íslandi. Hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ímynd Íslands sem náttúruvæns ferðamannalands og geti haft skaðleg áhrif á ferðaþjónustu og viðskiptahagsmuni. Þá sýni rannsóknir að meirihluti Íslendinga vill banna hvalveiðar. „Samt sem áður er haldið áfram veiðum í trássi við almenna afstöðu þjóðarinnar.“ Í umsögninni er svo einnig bent á að hvalir spili mikilvægt hlutverk í kolefnishringrás sjávar og loftslagskerfi jarðar. Þeir stuðli að bindingu kolefnis og auki framleiðni hafsins og þannig gangi veiðar á þeim gegn loftslagsmarkmiðum Íslands. „Við leggjum til að sérstök lög um hval- og selveiðar verði felld úr gildi og þessi dýr færð undir almenn lög um vernd villtra dýra og búsvæða. Það myndi tryggja samræmda stjórnsýslu og dýravelferð. Ísland hefur tækifæri til að vera leiðandi afl í náttúruvernd og dýravelferð. Bann við hvalveiðum væri mikilvægt skref í þá átt og myndi styðja við sjálfbæra framtíð og uppbyggingu á grænni ímynd landsins,“ segir Valgerður. Hún hvetur fólk til að nýta daginn og senda inn umsögn um málið. „Það er frekar einfalt að senda inn umsögn þó fáir séu kannski komnir upp á lagið með það. Við gerðum nokkrar umsagnir tilbúnar og buðum fólkið að senda þær inn,“ segir Valgerður og að þær hafi verið notaðar mikið. Um helgina hafi samtökin svo uppfært textann svo það yrði einhver fjölbreytileiki í umsögnunum. „Þetta er mjög þægilegt fyrir fólk ef það vill láta rödd sína heyrast. Samráðsgáttin er fyrir alla á Íslandi til að láta rödd sína heyrast. Þó það sé lítið eða stutt þá er gott að setja inn umsögn,“ segir Valgerður og minnir á að fresturinn sé til miðnættis í kvöld. Mikill fjöldi innlendra og erlendra umsagna Þegar fréttin er skrifuð er búið að skila inn hátt í 300 umsögnum en að sögn Valgerðar má búast við því að þær verði enn fleiri. Mikill fjöldi þeirra er frá einstaklingum sem eru á móti hvalveiðum en þar er einnig að finna umsögn frá Félagi skipstjórnarmanna þar sem bent er á að laga þurfi regluverk í kringum hvalveiðar. Til dæmis þurfi að leyfa notkun rafmagns við aflífun. Þar segir að nauðsynlegt sé að stundaðar verði sjálfbærar hvalveiðar í hafsvæðinu umhverfis Ísland og að hvalastofninum hafi fjölgað verulega síðustu tuttugu ár og það hafi til dæmis haft mikil áhrif á loðnubrestinn. Hvalur hf. hefur einnig skilað inn umsögn þar sem kemur fram að fyrirtækið telji skýrsluna vel unna. Þá segir að fyrirtækið myndi fagna því ef lagður yrði grunnur að því að „efla faglegan grundvöll ákvarðanatöku og stuðla að bættri stjórnsýslu til frambúðar“ þegar kemur að hvalveiðum. Gott væri að samræma lög um hvalveiðar við lög sem gildi almennt um nytjastofna. Þá er bent á að fyrirtækið hafi ráðist í umfangsmikla þróun og fjárfestingu á veiðibúnaði til að bæta veiðiaðferðir og það hafi skilað góðum árangri og breytingum til batnaðar. Valgerður segir að auk þess sé von á hundruð umsagna frá erlendum félagasamtökum sem skila verði í gegnum netfang. Samtök sem hafa skilað inn umsögnum eru til dæmis Ocean preservation Society, Whale and Dolphin Conservation, Seaspiracy, Gallifrey Foundation, Incredible Oceans og Hard to Port. Valgerður segir slíkan alþjóðlegan stuðning skipta miklu máli. „Alþjóðasamfélagið er að fylgjast með. Það eru öll ríki í heiminum nema Ísland, Noregur og Japan búin að banna hvalveiðar og þetta er alþjóðasamfélaginu mikið hjartans mál bara vegna ástand sjávar og heilbrigði hafsins, að við hlúum að dýrategundum í hafinu og heilbrigði þess. Við eigum ekki hvalina. Þeir ferðast hingað og þá nýtum við tækifærið og skjótum þá. Þeir ferðast um heimshöfin og heilbrigði þeirra og hafsins kemur öllum við. Það er ekki okkar einkamál.“
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira