Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Aron Guðmundsson skrifar 26. maí 2025 10:32 Freyr Alexandersson og Eggert Aron Guðmundsson sóttu sigur í greipar FK Haugesund í gær Vísir/Samsett mynd Félagsleg færni Íslendinganna Freys Alexanderssonar, þjálfara norska úrvalsdeildarliðsins Brann í fótbolta og Eggerts Arons Guðmundssonar, leikmanns liðsins hefur vakið athygli hjá fjölmiðlum í Noregi og fengu stuðningsmenn Brann að njóta góðs af því eftir sigurleik í gær. Eftir 2-0 sigur á útivelli gegn FK Haugesund í gær ferðaðist Brann liðið aftur heim til Bergen með rútu og svo bílaferju hluta leiðar. Það gerðu stuðningsmenn Brann liðsins einnig og sökum úrslita leiksins voru þeir hinir allra kátustu um borð í ferjunni. Í frétt Bergens Avisen segir að leikmenn Brann hafi ætlað sér að verja tímanum í ferjunni inni í rútunni í stað þess að spóka sig um í ferjunni meðal stuðningsmanna í gleðinni. Það hafi hins vegar ekki verið raunin hjá Íslendingnum Eggerti Aroni Guðmundssyni sem tók af skarið og heilsaði fyrstu upp á stuðningsmenn. Eggert Aron hefur byrjað afar vel sem leikmaður Brann eftir að hann gekk í raðir liðsins frá Elfsborg í Svíþjóð fyrir tímabilið og segir í frétt Bergens Avisen að Freyr Alexandersson, þjálfari Brann liðsins hafi þurft að draga hina leikmenn liðsins úr rútunni. „Ég sagði við þá að það myndi gera þeim gott að fara aðeins út úr rútunni og fá sér frískt loft og að það væri frábær stemning í ferjunni. Sagði þeim að heilsa upp á fólkið og að þeir mættu síðan fara aftur í rútuna eftir það.“ Ekki allir leikmenn Brann liðsins hafi farið úr rútunni en Eggert Aron gaf sér góðan tíma til þess að tala við stuðningsmenn Brann og gefa eiginhandaráritanir. Brann hefur farið vel af stað undir stjórn Freys í norsku úrvalsdeildinni. Liðið er sem stendur í 2.sæti deildarinnar með tuttugu stig, þremur stigum á eftir toppliði Viking en með leik til góða. Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira
Eftir 2-0 sigur á útivelli gegn FK Haugesund í gær ferðaðist Brann liðið aftur heim til Bergen með rútu og svo bílaferju hluta leiðar. Það gerðu stuðningsmenn Brann liðsins einnig og sökum úrslita leiksins voru þeir hinir allra kátustu um borð í ferjunni. Í frétt Bergens Avisen segir að leikmenn Brann hafi ætlað sér að verja tímanum í ferjunni inni í rútunni í stað þess að spóka sig um í ferjunni meðal stuðningsmanna í gleðinni. Það hafi hins vegar ekki verið raunin hjá Íslendingnum Eggerti Aroni Guðmundssyni sem tók af skarið og heilsaði fyrstu upp á stuðningsmenn. Eggert Aron hefur byrjað afar vel sem leikmaður Brann eftir að hann gekk í raðir liðsins frá Elfsborg í Svíþjóð fyrir tímabilið og segir í frétt Bergens Avisen að Freyr Alexandersson, þjálfari Brann liðsins hafi þurft að draga hina leikmenn liðsins úr rútunni. „Ég sagði við þá að það myndi gera þeim gott að fara aðeins út úr rútunni og fá sér frískt loft og að það væri frábær stemning í ferjunni. Sagði þeim að heilsa upp á fólkið og að þeir mættu síðan fara aftur í rútuna eftir það.“ Ekki allir leikmenn Brann liðsins hafi farið úr rútunni en Eggert Aron gaf sér góðan tíma til þess að tala við stuðningsmenn Brann og gefa eiginhandaráritanir. Brann hefur farið vel af stað undir stjórn Freys í norsku úrvalsdeildinni. Liðið er sem stendur í 2.sæti deildarinnar með tuttugu stig, þremur stigum á eftir toppliði Viking en með leik til góða.
Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Í beinni: Stjarnan - FH | Er hægt að stöðva Garðbæinga? Í beinni: Víkingur - Fram | Toppliðið má illa við tapi Í beinni: Barcelona - Getafe | Krefjandi verkefni fyrir Börsunga „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira