Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Valur Páll Eiríksson skrifar 25. maí 2025 15:35 Lando Norris fagnar eftir kappaksturinn í Mónakó í dag. getty/Clive Rose Lando Norris á McLaren hrósaði sigri í Mónakó-kappakstrinum í dag. Þetta var áttunda keppni tímabilsins í Formúlu 1. Það er ávallt sami glamúrinn þegar Mónakó-kappaksturinn fer fram og voru ófáar stjörnurnar sem létu sjá sig á pöllunum. Norris var á ráspól, sem er einn mikilvægustu póla leiktíðarinnar þar sem framúrakstrar eru afar sjaldséðir á þröngri götubrautinni í Mónakó. Í von um að skapa meiri spennu settu stjórnarmenn Formúlunnar nýja reglu fyrir kappaksturinn í ár þar sem allir ökuþórar þurftu að skipta tvisvar um dekk á meðan honum stóð en jafnan skipta menn aðeins einu sinni á þessari braut. Spennan varð þó aldrei mjög mikil í dag. Athygli vakti þegar Pierre Gasly gerði klaufaleg mistök, eyðilagði dekk sitt og kláraði hringinn á þremur dekkjum áður en hann sagði sig úr keppni. Eftir að McLaren-mennirnir Norris og Piastri auk Charles Leclerc á Ferrari höfðu allir tekið sín tvö stopp var Max Verstappen fremstur í röðinni og hann geymdi hléið fram á síðustu stundu í von um að geta skipt um dekk á bakvið öryggisbíl og þannig haldið efsta sætinu. Það varð hins vegar ekki af því, Max Verstappen fór inn og fékk nýjan umgang á lokahringnum, Norris tók við forystunni og kom fyrstur í mark. Norris fagnaði því sigri í Mónakó í fyrsta sinn, Leclerc varð annar en Piastri þriðji. Staðan jafnast mjög í keppni ökuþóra þar sem Norris er nú, eftir fyrsta sigurinn síðan í fyrstu umferð, aðeins þremur stigum á eftir liðsfélaganum Piastri. Verstappen lenti í 4. sæti og er þriðji í stigakeppninni. Næsti kappakstur er strax næstu helgi í Barcelona á Spáni. Akstursíþróttir Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Það er ávallt sami glamúrinn þegar Mónakó-kappaksturinn fer fram og voru ófáar stjörnurnar sem létu sjá sig á pöllunum. Norris var á ráspól, sem er einn mikilvægustu póla leiktíðarinnar þar sem framúrakstrar eru afar sjaldséðir á þröngri götubrautinni í Mónakó. Í von um að skapa meiri spennu settu stjórnarmenn Formúlunnar nýja reglu fyrir kappaksturinn í ár þar sem allir ökuþórar þurftu að skipta tvisvar um dekk á meðan honum stóð en jafnan skipta menn aðeins einu sinni á þessari braut. Spennan varð þó aldrei mjög mikil í dag. Athygli vakti þegar Pierre Gasly gerði klaufaleg mistök, eyðilagði dekk sitt og kláraði hringinn á þremur dekkjum áður en hann sagði sig úr keppni. Eftir að McLaren-mennirnir Norris og Piastri auk Charles Leclerc á Ferrari höfðu allir tekið sín tvö stopp var Max Verstappen fremstur í röðinni og hann geymdi hléið fram á síðustu stundu í von um að geta skipt um dekk á bakvið öryggisbíl og þannig haldið efsta sætinu. Það varð hins vegar ekki af því, Max Verstappen fór inn og fékk nýjan umgang á lokahringnum, Norris tók við forystunni og kom fyrstur í mark. Norris fagnaði því sigri í Mónakó í fyrsta sinn, Leclerc varð annar en Piastri þriðji. Staðan jafnast mjög í keppni ökuþóra þar sem Norris er nú, eftir fyrsta sigurinn síðan í fyrstu umferð, aðeins þremur stigum á eftir liðsfélaganum Piastri. Verstappen lenti í 4. sæti og er þriðji í stigakeppninni. Næsti kappakstur er strax næstu helgi í Barcelona á Spáni.
Akstursíþróttir Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira