Handbolti

Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa dæmt lengi saman.
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa dæmt lengi saman. vísir/hulda margrét

Þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson munu dæma á úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í næsta mánuði.

Úrslitahelgin fer venju samkvæmt fram í Lanxess Arena í Köln í Þýskalandi. Anton og Jónas dæma fyrri undanúrslitaleikinn 14. júní. Þar mætast Füchse Berlin og Nantes.

Norður-Makedóníumennirnir Slave Nikolov og Gjorgi Nachevski dæma seinni undanúrslitaleikinn milli Barcelona og Magdeburg.

Tvíburabræðurnir Igor og Alexei Covalciuc frá Moldóvu dæma leikinn um 3. sætið sunnudaginn 15. júní og Slóvenarnir Bojan Lah og David Sok úrslitaleikinn sama dag.

Þetta er í fimmta sinn sem þeir Anton og Jónas dæma saman á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×