Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Siggeir Ævarsson skrifar 25. maí 2025 20:53 Jacob Ondrejka skoraði tvö í kvöld, það seinna reyndist sigurmarkið vísir/Getty Úrslitin í fallbaráttu Seríu A réðust í kvöld þar sem þrjú lið reyndu að forða sér frá síðasta fallsætinu. Hið fornfræga lið Parma bjargaði sæti sínu í deildinni fyrir horn en Empoli féll. Lið Monza var löngu fallið og þá átti Íslendingalið Venezia ekki lengur möguleika á að bjarga sér. Baráttan var því á milli Parma, Empoli og Lecce. Fyrir leiki kvöldsins var Parma í bestu stöðunni og dugði jafntefli til að halda sér uppi eða hagstæð úrslit í öðrum leikjum en hin tvö liðin þurfu bæði að sækja sigur. Lecce sótti Lazio heim og komst í 0-1 undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Lassana Coulibaly. Heimamenn sóttu án afláts það sem eftir lifði leiks en Lazio þurfti á sigri að halda til að tryggja sér Evrópusæti. Þórir Jóhann Helgason kom inn á í liði Lecce í kvöld á 59. mínútu og hjálpaði til við að verja forskotið, lokatölur 0-1. Empoli fékk Verona í heimsókn og tókst ekki að kreista fram sigur þrátt fyrir hetjulega baráttu, lokatölur 1-2. Það blés ekki byrlega hjá Parma í upphafi leiks sem sótti Atalanta heim en staðan var 2-0 á 33. mínútu eftir að Daniel Maldini hafði skorað tvö mörk í röð. Gestirnir gáfust þó ekki upp og jöfnuðu leikinn um miðjan seinni hálfleik. Hinn sænski Jacob Ondrejka slapp svo aleinn í gegn undir lok leiksins og hefði getað tryggt Parma sigurinn en afgreiðslan á færinu var eins og beint úr fjórða flokki, beint á markmanninn. Hann bætti þó fyrir mistökin í uppbótartíma þar sem hann skoraði glæsilegt mark í teignum, sitt annað í leiknum, og tryggði Parma öll þrjú stigin. Lokatölur 2-3. Ítalski boltinn Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira
Lið Monza var löngu fallið og þá átti Íslendingalið Venezia ekki lengur möguleika á að bjarga sér. Baráttan var því á milli Parma, Empoli og Lecce. Fyrir leiki kvöldsins var Parma í bestu stöðunni og dugði jafntefli til að halda sér uppi eða hagstæð úrslit í öðrum leikjum en hin tvö liðin þurfu bæði að sækja sigur. Lecce sótti Lazio heim og komst í 0-1 undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Lassana Coulibaly. Heimamenn sóttu án afláts það sem eftir lifði leiks en Lazio þurfti á sigri að halda til að tryggja sér Evrópusæti. Þórir Jóhann Helgason kom inn á í liði Lecce í kvöld á 59. mínútu og hjálpaði til við að verja forskotið, lokatölur 0-1. Empoli fékk Verona í heimsókn og tókst ekki að kreista fram sigur þrátt fyrir hetjulega baráttu, lokatölur 1-2. Það blés ekki byrlega hjá Parma í upphafi leiks sem sótti Atalanta heim en staðan var 2-0 á 33. mínútu eftir að Daniel Maldini hafði skorað tvö mörk í röð. Gestirnir gáfust þó ekki upp og jöfnuðu leikinn um miðjan seinni hálfleik. Hinn sænski Jacob Ondrejka slapp svo aleinn í gegn undir lok leiksins og hefði getað tryggt Parma sigurinn en afgreiðslan á færinu var eins og beint úr fjórða flokki, beint á markmanninn. Hann bætti þó fyrir mistökin í uppbótartíma þar sem hann skoraði glæsilegt mark í teignum, sitt annað í leiknum, og tryggði Parma öll þrjú stigin. Lokatölur 2-3.
Ítalski boltinn Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Sjá meira