Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. maí 2025 12:16 Ástvaldur Mateusz Kristjánsson er reynslunni ríkari eftir Hússtjórnarskólann. Aðsend „Það var æðisleg reynsla að fara í Húsó,“ segir hinn nítján ára gamli Ástvaldur Mateusz Kristjánsson sem var að ljúka við ævintýraríkt ár í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík þar sem hann lærði ýmislegt nýtt. Blaðamaður ræddi við hann um nám hans við Húsó, lífið og tilveruna og framtíðardrauma. Ástvaldur er fæddur árið 2006 og uppalinn á Þingeyri á Vestfjörðum. Hann ákvað að taka sér ársleyfi úr menntaskóla og vildi nýta tímann til að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. „Ég skráði mig því í Hússtjórnarskólann í Reykjavík,“ segir Ástvaldur og brosir. Úr landsbyggðinni í heimavist hjá Húsó „Ég frétti fyrst af Húsó frá vinkonu systur minnar sem var í skólanum og hún mælti með því. Ég kynnti mér skólann, las alla vefsíðuna þeirra tvisvar til að vera alveg klár á því hvað ég væri að koma mér í og skráði mig loks. Svo var mikill plús fyrir mér að það var heimavist en við vorum nokkur frá landsbyggðinni sem bjuggum á heimavistinni.“ Bekkurinn hans Ástvaldar í Húsó er mjög samheldinn.Aðsend Hann segist mjög þakklátur fyrir þá ákvörðun og saknar strax skólans. „Það var æðisleg reynsla að fara í Húsó. Ég var svo heppinn með hópinn af samnemendum mínum og það var heiður að ná að vera nemandi við skólann á síðustu önnina hennar Eddu Guðmundsdóttur sem var búin að vinna í Húsó í 32 ár. Eftir að Húsó kláraðist var ég í hálfgerðu sjokki að mæta ekki lengur í skólann daglega og sjá alla samnemendurna. Það mynduðust svo mikil tengsl okkar á milli, við erum að vinna svo mikið saman og læra af hvert öðru sem dró okkur enn meira saman.“ Braut reglurnar við matarborðið nokkuð oft Ástvaldur lærði ótal margt nytsamlegt og skemmtilegt að eigin sögn. „Það sem mér finnst standa mest upp úr náminu eru hefðirnar, vefnaðurinn og fyrirlestrarnir. Mér finnst svo gaman að þekkja og reyna læra gamlar hefðir, hvað má og hvað má ekki gera við matarborðið en ég braut þær reglur nokkuð oft. Það var lærdómsríkt að skilja hvernig skal skúra rétt og hvort það eigi að hræra bara í klukku-hring eða hvort það megi fara í öfuga átt.“ View this post on Instagram A post shared by Ástvaldur (@astvaldurmk10) Að sama skapi var mikill lærdómur dreginn af því sem þau lærðu utan hefðbundinnar kennslu. „Húsó fór með okkur í lítinn hring um Reykjavíkurborg og sagði okkur sögur frá legsteinum sem leynast hér og þar. Við fórum á landnámssafnið í Aðalstræti, fengum leiðsögn um Hólavallagarð, lærðum um vökukonuna Guðrúnu Oddsdóttur og margt fleira skemmtilegt. Við fengum sem dæmi fyrirlestur um lán frá Aurbjörgu og erindi frá hárgreiðslumeistara og förðunarfræðingi frá Moondust. Halli kennari kenndi okkur svo að tálga, spasla, tengja ljós, um ljósmyndun, allt um verkfærin og fleira spennandi. Ég get ómögulega nefnt alla fyrirlestra sem við fengum því þeir voru margir og allir virkilega áhugaverðir.“ Kennararnir ljúfir og þolinmóðir Vefnaðurinn heillaði Ástvald gríðarlega. „Við lærðum að lesa uppskriftir, sitja í stól og vefa fjögur eða fimm verkefni. Í vefstofunni gat ég setið með sögu í eyrunum daginn inn og út að dunda mér við að skutla þráðunum á milli uppistöðunnar.“ Góðir vinir í nýprjónuðum peysum á sólríkri stund í Reykjavík.Aðsend Þegar námið hófst var Ástvaldur að búast við miklum aga og að kennararnir yrðu mjög strangir. „Ég hélt að kennararnir sem hafa haldið fast í elstu íslensku hefðirnar ætluðu sko sannarlega að kenna okkur þær. Það kom mér hvað mest á óvart að það voru allir svo ljúfir og þolinmóðir. Húsó er mjög afslappaður og rólegur skóli. Verkefnin eru mjög tímafrek og maður þarf að sitja við þau og klára en við gerðum það alltaf öll saman inni í Hofi, í nærveru hvers annars og spjölluðum og hlógum langt fram á kvöld.“ Skemmtilegast að sauma Handavinna hefur lengi vel verið áhugamál hjá Ástvaldi. „Áður en ég fór í Húsó var ég að prjóna peysur á vini mína og hafði verið að sauma í grunnskóla en hafði ekkert aðgengi að því eftir útskrift. Ég reyndi einu sinni að læra hekla fyrir Húsó og það gekk aldrei upp en ég lærði það heldur betur í Húsó.“ Af sautján nemendum voru tveir strákar í bekknum.Aðsend Kynjahlutfallið í skólanum er mjög ójafnt en af sautján nemendum voru einungis tveir strákar. „Það virðast ekki vera margir karlmenn sem eru mikið í handavinnu. Við vorum tveir strákar í bekknum og báðir kallaðir Matti sem var svolítið ruglandi,“ segir hann kíminn og bætir við að hann haldi að ári áður hafi enginn karlmaður verið í náminu. Þrátt fyrir að það séu ekki margir strákar að sækja um þá gæti ég ekki mælt meira með því fyrir öll kyn. Ástvaldur elskar að sauma og sér fram á að halda því áfram ótrauður. „Ég hef svo mikinn áhuga á ýmis konar saumaskap hvort sem það er að sauma föt, töskur, útsaum eða annað. Við lærðum að gera barnaföt, flík á okkur sjálf og margt fleira í útsaum. Það er svo gaman að geta saumað flík á sig sjálfan því þú stjórnar því algjörlega hvað þú gerir eða hverju þú vilt bæta við.“ Jákvætt hugarfar og mikil gleði Það er margt spennandi á döfinni hjá Ástvaldi sem leyfir sér alltaf að fylgja hjartanu. „Eftir að saumaástríða kviknaði hjá mér ákvað ég að sækja um í fatatækni hjá Tækniskólanum og bíð spenntur eftir svari. Svo stefni ég hiklaust á að fara í lýðháskóla erlendis á einhverjum tímapunkti. Annars veit ég ekki hvert lífið stefnir, ég er aldrei með einn afmarkaðan draum því ég leyfi mér alltaf að gera það sem mér finnst skemmtilegast. Ég sigli í gegnum lífið með jákvæðu hugarfari og vona það besta,“ segir hann brosandi að lokum. Húsráð Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Ástvaldur er fæddur árið 2006 og uppalinn á Þingeyri á Vestfjörðum. Hann ákvað að taka sér ársleyfi úr menntaskóla og vildi nýta tímann til að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. „Ég skráði mig því í Hússtjórnarskólann í Reykjavík,“ segir Ástvaldur og brosir. Úr landsbyggðinni í heimavist hjá Húsó „Ég frétti fyrst af Húsó frá vinkonu systur minnar sem var í skólanum og hún mælti með því. Ég kynnti mér skólann, las alla vefsíðuna þeirra tvisvar til að vera alveg klár á því hvað ég væri að koma mér í og skráði mig loks. Svo var mikill plús fyrir mér að það var heimavist en við vorum nokkur frá landsbyggðinni sem bjuggum á heimavistinni.“ Bekkurinn hans Ástvaldar í Húsó er mjög samheldinn.Aðsend Hann segist mjög þakklátur fyrir þá ákvörðun og saknar strax skólans. „Það var æðisleg reynsla að fara í Húsó. Ég var svo heppinn með hópinn af samnemendum mínum og það var heiður að ná að vera nemandi við skólann á síðustu önnina hennar Eddu Guðmundsdóttur sem var búin að vinna í Húsó í 32 ár. Eftir að Húsó kláraðist var ég í hálfgerðu sjokki að mæta ekki lengur í skólann daglega og sjá alla samnemendurna. Það mynduðust svo mikil tengsl okkar á milli, við erum að vinna svo mikið saman og læra af hvert öðru sem dró okkur enn meira saman.“ Braut reglurnar við matarborðið nokkuð oft Ástvaldur lærði ótal margt nytsamlegt og skemmtilegt að eigin sögn. „Það sem mér finnst standa mest upp úr náminu eru hefðirnar, vefnaðurinn og fyrirlestrarnir. Mér finnst svo gaman að þekkja og reyna læra gamlar hefðir, hvað má og hvað má ekki gera við matarborðið en ég braut þær reglur nokkuð oft. Það var lærdómsríkt að skilja hvernig skal skúra rétt og hvort það eigi að hræra bara í klukku-hring eða hvort það megi fara í öfuga átt.“ View this post on Instagram A post shared by Ástvaldur (@astvaldurmk10) Að sama skapi var mikill lærdómur dreginn af því sem þau lærðu utan hefðbundinnar kennslu. „Húsó fór með okkur í lítinn hring um Reykjavíkurborg og sagði okkur sögur frá legsteinum sem leynast hér og þar. Við fórum á landnámssafnið í Aðalstræti, fengum leiðsögn um Hólavallagarð, lærðum um vökukonuna Guðrúnu Oddsdóttur og margt fleira skemmtilegt. Við fengum sem dæmi fyrirlestur um lán frá Aurbjörgu og erindi frá hárgreiðslumeistara og förðunarfræðingi frá Moondust. Halli kennari kenndi okkur svo að tálga, spasla, tengja ljós, um ljósmyndun, allt um verkfærin og fleira spennandi. Ég get ómögulega nefnt alla fyrirlestra sem við fengum því þeir voru margir og allir virkilega áhugaverðir.“ Kennararnir ljúfir og þolinmóðir Vefnaðurinn heillaði Ástvald gríðarlega. „Við lærðum að lesa uppskriftir, sitja í stól og vefa fjögur eða fimm verkefni. Í vefstofunni gat ég setið með sögu í eyrunum daginn inn og út að dunda mér við að skutla þráðunum á milli uppistöðunnar.“ Góðir vinir í nýprjónuðum peysum á sólríkri stund í Reykjavík.Aðsend Þegar námið hófst var Ástvaldur að búast við miklum aga og að kennararnir yrðu mjög strangir. „Ég hélt að kennararnir sem hafa haldið fast í elstu íslensku hefðirnar ætluðu sko sannarlega að kenna okkur þær. Það kom mér hvað mest á óvart að það voru allir svo ljúfir og þolinmóðir. Húsó er mjög afslappaður og rólegur skóli. Verkefnin eru mjög tímafrek og maður þarf að sitja við þau og klára en við gerðum það alltaf öll saman inni í Hofi, í nærveru hvers annars og spjölluðum og hlógum langt fram á kvöld.“ Skemmtilegast að sauma Handavinna hefur lengi vel verið áhugamál hjá Ástvaldi. „Áður en ég fór í Húsó var ég að prjóna peysur á vini mína og hafði verið að sauma í grunnskóla en hafði ekkert aðgengi að því eftir útskrift. Ég reyndi einu sinni að læra hekla fyrir Húsó og það gekk aldrei upp en ég lærði það heldur betur í Húsó.“ Af sautján nemendum voru tveir strákar í bekknum.Aðsend Kynjahlutfallið í skólanum er mjög ójafnt en af sautján nemendum voru einungis tveir strákar. „Það virðast ekki vera margir karlmenn sem eru mikið í handavinnu. Við vorum tveir strákar í bekknum og báðir kallaðir Matti sem var svolítið ruglandi,“ segir hann kíminn og bætir við að hann haldi að ári áður hafi enginn karlmaður verið í náminu. Þrátt fyrir að það séu ekki margir strákar að sækja um þá gæti ég ekki mælt meira með því fyrir öll kyn. Ástvaldur elskar að sauma og sér fram á að halda því áfram ótrauður. „Ég hef svo mikinn áhuga á ýmis konar saumaskap hvort sem það er að sauma föt, töskur, útsaum eða annað. Við lærðum að gera barnaföt, flík á okkur sjálf og margt fleira í útsaum. Það er svo gaman að geta saumað flík á sig sjálfan því þú stjórnar því algjörlega hvað þú gerir eða hverju þú vilt bæta við.“ Jákvætt hugarfar og mikil gleði Það er margt spennandi á döfinni hjá Ástvaldi sem leyfir sér alltaf að fylgja hjartanu. „Eftir að saumaástríða kviknaði hjá mér ákvað ég að sækja um í fatatækni hjá Tækniskólanum og bíð spenntur eftir svari. Svo stefni ég hiklaust á að fara í lýðháskóla erlendis á einhverjum tímapunkti. Annars veit ég ekki hvert lífið stefnir, ég er aldrei með einn afmarkaðan draum því ég leyfi mér alltaf að gera það sem mér finnst skemmtilegast. Ég sigli í gegnum lífið með jákvæðu hugarfari og vona það besta,“ segir hann brosandi að lokum.
Húsráð Menning Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira