Innlent

Bein út­sending: Norður­slóðir í breyttum heimi

Atli Ísleifsson skrifar
Aukin spenna í alþjóðamálum hefur haft mikil áhrif á þróun mála á Norðurslóðum.
Aukin spenna í alþjóðamálum hefur haft mikil áhrif á þróun mála á Norðurslóðum. Getty

Varðberg, Norðurslóðanet Íslands, Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar standa að opnum fundi um öryggismál á norðurslóðum milli klukkan 15 og 17 í dag. „Norðurslóðir í breyttum heimi“ er yfirskrift málstofunnar en hægt verður að fylgjast með í beinu streymi í spilaranum að neðan.

Í tilkynningu segir að sjónum verði beint að áhrifum stóraukinnar alþjóðlegrar togstreitu á málefni Norðurslóða, einkum með tilliti til örra loftslagsbreytinga, aukins hernaðarlegs mikilvægis svæðisins og hagsmuna Íslands.

„Erindi halda Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra; Dr. Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Lagadeild Háskólans á Akureyri; Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor Háskólinn á Bifröst; Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vinnuhóps Norðurskautaráðsins um verndun hafsins (PAME); Dr. Rachael Lorna Johnstone, prófessor við Lagadeild Háskólans á Akureyri og við Ilisimatusarfik (Háskólinn á Grænlandi); og Bergdís Ellertsdóttir, sendiherra norðurslóðamála utanríkisráðuneytisins. – Davíð Stefánsson, formaður Varðberg flytur opnunarávarp og Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri lokaorð. Friðrik Þórsson, verkefnastjóri Norðurslóðanets Íslands (IACN) stýrir fundinum,“ segir í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×