„Þjáning í marga daga“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. maí 2025 21:50 Óskar Bjarni segir sínum mönnum til í leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink „Þetta er bara ömurlegt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tap liðsins gegn Fram í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggði Fram sér Íslandsmeistaratitilinn og Valsmenn þurfa því að gera sér silfrið að góðu. „Þetta á náttúrulega að vera skemmtilegast í heimi að spila þessa leiki og svo viltu að sjálfsögðu verða meistari. Það er ömurlegt að tapa þessu einvígi 3-0, alveg glatað, því þessi leikur var með mesta passionið fannst mér. Þetta er alltaf erfitt, mjög erfitt, og bara þjáning í marga daga eftir á. En það góða við íþróttirnar er að þú færð sigra og þú færð töp og færð að upplifa þetta allt.“ „Fyrsta árið mitt tapaði ég 3-0 í úrslitum á móti Haukum og svo enda ég þetta svona. Svo hafa verið margir titlar á milli. Svona er þetta. Ég vil óska Fram til hamingju. Þeir eru Íslands- og bikarmeistarar og eru þá bara besta liðið.“ Þá var Óskar spurður út í liðsvalið, en Gunnar Róbertsson, sem er fæddur árið 2008, spilaði mínútur fyrir Valsliðið í kvöld. „Ég bara gat ekki hugsað mér að tapa 3-0 og vera ekki búinn að nota þennan dreng. Ég er búinn að spara hann og nota mjög lítið í vetur. Hann er frábær fyrir framan og við ákváðum aðeins að poppa þetta upp. Ætlunin var nú ekki að spila svona mikið 5:1. Við áttum bara að gera betur í kvöld. Við vorum að gera allt of mikið af tæknifeilum.“ „Svo erum við bara klaufar á lokametrunum. Við erum winnerar og áttum bara að klára þetta. Mér fannst markvarslan góð og allir góðir. Þegar það er svona stemning þá er þetta bara skemmtilegast í heimi.“ „Það eru engar afsakanir samt. Fyrsti leikurinn var mikil vonbrigði og vont að tapa heimavellinum. Síðan töpum við með einu á útivelli og mér fannst við vera sjálfum okkur verstir þar. Mér fannst við bara lélegir í þeim leik. Framararnir voru líka góðir, ég er ekki að taka það af þeim.“ Nú er ljóst að þetta var síðasti leikur Óskars sem þjálfari Vals, í bili í það minnsta. Hann hefur verið með liðið undanfarin tvö tímabil, en Ágúst Jóhannsson tekur við keflinu næsta haust. „Þetta eru náttúrlega samtals 22 ár, 14 sem aðalþjálfari held ég. Ég var sáttur við ákvörðunina í október. Þetta var hrikalega gaman, en ég hefði viljað fá fimm leiki. Þetta er bara svo óhugnalega skemmtilegt þegar þú ert kominn í þetta. Maður þarf núna nokkra daga til að jafna sig en ég hef gert þetta oft áður og ekkert vesen. Gústi tekur núna við og þetta er flottur hópur.“ „Við misstum einhverja tíu leikmenn fyrir tímabilið og vorum ömurlegir í haust. Það bjóst enginn við því að við yrðum hérna í úrslitum, en svo vorum við bara ekki nógu góðir í úrslitunum,“ sagði Óskar að lokum. Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Með sigrinum tryggði Fram sér Íslandsmeistaratitilinn og Valsmenn þurfa því að gera sér silfrið að góðu. „Þetta á náttúrulega að vera skemmtilegast í heimi að spila þessa leiki og svo viltu að sjálfsögðu verða meistari. Það er ömurlegt að tapa þessu einvígi 3-0, alveg glatað, því þessi leikur var með mesta passionið fannst mér. Þetta er alltaf erfitt, mjög erfitt, og bara þjáning í marga daga eftir á. En það góða við íþróttirnar er að þú færð sigra og þú færð töp og færð að upplifa þetta allt.“ „Fyrsta árið mitt tapaði ég 3-0 í úrslitum á móti Haukum og svo enda ég þetta svona. Svo hafa verið margir titlar á milli. Svona er þetta. Ég vil óska Fram til hamingju. Þeir eru Íslands- og bikarmeistarar og eru þá bara besta liðið.“ Þá var Óskar spurður út í liðsvalið, en Gunnar Róbertsson, sem er fæddur árið 2008, spilaði mínútur fyrir Valsliðið í kvöld. „Ég bara gat ekki hugsað mér að tapa 3-0 og vera ekki búinn að nota þennan dreng. Ég er búinn að spara hann og nota mjög lítið í vetur. Hann er frábær fyrir framan og við ákváðum aðeins að poppa þetta upp. Ætlunin var nú ekki að spila svona mikið 5:1. Við áttum bara að gera betur í kvöld. Við vorum að gera allt of mikið af tæknifeilum.“ „Svo erum við bara klaufar á lokametrunum. Við erum winnerar og áttum bara að klára þetta. Mér fannst markvarslan góð og allir góðir. Þegar það er svona stemning þá er þetta bara skemmtilegast í heimi.“ „Það eru engar afsakanir samt. Fyrsti leikurinn var mikil vonbrigði og vont að tapa heimavellinum. Síðan töpum við með einu á útivelli og mér fannst við vera sjálfum okkur verstir þar. Mér fannst við bara lélegir í þeim leik. Framararnir voru líka góðir, ég er ekki að taka það af þeim.“ Nú er ljóst að þetta var síðasti leikur Óskars sem þjálfari Vals, í bili í það minnsta. Hann hefur verið með liðið undanfarin tvö tímabil, en Ágúst Jóhannsson tekur við keflinu næsta haust. „Þetta eru náttúrlega samtals 22 ár, 14 sem aðalþjálfari held ég. Ég var sáttur við ákvörðunina í október. Þetta var hrikalega gaman, en ég hefði viljað fá fimm leiki. Þetta er bara svo óhugnalega skemmtilegt þegar þú ert kominn í þetta. Maður þarf núna nokkra daga til að jafna sig en ég hef gert þetta oft áður og ekkert vesen. Gústi tekur núna við og þetta er flottur hópur.“ „Við misstum einhverja tíu leikmenn fyrir tímabilið og vorum ömurlegir í haust. Það bjóst enginn við því að við yrðum hérna í úrslitum, en svo vorum við bara ekki nógu góðir í úrslitunum,“ sagði Óskar að lokum.
Olís-deild karla Fram Valur Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn