Sport

Dag­skráin í dag: Ron­aldo mætir (vonandi) á skjáinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Ronaldo fagnar marki
Ronaldo fagnar marki vísir/Getty

Eftir fjöruga íþróttahelgi er náðugur mánudagur framundan á skjánum en aðdáendur Cristiano Ronaldo ættu þó að vera á tánum.

Stöð 2 Sport 2

Lögmál leiksins er á sínum stað klukkan 20:00 og eflaust af nógu að taka enda úrslitakeppni NBA að nálgast suðumarki.

Vodafone Sport

Það eru tveir fótboltaleikir á Vodafone Sport í dag. Klukkan 13:55 er það leikur Wimbledon og Walsall í League Two en klukkan 17:55 er komið að stórleik Al Fateh - Al Nassr þar sem Cristano Ronaldo mun vonandi stíga á stokk en hinn fertugi Portúgali hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×