„Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. maí 2025 21:44 Ágúst Jóhannsson er þjálfari Vals. vísir / anton brink Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var nokkuð hógvær í leikslok þrátt fyrir öruggan sjö marka sigur Vals gegn Haukum í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar kvenna í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur framan af og Haukar hefðu alveg eins getað verið aðeins meira yfir í hálfleik,“ sagði Ágúst í leikslok. „Við bara komum mjög sterkt inn úr hálfleiknum. Mjög orkumiklar og kraftmiklar og mér fannst sóknarleikurinn frábær. Mér fannst við vera með góðar lausnir á móti þeim, bæði á móti 5:1 og 6:0 vörninni þeirra. Mér fannst við bara gera þetta vel. Ég var ánægður með stelpurnar. Sama með varnarleikinn, hann var þéttari í seinni hálfleik og við vorum aðeins kraftmeiri. Þetta var held ég bara sanngjarn sigur.“ Hann segir einnig að það hafi verið mikilvægt fyrir Valsliðið að mæta af þessum krafti inn í seinni hálfleikinn, enda hefði getað verið einfalt að falla ofan í einhverja gryfju verandi undir eftir fyrri hálfleikinn. „Þetta er ekkert einfalt. Haukarnir eru bara með klassalið. Þær eru vel skipulagðar og þetta er erfitt. Mér fannst við bara gera hlutina aðeins betur í seinni hálfleik. Allar sendingar og tímasetningar og mætingar á boltann. Við gerðum þetta miklu betur og fengum meiri gæði í allt. Bæði varnar- og sóknarlega.“ „Þegar við náum þessum gæðum þá fannst mér þetta bara vera nokkuð sannfærandi.“ Þá vildi Ágúst ekki eyða of mörgum orðum í að hrósa Hafdísi Renötudóttur fyrir frábæra frammistöðu sína, heldur einblíndi hann frekar á liðið í heild. „Hafdís er auðvitað frábær markmaður, en það má ekki gleyma því að við erum að spila frábæra vörn. Vörnin er gríðarlega sterk þegar við erum í þessum gír. Auðvitað er Hafdís góð, en við reynum að setja andstæðingana í stöður sem eru ekkert alltaf frábærar þegar þær fara í slúttin sín.“ „Auðvitað er Hafdís frábær leikmaður eins og allt liðið. Við erum með gríðarlega sterka liðsheild og það er svona það sem við reynum að gera mest út á.“ Að lokum fór Ágúst yfir það hvað Valsliðið þarf að gera til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við þurfum auðvitað bara að halda haus og halda lágum prófíl. Það þýðir ekkert að fara á eitthvað flug. Við erum búin að vera oft í þessu og nú þarf bara að hvíla sig á morgun, æfa á sunnudag og mæta tilbúin og einbeitt til leiks á mánudaginn. Þetta getur farið í allar áttir og við verðum bara að halda fókus á okkur og reyna að mæta vel undirbúin til leiks,“ sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Sjá meira
„Þetta var bara hörkuleikur framan af og Haukar hefðu alveg eins getað verið aðeins meira yfir í hálfleik,“ sagði Ágúst í leikslok. „Við bara komum mjög sterkt inn úr hálfleiknum. Mjög orkumiklar og kraftmiklar og mér fannst sóknarleikurinn frábær. Mér fannst við vera með góðar lausnir á móti þeim, bæði á móti 5:1 og 6:0 vörninni þeirra. Mér fannst við bara gera þetta vel. Ég var ánægður með stelpurnar. Sama með varnarleikinn, hann var þéttari í seinni hálfleik og við vorum aðeins kraftmeiri. Þetta var held ég bara sanngjarn sigur.“ Hann segir einnig að það hafi verið mikilvægt fyrir Valsliðið að mæta af þessum krafti inn í seinni hálfleikinn, enda hefði getað verið einfalt að falla ofan í einhverja gryfju verandi undir eftir fyrri hálfleikinn. „Þetta er ekkert einfalt. Haukarnir eru bara með klassalið. Þær eru vel skipulagðar og þetta er erfitt. Mér fannst við bara gera hlutina aðeins betur í seinni hálfleik. Allar sendingar og tímasetningar og mætingar á boltann. Við gerðum þetta miklu betur og fengum meiri gæði í allt. Bæði varnar- og sóknarlega.“ „Þegar við náum þessum gæðum þá fannst mér þetta bara vera nokkuð sannfærandi.“ Þá vildi Ágúst ekki eyða of mörgum orðum í að hrósa Hafdísi Renötudóttur fyrir frábæra frammistöðu sína, heldur einblíndi hann frekar á liðið í heild. „Hafdís er auðvitað frábær markmaður, en það má ekki gleyma því að við erum að spila frábæra vörn. Vörnin er gríðarlega sterk þegar við erum í þessum gír. Auðvitað er Hafdís góð, en við reynum að setja andstæðingana í stöður sem eru ekkert alltaf frábærar þegar þær fara í slúttin sín.“ „Auðvitað er Hafdís frábær leikmaður eins og allt liðið. Við erum með gríðarlega sterka liðsheild og það er svona það sem við reynum að gera mest út á.“ Að lokum fór Ágúst yfir það hvað Valsliðið þarf að gera til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli næstkomandi mánudag. „Við þurfum auðvitað bara að halda haus og halda lágum prófíl. Það þýðir ekkert að fara á eitthvað flug. Við erum búin að vera oft í þessu og nú þarf bara að hvíla sig á morgun, æfa á sunnudag og mæta tilbúin og einbeitt til leiks á mánudaginn. Þetta getur farið í allar áttir og við verðum bara að halda fókus á okkur og reyna að mæta vel undirbúin til leiks,“ sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Valur Haukar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Sjá meira