Ákall Valdimar Júlíusson skrifar 2. júní 2025 09:32 Áfallið að greinast með krabbamein er nóg fyrir sig – það á ekki að bætast við frestun meðferðar vegna skorts á tækjum. Ríkisstjórnin segist vera verkstjórn, en verk eru það sem fólk sér – ekki orð. Ég bið um það sjálfsagða: Að við sem þjóð tryggjum að allir sem þurfa lífsnauðsynlega meðferð, fái hana – strax. Látum röddina berast. Við getum þetta – saman. ——————————————————— Þegar loforðin fljúga út fyrir landsteinana… en lífið bíður heima. Ríkisstjórnin kallar sig verkstjórn – en verkin eru ekki sýnileg þar sem þeirra er mest þörf. Á meðan forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru meira erlendis en heima, þar sem þær lofa auknum fjárframlögum til erlendra stofnana og verkefna, fáum við þau skilaboð hér heima að ekki sé til fjármagn fyrir lífsnauðsynleg lækningatæki til krabbameinsmeðferðar. ⸻ Frú forsætisráðherra – Kristrún Frostadóttir Eru landar þínir ekki þess virði að fá úrbætur í heilbrigðiskerfinu – í garðinum sem stendur þér næst? Þú virðist sjaldnast vera hér heima – og sýnist kappkosta að sinna því sem er utan landsteinanna. Frú utanríkisráðherra – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Er virkilega nauðsynlegt að þið báðar séuð stöðugt erlendis að sinna hagsmunum annarra, á meðan landsmenn bíða eftir nauðsynlegri meðferð við krabbameini? Frú félags- og húsnæðismálaráðherra – Inga Sæland Þú sagðir: „Við látum verkin tala.“ En hvar eru verkin þegar kemur að fjárfestingu í tækjum sem bjarga mannslífum? ⸻ Ég spyr: Hvað kosta þessi tæki sem vantar? Hvað kostar að senda sjúkling til útlanda í meðferð? Getur verið að það séu baunateljarar og Excel-skjöl sem ráði för? Hvers virði er eitt mannslíf – í tölum? Og hvað kostar aðskilnaður frá fjölskyldu þegar sjúklingur er sendur í meðferð erlendis – og aðstandendur þurfa að bera þann kostnað sjálfir? ⸻ Kæra þjóð. Ef þau sem hafa völdin sjá ekki neyðina, þá verðum við að stíga fram. Tökum höndum saman – þrýstum á valdhafa, virkjum fjölmiðla, og blásum til þjóðarátaks til að fjármagna tæki sem geta bjargað lífi. Þetta er ekki munaður. Þetta er mannúð. Þetta er nauðsyn. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Sjá meira
Áfallið að greinast með krabbamein er nóg fyrir sig – það á ekki að bætast við frestun meðferðar vegna skorts á tækjum. Ríkisstjórnin segist vera verkstjórn, en verk eru það sem fólk sér – ekki orð. Ég bið um það sjálfsagða: Að við sem þjóð tryggjum að allir sem þurfa lífsnauðsynlega meðferð, fái hana – strax. Látum röddina berast. Við getum þetta – saman. ——————————————————— Þegar loforðin fljúga út fyrir landsteinana… en lífið bíður heima. Ríkisstjórnin kallar sig verkstjórn – en verkin eru ekki sýnileg þar sem þeirra er mest þörf. Á meðan forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru meira erlendis en heima, þar sem þær lofa auknum fjárframlögum til erlendra stofnana og verkefna, fáum við þau skilaboð hér heima að ekki sé til fjármagn fyrir lífsnauðsynleg lækningatæki til krabbameinsmeðferðar. ⸻ Frú forsætisráðherra – Kristrún Frostadóttir Eru landar þínir ekki þess virði að fá úrbætur í heilbrigðiskerfinu – í garðinum sem stendur þér næst? Þú virðist sjaldnast vera hér heima – og sýnist kappkosta að sinna því sem er utan landsteinanna. Frú utanríkisráðherra – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Er virkilega nauðsynlegt að þið báðar séuð stöðugt erlendis að sinna hagsmunum annarra, á meðan landsmenn bíða eftir nauðsynlegri meðferð við krabbameini? Frú félags- og húsnæðismálaráðherra – Inga Sæland Þú sagðir: „Við látum verkin tala.“ En hvar eru verkin þegar kemur að fjárfestingu í tækjum sem bjarga mannslífum? ⸻ Ég spyr: Hvað kosta þessi tæki sem vantar? Hvað kostar að senda sjúkling til útlanda í meðferð? Getur verið að það séu baunateljarar og Excel-skjöl sem ráði för? Hvers virði er eitt mannslíf – í tölum? Og hvað kostar aðskilnaður frá fjölskyldu þegar sjúklingur er sendur í meðferð erlendis – og aðstandendur þurfa að bera þann kostnað sjálfir? ⸻ Kæra þjóð. Ef þau sem hafa völdin sjá ekki neyðina, þá verðum við að stíga fram. Tökum höndum saman – þrýstum á valdhafa, virkjum fjölmiðla, og blásum til þjóðarátaks til að fjármagna tæki sem geta bjargað lífi. Þetta er ekki munaður. Þetta er mannúð. Þetta er nauðsyn. Við getum gert betur. Við verðum að gera betur.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar