Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2025 21:48 Katie McCabe kann að skemmta sér. Harry Murphy/Getty Images Hin írska Katie McCabe var ef til vill ekki hetjan þegar Skytturnar frá Lundúnum lögðu ofurlið Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta um liðna helgi en hún var heldur betur aðalnúmerið í fagnaðarlátum liðsins. Arsenal gerði svo gott sem hið ómögulega þegar það lagði Barcelona að velli í leik sem nær allur knattspyrnuheimurinn bjóst við að Börsungar myndu vinna. Allt kom fyrir ekki og tókst Skyttunum, sem hafa heldur betur átt upp og niður tímabil, að landa ótrúlegum 1-0 sigri. Það var því góð ástæða til að fagna og það gerði hin 29 ára gamla McCabe heldur betur. McCabe fór mikinn í fagnaðarlátum beint eftir leik og hefur fjöldi myndbanda af henni farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Það var svo þegar Skytturnar voru mættar til Lundúna að fagna með stuðningsfólki sínu sem McCabe steig almennilega á stokk. Hún reif í hljóðnemann og hóf að syngja lag tileinkað Stinu Blackstenius sem skoraði markið mikilvæga gegn Barcelona. Í kjölfarið ákvað hún að spyrja stuðningsfólk Arsenal hvað því fyndist um Tottenham Hotspur. Katie McCabe: What do you think of Tottenham… pic.twitter.com/9hbJ80iuFk— Kathryn Batte (@KathrynBatte) May 26, 2025 Einnig fékk fyrirliðinn Kim Little mikið hrós frá Íranum geðþekka. Var fyrirliðanum meðal annars lýst sem miklum atvinnumanni og „andskotans goðsögn.“ McCabe fékk þó ekki leyfi til að sletta úr klaufunum alla vikuna þar sem hún er hluti af írska landsliðinu sem mætir Tyrklandi og Slóveníu í Þjóðadeildinni. Our European Champion is here 🏆🌟 pic.twitter.com/0aQs7XppnU— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) May 27, 2025 Hér að neðan má sjá myndir af McCabe skemmta sér sem og myndband af henni að stýra veislunni. Katie McCabe, officially the Arsenal party queen🥳🏆 pic.twitter.com/Nnl0NpZdHY— Catherine🏴🏳️🌈🔴⚪️ (@Katie_Scoot) May 26, 2025 Fagnað eftir leik.EPA-EFE/MIGUEL A. LOPES Það vantaði veislustjóra og McCabe tók það á sig.Alex Burstow/Getty Images Þvílíkt jafnvægi.EPA-EFE/ANDY RAIN Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Sjá meira
Arsenal gerði svo gott sem hið ómögulega þegar það lagði Barcelona að velli í leik sem nær allur knattspyrnuheimurinn bjóst við að Börsungar myndu vinna. Allt kom fyrir ekki og tókst Skyttunum, sem hafa heldur betur átt upp og niður tímabil, að landa ótrúlegum 1-0 sigri. Það var því góð ástæða til að fagna og það gerði hin 29 ára gamla McCabe heldur betur. McCabe fór mikinn í fagnaðarlátum beint eftir leik og hefur fjöldi myndbanda af henni farið sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Það var svo þegar Skytturnar voru mættar til Lundúna að fagna með stuðningsfólki sínu sem McCabe steig almennilega á stokk. Hún reif í hljóðnemann og hóf að syngja lag tileinkað Stinu Blackstenius sem skoraði markið mikilvæga gegn Barcelona. Í kjölfarið ákvað hún að spyrja stuðningsfólk Arsenal hvað því fyndist um Tottenham Hotspur. Katie McCabe: What do you think of Tottenham… pic.twitter.com/9hbJ80iuFk— Kathryn Batte (@KathrynBatte) May 26, 2025 Einnig fékk fyrirliðinn Kim Little mikið hrós frá Íranum geðþekka. Var fyrirliðanum meðal annars lýst sem miklum atvinnumanni og „andskotans goðsögn.“ McCabe fékk þó ekki leyfi til að sletta úr klaufunum alla vikuna þar sem hún er hluti af írska landsliðinu sem mætir Tyrklandi og Slóveníu í Þjóðadeildinni. Our European Champion is here 🏆🌟 pic.twitter.com/0aQs7XppnU— Ireland Football ⚽️🇮🇪 (@IrelandFootball) May 27, 2025 Hér að neðan má sjá myndir af McCabe skemmta sér sem og myndband af henni að stýra veislunni. Katie McCabe, officially the Arsenal party queen🥳🏆 pic.twitter.com/Nnl0NpZdHY— Catherine🏴🏳️🌈🔴⚪️ (@Katie_Scoot) May 26, 2025 Fagnað eftir leik.EPA-EFE/MIGUEL A. LOPES Það vantaði veislustjóra og McCabe tók það á sig.Alex Burstow/Getty Images Þvílíkt jafnvægi.EPA-EFE/ANDY RAIN
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Í beinni: Frakkland - Wales | Búnar að jafna sig á rútuslysinu? Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Sjá meira