Sævar hundeltur af blaðamönnum í Danmörku og Noregi Aron Guðmundsson skrifar 1. júní 2025 10:01 Knattspyrnumaðurinn Sævar Atli Magnússon skrifaði nýverið undir fjögurra og hálfs árs samning við norska félagið Brann. Hann vildi taka næsta skref á sínum ferli eftir nokkurra ára veru í Danmörku og er spenntur fyrir því að berjast á hinum enda töflunnar eftir að hafa næstum fengið magasár af því að berjast í botnbaráttu í Danmörku. Vísir/Ívar Fannar Sævar Atli Magnússon vildi taka næsta skref á sínum ferli og úr varð að hann samdi við norska stórliðið Brann. Hann komst fljótt að því hversu fótboltasjúkt samfélagið í kringum félagið er. Freyr Alexandersson er þjálfari Brann og hafði áður verið þjálfari Sævars Atla hjá danska liðinu Lyngby. Áhugi norska félagsins á kröftum Breiðhyltingsins kom fram strax í janúar fyrr á þessu ári og dó ekki út. Staða Sævars var þá snúin, Lyngby vildi ekki láta hann frá sér á þeim tímapunkti og hann átti aðeins nokkra mánuði eftir á sínum samningi við félagið. „Ef ég hefði meiðst alvarlega á þessum tíma, sem getur alltaf gerst í fótbolta, þá yrði ég bráðum með lausan samning og í skelfilegri samningsstöðu og lið gætu hugsað með sér að þau vilji ekki taka inn meiddan leikmann. Þetta poppaði oft upp hjá mér og ég veit að það voru á kreiki einvherjar efasemdir um að ég myndi ekki leggja mig fram en síðan sáu þeir að það var ekki staðan.“ Kláraði sín mál fljótt og örugglega Sævar var á mála hjá Lyngby í fjögur ár en fannst kominn tími á að taka næsta skref og aðeins nokkrum dögum eftir að samningur hans í Danmörku rann út hafði Sævar skrifað undir fjögurra og hálfs árs samning hjá Brann. „Þetta var mjög fljótt að gerast og þannig vildi ég hafa það. Ég vildi komast í frí án þess að þurfa að pæla í þessu því það hef ég gert síðustu sex mánuði. Ég hefði geta beðið og séð hvort það kæmu fleiri lið inn í myndina en ég horfi þannig á þetta að liðin sem vilja mig mest koma fyrst inn í myndina. Mér fannst það mjög áhugavert hversu mikið Brann vildi fá mig.“ Sævar er ánægður með að næsta skrefið á ferlinum hjá risa félagi eins og Brann og ekki skemmir fyrir að hann þekkir Frey frá fyrri tíð sem og aðstoðarþjálfarann Jonathan Hartmann. „Ég veit hvað þeir standa fyrir, þekki þá báða mjög vel og veit hvernig þeir halda æfingasvæðinu gangandi, hvernig við æfum og hvernig þeir vilja að klefinn sé. Ég er mjög mikill aðdáandi þess að vera hluti af góðri liðsheild. Að sjálfsögðu spilar þetta stóran þátt í minni ákvörðun en ekki síður bara Brann sem félag. Hversu stórt það er. Ég vissi að félagið væri stórt en ekki svona stórt.“ Míkrafónn beint í andlitið Í Bergen, heimabæ Brann, er samfélag sem er heltekið af fótbolta og allt snýst um Brann. Áður en hann lenti í Noregi komst Sævar Atli Strax að því, norskir blaðamenn sátu fyrir honum bæði á flugvellinum í Kaupmannahöfn sem og við lendingu í Noregi.“ „Um leið og ég mæti á Kastrup flugvöllinn er einn að bíða eftir mér, annar sem bíður svo eftir mér inni í flugvélinni og svo taka tíu til tólf blaðamenn á móti mér um leið og ég labba út úr vélinni í Bergen. Það var bara míkrafónn í andlitið og allir að berjast um að fá að spyrja mann spurninga.“ Sævar má spila fyrir Brann þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í júlí næstkomandi. Hann hlakkar til að takast á við pressuna sem fylgir því að vera leikmaður Brann þar sem krafan er sett á að vinna gullið. „Það er pressa sem maður þarf einhvern tímann að prófa. Ég er spenntur fyrir því sem og að vera í liði sem er alltaf meira með boltann, sækir meira og fær fleiri færi. Ég held að það muni henta mínum leikstíl mjög vel. “ Norski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Sjá meira
Freyr Alexandersson er þjálfari Brann og hafði áður verið þjálfari Sævars Atla hjá danska liðinu Lyngby. Áhugi norska félagsins á kröftum Breiðhyltingsins kom fram strax í janúar fyrr á þessu ári og dó ekki út. Staða Sævars var þá snúin, Lyngby vildi ekki láta hann frá sér á þeim tímapunkti og hann átti aðeins nokkra mánuði eftir á sínum samningi við félagið. „Ef ég hefði meiðst alvarlega á þessum tíma, sem getur alltaf gerst í fótbolta, þá yrði ég bráðum með lausan samning og í skelfilegri samningsstöðu og lið gætu hugsað með sér að þau vilji ekki taka inn meiddan leikmann. Þetta poppaði oft upp hjá mér og ég veit að það voru á kreiki einvherjar efasemdir um að ég myndi ekki leggja mig fram en síðan sáu þeir að það var ekki staðan.“ Kláraði sín mál fljótt og örugglega Sævar var á mála hjá Lyngby í fjögur ár en fannst kominn tími á að taka næsta skref og aðeins nokkrum dögum eftir að samningur hans í Danmörku rann út hafði Sævar skrifað undir fjögurra og hálfs árs samning hjá Brann. „Þetta var mjög fljótt að gerast og þannig vildi ég hafa það. Ég vildi komast í frí án þess að þurfa að pæla í þessu því það hef ég gert síðustu sex mánuði. Ég hefði geta beðið og séð hvort það kæmu fleiri lið inn í myndina en ég horfi þannig á þetta að liðin sem vilja mig mest koma fyrst inn í myndina. Mér fannst það mjög áhugavert hversu mikið Brann vildi fá mig.“ Sævar er ánægður með að næsta skrefið á ferlinum hjá risa félagi eins og Brann og ekki skemmir fyrir að hann þekkir Frey frá fyrri tíð sem og aðstoðarþjálfarann Jonathan Hartmann. „Ég veit hvað þeir standa fyrir, þekki þá báða mjög vel og veit hvernig þeir halda æfingasvæðinu gangandi, hvernig við æfum og hvernig þeir vilja að klefinn sé. Ég er mjög mikill aðdáandi þess að vera hluti af góðri liðsheild. Að sjálfsögðu spilar þetta stóran þátt í minni ákvörðun en ekki síður bara Brann sem félag. Hversu stórt það er. Ég vissi að félagið væri stórt en ekki svona stórt.“ Míkrafónn beint í andlitið Í Bergen, heimabæ Brann, er samfélag sem er heltekið af fótbolta og allt snýst um Brann. Áður en hann lenti í Noregi komst Sævar Atli Strax að því, norskir blaðamenn sátu fyrir honum bæði á flugvellinum í Kaupmannahöfn sem og við lendingu í Noregi.“ „Um leið og ég mæti á Kastrup flugvöllinn er einn að bíða eftir mér, annar sem bíður svo eftir mér inni í flugvélinni og svo taka tíu til tólf blaðamenn á móti mér um leið og ég labba út úr vélinni í Bergen. Það var bara míkrafónn í andlitið og allir að berjast um að fá að spyrja mann spurninga.“ Sævar má spila fyrir Brann þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í júlí næstkomandi. Hann hlakkar til að takast á við pressuna sem fylgir því að vera leikmaður Brann þar sem krafan er sett á að vinna gullið. „Það er pressa sem maður þarf einhvern tímann að prófa. Ég er spenntur fyrir því sem og að vera í liði sem er alltaf meira með boltann, sækir meira og fær fleiri færi. Ég held að það muni henta mínum leikstíl mjög vel. “
Norski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Sjá meira