Gunnar hættir sem forseti Skáksambands Íslands Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júní 2025 17:01 Gunnar Björnsson hefur verið forseti Skáksambandsins síðustu sextán ár og lýkur forsetatíð sinni um miðjan mánuð. Gunnar Björnsson, sem hefur verið forseti Skáksambands Íslands frá 2009, hefur tilkynnt að hann hyggist ekki bjóða sig aftur fram sem forseti sambandsins. Gunnar greinir frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um tvöleytið í dag. „Ég var kjörinn forseti Skáksambands Íslands árið 2009 og hef því verið þaulsetnasti forseti sambandsins í 100 ára sögu þess. Ég hef ávallt verið sjálfkjörinn sem forseti nema í síðustu kosningum árið 2023. Þá þegar, árið 2023, tók ég þá ákvörðun að það yrði mitt síðasta tveggja ára tímabil, sextán ár væri prýðilegur tími og ég myndi stíga til hliðar á aðalfundi sambandsins þann 14. júní á Blönduósi,“ skrifar Gunnar í færslunni. Hann hafi tilkynnt um ákvörðun sína á stjórnarfundi Skáksambandsins 27. maí síðastliðinn. Skák á landsbyggðinni og kvennaskák styrkst Gunnar segist horfa stoltur um öxl yfir stjórnartíð sína. „Á þessum 16 árum hefur ýmislegt gerst. SÍ hefur haldið heimsmeistaramót í Fischer-slembiskák, Evrópumót landsliða og Evrópumót einstaklinga. Hingað til landsins hafa meðal annars komið Kasparov, Carlsen, Nakamura, Hou Yifan, Gukesh, Pragga, Abdusattarov, Nepo og Caruana,“ segir hann í færslunni. Reykjavíkurskákmótið hafi breyst úr því að vera hundrað manna mót sem er haldið á tveggja ára fresti í 400 manna stórmót sem er „eitt virtasta og vinsælasta opna mót í heimi,“ segir Gunnar. Íslenskt skáklíf hafi vaxið jafnt og þétt í forsetatíð hans. Skákmótahald á Íslandi sé það mesta miðað við höfðatölu, þátttökumet séu reglulega slegin og Íslendingum með skákstig fjölgi ár frá ári sem sé góð vísbending um aukinn fjölda hreyfingarinnar. „Ísland hefur slegið met ár hvert fyrir fjölda þeirra sem tefla fyrir hönd þjóðarinnar á Heimsmeistaramótum, Evrópumótum og Norðurlandamótum. Það er líka ánægjulegt að skákin á landsbyggðinni hefur verið að taka við sér síðustu ár. Sama má segja um kvennaskák sem sennilega hefur aldrei staðið betur. Þar hefur Jóhanna Björg, minn varaforseti síðustu ár, staðið í stafni,“ segir Gunnar. Fylgst með sex ára gutta verða að besta skákmanni landsins Skák á Íslandi sé sannarlega í sókn að sögn Gunnars og því beri að þakka gríðarlegum fjölda fólks sem vinni óeigingjarnt starf íslensku skáklífi til heilla. Vonast hann til að hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Á þessum 16 árum hef ég notið þess að fylgjast með skákmönnum vaxa úr grasi. Til dæmis einum frá því að vera lítill sex ára gutti í að vera besti skákmaður landsins. Ég hef haft óheyrilega gaman að því að vinna við skák og það hefur gefið mér mikið. Hafa verið forréttindi,“ segir hann. Gunnar segist þó ekki hættur að starfa við skák, hans fyrsta verkefni sem fyrrverandi forseti verði að stýra hundrað ára afmælishátíð Skáksambandsins á Blönduósi sem fram fer 14.-22. júní. Skák Tímamót Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Sjá meira
Gunnar greinir frá ákvörðun sinni í Facebook-færslu um tvöleytið í dag. „Ég var kjörinn forseti Skáksambands Íslands árið 2009 og hef því verið þaulsetnasti forseti sambandsins í 100 ára sögu þess. Ég hef ávallt verið sjálfkjörinn sem forseti nema í síðustu kosningum árið 2023. Þá þegar, árið 2023, tók ég þá ákvörðun að það yrði mitt síðasta tveggja ára tímabil, sextán ár væri prýðilegur tími og ég myndi stíga til hliðar á aðalfundi sambandsins þann 14. júní á Blönduósi,“ skrifar Gunnar í færslunni. Hann hafi tilkynnt um ákvörðun sína á stjórnarfundi Skáksambandsins 27. maí síðastliðinn. Skák á landsbyggðinni og kvennaskák styrkst Gunnar segist horfa stoltur um öxl yfir stjórnartíð sína. „Á þessum 16 árum hefur ýmislegt gerst. SÍ hefur haldið heimsmeistaramót í Fischer-slembiskák, Evrópumót landsliða og Evrópumót einstaklinga. Hingað til landsins hafa meðal annars komið Kasparov, Carlsen, Nakamura, Hou Yifan, Gukesh, Pragga, Abdusattarov, Nepo og Caruana,“ segir hann í færslunni. Reykjavíkurskákmótið hafi breyst úr því að vera hundrað manna mót sem er haldið á tveggja ára fresti í 400 manna stórmót sem er „eitt virtasta og vinsælasta opna mót í heimi,“ segir Gunnar. Íslenskt skáklíf hafi vaxið jafnt og þétt í forsetatíð hans. Skákmótahald á Íslandi sé það mesta miðað við höfðatölu, þátttökumet séu reglulega slegin og Íslendingum með skákstig fjölgi ár frá ári sem sé góð vísbending um aukinn fjölda hreyfingarinnar. „Ísland hefur slegið met ár hvert fyrir fjölda þeirra sem tefla fyrir hönd þjóðarinnar á Heimsmeistaramótum, Evrópumótum og Norðurlandamótum. Það er líka ánægjulegt að skákin á landsbyggðinni hefur verið að taka við sér síðustu ár. Sama má segja um kvennaskák sem sennilega hefur aldrei staðið betur. Þar hefur Jóhanna Björg, minn varaforseti síðustu ár, staðið í stafni,“ segir Gunnar. Fylgst með sex ára gutta verða að besta skákmanni landsins Skák á Íslandi sé sannarlega í sókn að sögn Gunnars og því beri að þakka gríðarlegum fjölda fólks sem vinni óeigingjarnt starf íslensku skáklífi til heilla. Vonast hann til að hafa lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Á þessum 16 árum hef ég notið þess að fylgjast með skákmönnum vaxa úr grasi. Til dæmis einum frá því að vera lítill sex ára gutti í að vera besti skákmaður landsins. Ég hef haft óheyrilega gaman að því að vinna við skák og það hefur gefið mér mikið. Hafa verið forréttindi,“ segir hann. Gunnar segist þó ekki hættur að starfa við skák, hans fyrsta verkefni sem fyrrverandi forseti verði að stýra hundrað ára afmælishátíð Skáksambandsins á Blönduósi sem fram fer 14.-22. júní.
Skák Tímamót Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu „Snérist um að sýna okkar ‘identity’ sem lið“ Sjá meira