Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2025 15:00 Mykhailo Mudryk náði að leika fjóra leiki með Chelsea í Sambandsdeildinni og á því sinn þátt í því að koma liðinu í úrslitaleikinn. Getty/Harry Langer Það kom Enzo Maresca, stjóra Chelsea, í opna skjöldu þegar honum var tjáð á blaðamannafundi fyrir úrslitaleikinn við Real Betis í kvöld að Úkraínumaðurinn Mykhailo Mudryk hefði sést á götum Wroclaw. Ástæðan er sú að Mudryk hefur ekki getað spilað með Chelsea síðan í desember eftir að í ljós kom að hann væri til rannsóknar vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Mudryk, sem Chelsea keypti fyrir 100 milljónir evra árið 2023, hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu mánuði en ætlar greinilega ekki að missa af því að sjá úrslitaleikinn í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Mynd af honum í Póllandi, í jakka merktum Chelsea, var birt af stuðningsmanni á samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt ESPN. Mudryk in polaaand 🔥🔥 pic.twitter.com/q1CwGBrMOW— CFC Pics (@Mohxmmad) May 27, 2025 Eins og fyrr segir var Maresca síður en svo meðvitaður um að Mudryk væri á svæðinu, þegar blaðamaður spurði í gær hvort ekki væri gott að vita af Úkraínumanninum á svæðinu, og vita að hann myndi mögulega fá medalíu eftir leikinn. Úrslitaleikur Chelsea og Real Betis er á Vodafone Sport í kvöld og hefst klukkan 19. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki. Er hann hérna, eða er hann að koma?“ spurði Maresca og leit í kringum sig hissa. „Er hann hérna? Ég er ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér. Ég veit ekki. Bara ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér,“ sagði Maresca og virtist fátt annað hafa að segja. Enzo Maresca had no idea Misha Mudryk was joining Chelsea in Poland for the Conference League final 😬 pic.twitter.com/m0lLyLs5aF— Hayters TV (@HaytersTV) May 27, 2025 Mudryk hefur ekki tjáð sig á samfélagsmiðlum frá því hann sendi frá sér yfirlýsingu í desember þar sem hann viðurkenndi að ónefnt, ólöglegt efni hefði fundist í sýni frá honum. „Ég veit að ég hef ekki gert neitt rangt og held í vonina um að snúa aftur út á völl von bráðar,“ skrifaði Mudryk í desember en engar frekari upplýsingar hafa borist um framgang málsins. Mudryk gæti fengið verðlaunapening á úrslitaleiknum því hann lék fyrstu fjóra leiki Chelsea í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skoraði þrjú mörk. Mudryk skrifaði undir samning til átta og hálfs árs við Chelsea þegar hann kom og er því samningsbundinn félaginu til 2031. Úkraínska landsliðið er í riðli með Íslandi í undankeppni HM og mætir á Laugardalsvöll 10. október en miðað við núverandi stöðu verður Mudryk ekki með í för þá. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Ástæðan er sú að Mudryk hefur ekki getað spilað með Chelsea síðan í desember eftir að í ljós kom að hann væri til rannsóknar vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Mudryk, sem Chelsea keypti fyrir 100 milljónir evra árið 2023, hefur látið lítið fyrir sér fara síðustu mánuði en ætlar greinilega ekki að missa af því að sjá úrslitaleikinn í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Mynd af honum í Póllandi, í jakka merktum Chelsea, var birt af stuðningsmanni á samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt ESPN. Mudryk in polaaand 🔥🔥 pic.twitter.com/q1CwGBrMOW— CFC Pics (@Mohxmmad) May 27, 2025 Eins og fyrr segir var Maresca síður en svo meðvitaður um að Mudryk væri á svæðinu, þegar blaðamaður spurði í gær hvort ekki væri gott að vita af Úkraínumanninum á svæðinu, og vita að hann myndi mögulega fá medalíu eftir leikinn. Úrslitaleikur Chelsea og Real Betis er á Vodafone Sport í kvöld og hefst klukkan 19. „Í hreinskilni sagt þá veit ég ekki. Er hann hérna, eða er hann að koma?“ spurði Maresca og leit í kringum sig hissa. „Er hann hérna? Ég er ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér. Ég veit ekki. Bara ánægður fyrir hönd Misha með að vera hér,“ sagði Maresca og virtist fátt annað hafa að segja. Enzo Maresca had no idea Misha Mudryk was joining Chelsea in Poland for the Conference League final 😬 pic.twitter.com/m0lLyLs5aF— Hayters TV (@HaytersTV) May 27, 2025 Mudryk hefur ekki tjáð sig á samfélagsmiðlum frá því hann sendi frá sér yfirlýsingu í desember þar sem hann viðurkenndi að ónefnt, ólöglegt efni hefði fundist í sýni frá honum. „Ég veit að ég hef ekki gert neitt rangt og held í vonina um að snúa aftur út á völl von bráðar,“ skrifaði Mudryk í desember en engar frekari upplýsingar hafa borist um framgang málsins. Mudryk gæti fengið verðlaunapening á úrslitaleiknum því hann lék fyrstu fjóra leiki Chelsea í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skoraði þrjú mörk. Mudryk skrifaði undir samning til átta og hálfs árs við Chelsea þegar hann kom og er því samningsbundinn félaginu til 2031. Úkraínska landsliðið er í riðli með Íslandi í undankeppni HM og mætir á Laugardalsvöll 10. október en miðað við núverandi stöðu verður Mudryk ekki með í för þá.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira