Neytendur

Sorpa í Hafnar­firði opnar fram­vegis klukkan níu um helgar

Atli Ísleifsson skrifar
Endurvinnslustöð Sorpu við Breiðhellu í Hafnarfirði.
Endurvinnslustöð Sorpu við Breiðhellu í Hafnarfirði. Sorpa

Endurvinnslustöð Sorpu við Breiðhellu í Hafnarfirði mun opna klukkan níu um helgar frá og með sunnudeginum 1. júní.

Í tilkynningu frá Sorpu segir að með þessu sé komið til móts við ákall íbúa á höfuðborgarsvæðinu um betra aðgengi að endurvinnslustöðvum um helgar.

„Stöðin við Breiðhellu er sú nýjasta og best hannaða í rekstri SORPU, og því hægt að bjóða upp á lengdan opnunartíma þar. Aðrar stöðvar SORPU ráða ekki við meiri umferð innan dags, og því ekki mögulegt að lengja opnunartíma þeirra.

SORPA vinnur um þessar mundir að uppbyggingu eða hönnun tveggja nýrra endurvinnslustöðva. Ný stöð við Lambhagaveg, í nágrenni Korputorgs og Bauhaus, á að opna vorið 2026 og koma í stað stöðvarinnar við Sævarhöfða. Einnig er unnið að hönnun nýrrar endurvinnslustöðvar við Glaðheima í Kópavogi, til að taka við af stöðinni við Dalveg. Báðar þessar stöðvar verða á tveimur hæðum, þannig að hægt verður að þjónusta þær á opnunartíma, án þess að vörubílaumferð og umferð viðskiptavina skarist,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×