Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. maí 2025 17:08 Karl Héðinn formaður ungra Sósíalista hlaut kjör í framkvæmdastjórn flokksins. Davíð Þór Jónsson er meðal þeirra sem saka hann um smölun og liggur hann nú undir feldi og íhugar hvort hann ætli að segja sig úr flokknum. Ívar Fannar/Vilhelm Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. Miklar deilur hafa staðið yfir undanfarna mánuði í Sósíalistaflokknum, þar sem hópur fólks hefur beitt sér í miklum mæli gegn Gunnari Smára Egilssyni, fyrrverandi formanni framkvæmdastjórnar flokksins. Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, hefur sakað Gunnar Smára um ofríki og andlegt ofbeldi. Aðalfundur flokksins var haldinn í dag og var þar kosið í allar helstu stjórnir og stöður flokksins. Mikillar óeiningar gætir eftir niðurstöður kosningarinnar meðal flokksmeðlima en Karl Héðinn og hans fylgisveinar hafa verið sakaðir um smölun, að hafa skipað stórum hópi fundargesta fyrir um það hvernig þeir ættu að kjósa. Niðurstöður kosninganna hafa ekki verið gerðar opinberar en fyrir liggur að Gunnar Smári Egilsson hlaut ekki kjör í framkvæmdastjórn flokksins. Sanna Magdalena var kjörinn pólitískur leiðtogi flokksins en fylking hennar, sem var hliðholl Gunnari Smára, hlaut ekki brautargengi. „Veit ekki hvernig þetta fólk ætlar að reka þennan flokk“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur er meðal þeirra sem lýst hafa yfir óánægju með aðalfundinn. Hann var sjálfur í fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum í nóvember síðastliðnum. „Það sem kom fyrir var að ákveðnir einstaklingar höfðu gert tossalista yfir það hvernig ætti að kjósa. Allar kosningar fóru upp á punkt og prik eftir þessum tossalista og það var náttúrulega til höfuðs ákveðnum einstaklingi skulum við segja,“ segir Davíð. Er það Gunnar Smári? „Já það er Gunnar Smári. Hann náði ekki kjöri, og einstaklingar sem höfðu starfað of náið með honum náðu ekki kjöri, þrátt fyrir að það séu einstaklingar sem flokkurinn á líf sitt að launa. Þau guldu þess að vera ekki í ónáð hjá Gunnari Smára,“ segir hann. „Ég veit ekki hvernig þetta fólk ætlar að fara reka þennan flokk eftir að hafa hafnað einstaklingum sem hann stendur í svona mikilli þakkarskuld við.“ Hann segir að Sanna Magdalena hafi hlotið brautargengi, enda sé hún óumdeild og vinsæl þrátt fyrir að hún styðji Gunnar Smára. „Það verða eftirmálar af þessum skrípaleik sem ungliðahreyfingin bauð upp á undir yfirskrift lýðræðis. En það mun koma í ljós hver þau verða,“ segir hann. Davíð segir að einhverjir hafi þegar sagt sig úr flokknum, en hann sjálfur liggi undir feldi. Hann þurfi að hugsa sinn gang, hvort hann treysti sér til að starfa áfram í flokki þar sem vinnubrögðin eru með þessum hætti. Fólk hafi ekki kosið með hjartanu María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp er ein þeirra sem hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar aðalfundarins. Hún var í framboði fyrir flokkinn árið 2021 þegar hún var í þriðja sæti á framboðslistanum í Reykjavík norður, en hún starfar í dag á Samstöðinni. Hún segir að vinnubrögðin á fundinum hafi verið fyrir neðan allar hellur. „Fólk var ekki að kjósa með hjartanu, með sósíalismanum, heldur til að ná einhverjum völdum. Ég hef þar af leiðandi sagt mig úr flokknum, og það er eins og það er.“ María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp hefur sagt sig úr flokknum.Vísir/Vilhelm „Það eru margir rosalega reiðir og margir gengu út af fundinum, og það er allt vitlaust þarna inni.“ María starfar á Samstöðinni, fjölmiðli sem rekinn er með fjárframlögum frá Sósíalistaflokknum, og hún segir engar breytingar í farvatninu þar. „Ég meina Samstöðin er sinn eigin miðill og hefur lítið með Sósíalistaflokkinn að gera annað en að þiggja mjög fínan og góðan styrk frá honum ... ég verð þar eins lengi og Samstöðin lifir,“ segir hún. Fleiri sem hafa sagt sig úr flokknum eru meðal annars Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, sem birtir færslu í Rauða þræðinum, spjallþræði flokksins á Facebook. „Eftir uppákomu dagsins, og bæði óvandaða og ólýðræðislega framvindu flokksbrots áskorenda, sér í lagi í aðdraganda aðalfundar hef ég sagt mig úr Sósíalistaflokknum.“ „Ég hef ekki áhuga á að starfa innan þeirrar allsherjarstjórnar og menningar sem varð ofan á við kosningar á aðalfundi.“ Miklar umræður um fundinn standa yfir í spjallþræði flokksins á Facebook, Rauða þræðinum. Ekki hefur náðst í Gunnar Smára eða Karl Héðinn við vinnslu fréttarinnar. Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt sig úr Sósíalistaflokki Íslands. Hún bauð sig fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum og var nýverið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem er nátengt Sósíalistaflokknum. 23. apríl 2025 16:06 Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir framkvæmdastjórn flokksins ræða af fullri alvöru um „pólitískar hreinsanir“ á gagnrýnendum formanns hans, Gunnars Smára Egilssonar. Halda á þing Sósíalistaflokksins í næsta mánuði. 7. apríl 2025 10:46 Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Miklar deilur hafa staðið yfir undanfarna mánuði í Sósíalistaflokknum, þar sem hópur fólks hefur beitt sér í miklum mæli gegn Gunnari Smára Egilssyni, fyrrverandi formanni framkvæmdastjórnar flokksins. Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista, hefur sakað Gunnar Smára um ofríki og andlegt ofbeldi. Aðalfundur flokksins var haldinn í dag og var þar kosið í allar helstu stjórnir og stöður flokksins. Mikillar óeiningar gætir eftir niðurstöður kosningarinnar meðal flokksmeðlima en Karl Héðinn og hans fylgisveinar hafa verið sakaðir um smölun, að hafa skipað stórum hópi fundargesta fyrir um það hvernig þeir ættu að kjósa. Niðurstöður kosninganna hafa ekki verið gerðar opinberar en fyrir liggur að Gunnar Smári Egilsson hlaut ekki kjör í framkvæmdastjórn flokksins. Sanna Magdalena var kjörinn pólitískur leiðtogi flokksins en fylking hennar, sem var hliðholl Gunnari Smára, hlaut ekki brautargengi. „Veit ekki hvernig þetta fólk ætlar að reka þennan flokk“ Davíð Þór Jónsson sóknarprestur er meðal þeirra sem lýst hafa yfir óánægju með aðalfundinn. Hann var sjálfur í fyrsta sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum í nóvember síðastliðnum. „Það sem kom fyrir var að ákveðnir einstaklingar höfðu gert tossalista yfir það hvernig ætti að kjósa. Allar kosningar fóru upp á punkt og prik eftir þessum tossalista og það var náttúrulega til höfuðs ákveðnum einstaklingi skulum við segja,“ segir Davíð. Er það Gunnar Smári? „Já það er Gunnar Smári. Hann náði ekki kjöri, og einstaklingar sem höfðu starfað of náið með honum náðu ekki kjöri, þrátt fyrir að það séu einstaklingar sem flokkurinn á líf sitt að launa. Þau guldu þess að vera ekki í ónáð hjá Gunnari Smára,“ segir hann. „Ég veit ekki hvernig þetta fólk ætlar að fara reka þennan flokk eftir að hafa hafnað einstaklingum sem hann stendur í svona mikilli þakkarskuld við.“ Hann segir að Sanna Magdalena hafi hlotið brautargengi, enda sé hún óumdeild og vinsæl þrátt fyrir að hún styðji Gunnar Smára. „Það verða eftirmálar af þessum skrípaleik sem ungliðahreyfingin bauð upp á undir yfirskrift lýðræðis. En það mun koma í ljós hver þau verða,“ segir hann. Davíð segir að einhverjir hafi þegar sagt sig úr flokknum, en hann sjálfur liggi undir feldi. Hann þurfi að hugsa sinn gang, hvort hann treysti sér til að starfa áfram í flokki þar sem vinnubrögðin eru með þessum hætti. Fólk hafi ekki kosið með hjartanu María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp er ein þeirra sem hefur sagt sig úr flokknum í kjölfar aðalfundarins. Hún var í framboði fyrir flokkinn árið 2021 þegar hún var í þriðja sæti á framboðslistanum í Reykjavík norður, en hún starfar í dag á Samstöðinni. Hún segir að vinnubrögðin á fundinum hafi verið fyrir neðan allar hellur. „Fólk var ekki að kjósa með hjartanu, með sósíalismanum, heldur til að ná einhverjum völdum. Ég hef þar af leiðandi sagt mig úr flokknum, og það er eins og það er.“ María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp hefur sagt sig úr flokknum.Vísir/Vilhelm „Það eru margir rosalega reiðir og margir gengu út af fundinum, og það er allt vitlaust þarna inni.“ María starfar á Samstöðinni, fjölmiðli sem rekinn er með fjárframlögum frá Sósíalistaflokknum, og hún segir engar breytingar í farvatninu þar. „Ég meina Samstöðin er sinn eigin miðill og hefur lítið með Sósíalistaflokkinn að gera annað en að þiggja mjög fínan og góðan styrk frá honum ... ég verð þar eins lengi og Samstöðin lifir,“ segir hún. Fleiri sem hafa sagt sig úr flokknum eru meðal annars Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, sem birtir færslu í Rauða þræðinum, spjallþræði flokksins á Facebook. „Eftir uppákomu dagsins, og bæði óvandaða og ólýðræðislega framvindu flokksbrots áskorenda, sér í lagi í aðdraganda aðalfundar hef ég sagt mig úr Sósíalistaflokknum.“ „Ég hef ekki áhuga á að starfa innan þeirrar allsherjarstjórnar og menningar sem varð ofan á við kosningar á aðalfundi.“ Miklar umræður um fundinn standa yfir í spjallþræði flokksins á Facebook, Rauða þræðinum. Ekki hefur náðst í Gunnar Smára eða Karl Héðinn við vinnslu fréttarinnar.
Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt sig úr Sósíalistaflokki Íslands. Hún bauð sig fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum og var nýverið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem er nátengt Sósíalistaflokknum. 23. apríl 2025 16:06 Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir framkvæmdastjórn flokksins ræða af fullri alvöru um „pólitískar hreinsanir“ á gagnrýnendum formanns hans, Gunnars Smára Egilssonar. Halda á þing Sósíalistaflokksins í næsta mánuði. 7. apríl 2025 10:46 Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur sagt sig úr Sósíalistaflokki Íslands. Hún bauð sig fram fyrir flokkinn í síðustu alþingiskosningum og var nýverið kjörin í stjórn Alþýðufélagsins, sem er nátengt Sósíalistaflokknum. 23. apríl 2025 16:06
Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir framkvæmdastjórn flokksins ræða af fullri alvöru um „pólitískar hreinsanir“ á gagnrýnendum formanns hans, Gunnars Smára Egilssonar. Halda á þing Sósíalistaflokksins í næsta mánuði. 7. apríl 2025 10:46
Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent