Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2025 07:02 Alessia Russo hefur skorað átta mörk í 14 leikjum í Meistaradeildinni á leiktíðinni. EPA-EFE/ISABEL INFANTES Það hefur ekki farið hátt í fjölmiðlum en verðlaunagripurinn sem fer á loft að leik loknum í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu var stolið í vikunni. Bikarinn er hins vegar kominn í leitirnar og það er Alessia Russo, framherji Arsenal, ánægð með. Síðar í dag fer úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu fram. Leikið verður á José Alvalade-vellinum í Lissabon. Russo byrjar að öllum líkindum fremsti maður þegar Skytturnar reyna að leggja ríkjandi Evrópumeistara Barcelona að velli. „Allir leikmenn Arsenal vita að þetta er félag sem vill vinna titla. Félagið er metnaðarfullt og vill vera með í baráttunni um alla titla. Þar viljum við sem félag vera og munum halda áfram að reyna koma okkur á þann stall.“ „Við þekkjum söguna. Sem dæmi hefur Kim Little verið lengi hjá félaginu og á svo sannarlega skilið að spila leik sem þennan. Í aðdraganda leiksins settumst við niður með sigurvegurunum frá 2007 til að skilja hvað þetta þýðir fyrir þær. Það var sérstakt augnablik.“ Arsenal vann síðast Evróputitil árið 2007 á meðan Barcelona er ríkjandi meistari og á leið í úrslit fimmta árið í röð. Á meðan Börsungar unnu gríðarlega öruggan sigur á Englandsmeisturum Chelsea í undanúrslitum þá gerði Arsenal sér lítið fyrir og lagði stórlið Lyon 4-1 eftir að tapa fyrri leik liðanna með einu marki. „Við vitum að Barcelona er topplið. Þær hafa ítrekað spilað og unnið á hæsta getustigi, við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því. Ég hef hins vegar fulla trú á okkur sem liði. Vegferðin sem við erum á, og frammistaða okkar undanfarið, við vitum hvað í okkur býr og höfum lagt hart að okkur í vikunni. Við erum virkilega spenntar og vel undirbúnar.“ „Við sem lið höfum rætt það mikið á þessari leiktíð að hafa trú. Við höfum fundið margar mismunandi leiðir til að vinna leiki. Frammistaðan gegn Lyon var eitthvað sem við viljum taka með okkur inn í þennan leik. Við viljum sýna sömu gæði og halda stöðugleika á því getustigi sem við spiluðum á. Við vitum vel að við getum það.“ „Gegn Lyon áttum við engra kosta völ en að spila okkar besta leik í von um að komast alla leið í úrslit. Við viljum sýna sömu frammistöðu í úrslitaleiknum. Við munum gera okkar besta og spila eins vel og við getum.“ ✅ How can you watch it? ✅ Possible line-ups✅ All you need to know Read the full #UWCLfinal preview 👇#UWCL— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) May 23, 2025 Að endingu var Russo spurð út í þá staðreynd að Meistaradeildarbikarnum var stolið. „Ég hafði ekki hugmynd. Eins og þú getur ef til vill giskað á þá hefur þetta verið virkilega annasöm vika. Ég er glöð að bikarinn er kominn til baka í réttar hendur.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Síðar í dag fer úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu fram. Leikið verður á José Alvalade-vellinum í Lissabon. Russo byrjar að öllum líkindum fremsti maður þegar Skytturnar reyna að leggja ríkjandi Evrópumeistara Barcelona að velli. „Allir leikmenn Arsenal vita að þetta er félag sem vill vinna titla. Félagið er metnaðarfullt og vill vera með í baráttunni um alla titla. Þar viljum við sem félag vera og munum halda áfram að reyna koma okkur á þann stall.“ „Við þekkjum söguna. Sem dæmi hefur Kim Little verið lengi hjá félaginu og á svo sannarlega skilið að spila leik sem þennan. Í aðdraganda leiksins settumst við niður með sigurvegurunum frá 2007 til að skilja hvað þetta þýðir fyrir þær. Það var sérstakt augnablik.“ Arsenal vann síðast Evróputitil árið 2007 á meðan Barcelona er ríkjandi meistari og á leið í úrslit fimmta árið í röð. Á meðan Börsungar unnu gríðarlega öruggan sigur á Englandsmeisturum Chelsea í undanúrslitum þá gerði Arsenal sér lítið fyrir og lagði stórlið Lyon 4-1 eftir að tapa fyrri leik liðanna með einu marki. „Við vitum að Barcelona er topplið. Þær hafa ítrekað spilað og unnið á hæsta getustigi, við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því. Ég hef hins vegar fulla trú á okkur sem liði. Vegferðin sem við erum á, og frammistaða okkar undanfarið, við vitum hvað í okkur býr og höfum lagt hart að okkur í vikunni. Við erum virkilega spenntar og vel undirbúnar.“ „Við sem lið höfum rætt það mikið á þessari leiktíð að hafa trú. Við höfum fundið margar mismunandi leiðir til að vinna leiki. Frammistaðan gegn Lyon var eitthvað sem við viljum taka með okkur inn í þennan leik. Við viljum sýna sömu gæði og halda stöðugleika á því getustigi sem við spiluðum á. Við vitum vel að við getum það.“ „Gegn Lyon áttum við engra kosta völ en að spila okkar besta leik í von um að komast alla leið í úrslit. Við viljum sýna sömu frammistöðu í úrslitaleiknum. Við munum gera okkar besta og spila eins vel og við getum.“ ✅ How can you watch it? ✅ Possible line-ups✅ All you need to know Read the full #UWCLfinal preview 👇#UWCL— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) May 23, 2025 Að endingu var Russo spurð út í þá staðreynd að Meistaradeildarbikarnum var stolið. „Ég hafði ekki hugmynd. Eins og þú getur ef til vill giskað á þá hefur þetta verið virkilega annasöm vika. Ég er glöð að bikarinn er kominn til baka í réttar hendur.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira