Sport

Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Ís­lands­met féll

Sindri Sverrisson skrifar
Sæmundur Ólafsson, Ísold Sævarsdóttir, Ívar Jasonarson og Ingibjörg Sigurðardóttir glaðbeitt eftir hlaupið i Andorra í gær.
Sæmundur Ólafsson, Ísold Sævarsdóttir, Ívar Jasonarson og Ingibjörg Sigurðardóttir glaðbeitt eftir hlaupið i Andorra í gær. ÍSÍ

Boðhlaupssveit Íslands lagði allt í sölurnar í 4x400 metra hlaupi blandaðra sveita á Smáþjóðaleikunum í Andorra í gær og það skilaði sér í nýju Íslandsmeti.

Sveitina skipuðu þau Ívar Jasonarson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sæmundur Ólafsson og Ísold Sævarsdóttir. 

Ísold, sem setti körfuboltaskóna á hilluna í fyrra til að einbeita sér að frjálsíþróttum, átti svakalegan lokasprett og kastaði sér hreinlega yfir endalínuna eins og sjá má hér að neðan.

Íslenska sveitin hljóp á 3:29,22 mínútum og sló þannig fyrra Íslandsmetið um 77/100 úr sekúndu en það met hafði verið sett í Evrópubikarnum 2023.

Ísold var nánast eins nálægt og hægt er að tryggja íslensku sveitinni bronsverðlaun en sveit Andorra endaði í 3. sæti aðeins 3/100 úr sekúndu á undan Íslandi. Kýpur vann hlaupið á 3:27,02 og Malta varð í 2. sæti á 3:27,76.

Ísold vann hins vegar silfur í langstökki og þar náði Birna Kristín Kristjánsdóttir í einu gullverðlaun Íslands í frjálsíþróttunum í gær. Karen Sif Ársælsdóttir fékk silfur í stangarstökki og Kolbeinn Höður Gunnarsson í 100 metra hlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×