Tókst ekki verja titilinn í vítaspyrnukeppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 16:38 Arnór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Malmö í framlengingu en tók ekki vítaspyrnu. Michael Campanella/Getty Images BK Häcken er sænskur bikarmeistari eftir sigur gegn Malmö í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum, þar sem tvö bestu bikarlið Svíþjóðar undanfarinna ára mættust. Daníel Tristan Guðjohnsen og Arnór Sigurðsson komu báðir inn af varamannabekk Malmö, en tóku ekki vítaspyrnu. Mikil úrslitaleikjasaga Liðin hafa leikið úrslitaleiki í sænska bikarnum til skiptis frá því 2018, BK Häcken hefur komist í úrslitaleikinn annað hvert ár, líkt og Malmö sem braut hefðina núna í ár og komst í úrslitaleikinn aftur eftir að hafa orðið bikarmeistari í fyrra. Liðin mættust því innbyrðis í úrslitaleik. Malmö vann dráttinn og var á heimavelli, í kjörstöðu til að hefna fyrir tapið sem BK Häcken afhenti þeim þegar liðin mættust síðast innbyrðis í úrslitaleik árið 2016. Stuðningsmenn skáru net Úrslitaleikurinn hófst reyndar átta mínútum of seint og hann þurfti að stöðva eftir minna en mínútu, vegna þess að stuðningsmenn Malmö skáru gat á öryggisnetið sem var sett fyrir stúkuna. Stuðningsmennirnir höfðu verið með vesen vegna netsins fyrir leik og reynt að færa það, sem frestaði upphafsflautinu. La finale de la Coupe de Suède interrompue après seulement 40 secondes de jeu !❌🇸🇪Les supporters de Malmö refusent à ce qu'un filet de protection limitant la visibilité soit disposé devant eux.🥅Ces derniers l'ont donc troué. L'arbitre renvoie les joueurs aux vestiaires,… pic.twitter.com/e7uRpJZd2L— Nordisk Football (@NordiskFootball) May 29, 2025 Pontus Jansson, meiddur leikmaður Malmö, fór til stuðningsmannanna sem skáru á netið og bað þá um að hætta svo leikurinn gæti haldið áfram. Leikurinn hófst því loks, almennilega, rúmum hálftíma á eftir áætlun. Cupfinalen avbröts efter en minut – Pontus Jansson i samtal med supportrarnaSe klipp här: https://t.co/KcO5umI5zZ pic.twitter.com/JLu4jQNpJX— SVT Sport (@SVTSport) May 29, 2025 Markalaust jafntefli Leikurinn sjálfur var langt því að vera jafn fjörugur og allt benti til fyrirfram. Afskaplega fá færi litu dagsins ljós. Malmö var meira með boltann, enda vantaði töluvert marga menn vegna meiðsla í liði BK Häcken, en heimamenn sköpuðu sér lítið. Daníel Tristan Guðjohnsen, framherja Malmö, var skipt inn á 81. mínútu til að hrista upp í hlutunum en skiptingin hafði ekki tilætluð áhrif. Slagsmál fyrir framlengingu Leiknum lauk með markalausu jafntefli og haldið var í framlengingu. Áður en hún hófst urðu slagsmál á hliðarlínunni, þegar Silas Andersen, meiddur leikmaður BK Häcken, fékk dós frá stuðningsmönnum í höfuðið. Silas ætlaði að svara fyrir sig og óð í átt að stúkunni en var stöðvaður af áðurnefndum Pontus Jansson. Þeir tveir rifust um dágóða stund en var síðan vísað af öryggisgæslu inn í búningsherbergi. Arnór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Malmö í seinni hálfleik framlengingar, sem dugði heldur ekki til að skilja liðin að og því var haldið í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppni Stressið og þreytan var voru farin að segja til sín eftir langan leik og bæði lið klikkuðu á fyrsta vítaspyrnunni. BK Häcken skoraði hins vegar úr næstu fjórum spyrnum, en Malmö aðeins úr tveimur. Hvorki Arnór né Daníel tóku vítaspyrnu. BK Häcken stóð því uppi sem sænskur bikarmeistari í fjórða sinn í sögu félagsins, allir titlarnir á síðustu tíu árum. Sænski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira
Mikil úrslitaleikjasaga Liðin hafa leikið úrslitaleiki í sænska bikarnum til skiptis frá því 2018, BK Häcken hefur komist í úrslitaleikinn annað hvert ár, líkt og Malmö sem braut hefðina núna í ár og komst í úrslitaleikinn aftur eftir að hafa orðið bikarmeistari í fyrra. Liðin mættust því innbyrðis í úrslitaleik. Malmö vann dráttinn og var á heimavelli, í kjörstöðu til að hefna fyrir tapið sem BK Häcken afhenti þeim þegar liðin mættust síðast innbyrðis í úrslitaleik árið 2016. Stuðningsmenn skáru net Úrslitaleikurinn hófst reyndar átta mínútum of seint og hann þurfti að stöðva eftir minna en mínútu, vegna þess að stuðningsmenn Malmö skáru gat á öryggisnetið sem var sett fyrir stúkuna. Stuðningsmennirnir höfðu verið með vesen vegna netsins fyrir leik og reynt að færa það, sem frestaði upphafsflautinu. La finale de la Coupe de Suède interrompue après seulement 40 secondes de jeu !❌🇸🇪Les supporters de Malmö refusent à ce qu'un filet de protection limitant la visibilité soit disposé devant eux.🥅Ces derniers l'ont donc troué. L'arbitre renvoie les joueurs aux vestiaires,… pic.twitter.com/e7uRpJZd2L— Nordisk Football (@NordiskFootball) May 29, 2025 Pontus Jansson, meiddur leikmaður Malmö, fór til stuðningsmannanna sem skáru á netið og bað þá um að hætta svo leikurinn gæti haldið áfram. Leikurinn hófst því loks, almennilega, rúmum hálftíma á eftir áætlun. Cupfinalen avbröts efter en minut – Pontus Jansson i samtal med supportrarnaSe klipp här: https://t.co/KcO5umI5zZ pic.twitter.com/JLu4jQNpJX— SVT Sport (@SVTSport) May 29, 2025 Markalaust jafntefli Leikurinn sjálfur var langt því að vera jafn fjörugur og allt benti til fyrirfram. Afskaplega fá færi litu dagsins ljós. Malmö var meira með boltann, enda vantaði töluvert marga menn vegna meiðsla í liði BK Häcken, en heimamenn sköpuðu sér lítið. Daníel Tristan Guðjohnsen, framherja Malmö, var skipt inn á 81. mínútu til að hrista upp í hlutunum en skiptingin hafði ekki tilætluð áhrif. Slagsmál fyrir framlengingu Leiknum lauk með markalausu jafntefli og haldið var í framlengingu. Áður en hún hófst urðu slagsmál á hliðarlínunni, þegar Silas Andersen, meiddur leikmaður BK Häcken, fékk dós frá stuðningsmönnum í höfuðið. Silas ætlaði að svara fyrir sig og óð í átt að stúkunni en var stöðvaður af áðurnefndum Pontus Jansson. Þeir tveir rifust um dágóða stund en var síðan vísað af öryggisgæslu inn í búningsherbergi. Arnór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Malmö í seinni hálfleik framlengingar, sem dugði heldur ekki til að skilja liðin að og því var haldið í vítaspyrnukeppni. Vítaspyrnukeppni Stressið og þreytan var voru farin að segja til sín eftir langan leik og bæði lið klikkuðu á fyrsta vítaspyrnunni. BK Häcken skoraði hins vegar úr næstu fjórum spyrnum, en Malmö aðeins úr tveimur. Hvorki Arnór né Daníel tóku vítaspyrnu. BK Häcken stóð því uppi sem sænskur bikarmeistari í fjórða sinn í sögu félagsins, allir titlarnir á síðustu tíu árum.
Sænski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Körfubolti Fleiri fréttir Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Sjá meira